Helgafell - 01.05.1942, Side 10

Helgafell - 01.05.1942, Side 10
Tómas Guðmundsson: Dagur Noregs I. I dag er Noregur numinn heilögum trega. í nótt hafa fjöllin hastað á söng sinna skóga. Því seytjándi maí fer huldu höfði um Noreg, og hlíðar og engi Noregs í tárum glóa. Og þó var Noregur aldrei elskaður heitar, og aldrei hafa máttugri bænir stigið frá brjósti norrænnar þjóðar í þrenging og dauða, né þyngri tár á norræna moldu hnigið. Hvort verður sú þjóð, sem trúir, drepin í dróma? í dag er hver einasti norskur sjö ára drengur orðinn að tólf ára strák, sem með steytta hnefa og stóran, fullorðinn draum út í lífið gengur. Og þjóð, sem áður orti með bleki og penna, yrkir um þessar mundir með blóði og stáli hetjukvæði, sem geymast óbornum öldum. Og aldrei var betur kveðið á norrænu máli.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.