Helgafell - 01.05.1942, Side 23

Helgafell - 01.05.1942, Side 23
Ef til vill erþó bernskan öruggust leiðsögn vor um götuna, grundina og skóginn, er geyma hennar fyrstu spor. Því aldrei tókst níðingum neinum með njósnum að leggja mál á landið, sem leikur og draumur löghelga barnsins sál. Hver bær, sem úr hlíðinni horfir, hvert hróf í fjarðarins vík, eru arfheilög orð, sem vér s k i 1 j u m, úr ættinni, er skóp þau slík. Ei gleymist sú gata, er vér hlupum, er glöðust var ævin vor, en lötruðum síðar, í líkfylgd, og 1 æ r ð u m , spor fyrir spor. Til alls, sem vér þekkjum og unnum, svo öruggt er förinni beint sem vængur fer vegleysu að sunnan hvert vor, þótt það komi seint. .. Eitt barn finnur hönd vora á hári, á heimsókn er móðir skyggn, — og landið, sem lokað er öðrum, oss ljómar í ró og tign. — — Ei v é r erum landflótta lýður, sem líðum með þjóð vorri enn! En erlenda innrásarliðið er ættjarðarlausir menn: Þeir hlupust að heiman og keyptu, við helstríð annarra og tár, þá vegsemd að ríkja yfir rústum með rangsleitni, í tvö, þrjú ár.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.