Helgafell - 01.05.1942, Síða 12

Helgafell - 01.05.1942, Síða 12
100 HELGAFELL III. Vor hlutur gerðist annar og minni en yðar, og örlög bjuggu þjóð vorri mýkri hlekki. Og enn má verða bið á, að böðulshendur blóðugum greipum ættjörðu vora flekki. En feðra vorra sverð eru löngu sundruð og sigra megnum vér aðeins í friði að vinna. Þó mætti svo fara, að föðurlands vors yrði getið, er frelsi Noregs vitjar átthaga sinna. Því enn þá liggur leiðin til Noregs að heiman. Hún liggur aftur heim, er vopn yðar safna morðingjunum, sem misþyrmdu börnum yðar, til móts við gráðuga birni og soltna hrafna. Þá koma yður loks þeir gálgar að gagni, sem germanskir hengingameistarar reistu yður. Og það er alls ekki víst, að það verði fyrsta verk yðar, heima fyrir, að taka þá niður. Þá safnast aftur undir hinn norska fána allir, sem dauða og písl fyrir land sitt þoldu, — bræður og synir, sem féllu í ár og í fyrra, — fálátar víkingaraðir úr sæ og moldu. Þá rumska fornar hetjur í haugum sínum, sem hættu fyrir þúsund árum að vega. Og fjörutíu kynslóðir norskra kappa koma og berjast við hlið yðar, ósýnilega.

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.