Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 12

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 12
100 HELGAFELL III. Vor hlutur gerðist annar og minni en yðar, og örlög bjuggu þjóð vorri mýkri hlekki. Og enn má verða bið á, að böðulshendur blóðugum greipum ættjörðu vora flekki. En feðra vorra sverð eru löngu sundruð og sigra megnum vér aðeins í friði að vinna. Þó mætti svo fara, að föðurlands vors yrði getið, er frelsi Noregs vitjar átthaga sinna. Því enn þá liggur leiðin til Noregs að heiman. Hún liggur aftur heim, er vopn yðar safna morðingjunum, sem misþyrmdu börnum yðar, til móts við gráðuga birni og soltna hrafna. Þá koma yður loks þeir gálgar að gagni, sem germanskir hengingameistarar reistu yður. Og það er alls ekki víst, að það verði fyrsta verk yðar, heima fyrir, að taka þá niður. Þá safnast aftur undir hinn norska fána allir, sem dauða og písl fyrir land sitt þoldu, — bræður og synir, sem féllu í ár og í fyrra, — fálátar víkingaraðir úr sæ og moldu. Þá rumska fornar hetjur í haugum sínum, sem hættu fyrir þúsund árum að vega. Og fjörutíu kynslóðir norskra kappa koma og berjast við hlið yðar, ósýnilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.