Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 39

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 39
NATTTROLLIÐ GLOTTIR 125 um varir hans lék angurvært bros. Svo þreif hann til áranna á ný og réri upp í Leiruvör. I Leiru höfðu verið útróðrar fyrrum, og stóðu enn í fjörunni nokkur naust frá þeim tíma. Maðurinn dró bátinn sinn í eitt þeirra og skorðaði hann með grjóti. Yfir kisturnar breiddi hann segl. Hann staldraði við í fjörunni, tók sand í lófa sinn og þefaði af honum, andaði að sér lyktinni af þangi, salti og tjöru, skimaði í allar áttir, eins og hann væri að gá til veðurs, og spýtti síðan um tönn. Því næst gekk hann upp að bæj- arhúsunum, sem voru lág og hrúkuleg. Það var ljós í baðstofuglugganum; hann damlaði dálítið í hann og kallaði inn: ,,Hér sé guð !" ,,Hann blessi þig!" var svarað. Skömmu síðar kom bóndinn út, lág- vaxinn maður, skeggjaður, í karbætt- um vaðmálsbuxum og svartri peysu. ,,Gott kvöld !" sagði aðkomumaður og rétti húsráðanda hönd sína í kveðju- skyni. Rödd hans var mjög viðfelldin, en með einkennilegum málhreim. ,,Sæll veri maðurinn !" Bóndi starði forvitnislega á gestinn og spurði: ,,Hvað heitir þú, og hvaðan ber þig að?" ,,Ég heiti nú Tosti. Eg kom með duggunni þarna." Hann benti á skip- ið, sem enn lónaði í logninu úti á fló- anum. ,,Og heitir Tosti! Rétt er nú það. Og komst með fleytunni þeirri arna ? Nú er heima. En ekki hefurðu þó, vænti ég, synt í land, ha ?" Bóndi hló góðlátlega. ,,Ónei, ekki gerði ég það nú." Mað- urinn brosti ekki, en skarpleita og veð- urbitna andlitið á honum var vingjarn- legt, og svipurinn dálítið fjarrænn, eins og hann væri með hugann langt í burtu. ,,Eg var á byttukorni, sem ég dró hérna upp í naustin. Þú amast vonandi ekki við henni ?" ,,Ha, nú varstu með bát ? — já, auð- vitað! Gaztu bjargað honum undan flæði ? — Jæja, þú gerir svo vel og gengur í bæinn." ,,Þakka þér fyrir. — Kistumar mín- ar eru í bátnum; ég reyni að nálgast þær einhvem næstu daga." „Kistur? Þú ert þá með farangur? — Jæja, gerðu svo vel. Hvað ég vildi mér sagt hafa, ertu langt að kominn ?" Gesturinn anzaði því engu, en fylgdi húsráðanda inn bæjardyragöngin, sem voru löng og dímm. Baðstofan var lítil og hrörleg; fólkið sat við vinnu sína á naglföstum rúmum meðfram veggjun- um. Það voru dætur bónda tvær, upp- komnar, móðir hans gömul og vinnu- maður einn við aldur. „Sælt veri fólkið !" sagði maðurinn. Hann gekk síðan fyrir hvern mann og heilsaði með handabandi. Heimamenn horfðu á hann rannsakandi augum, en báru ekki kennsl á hann. Hann var um fertugt, fremur álitlegur, miðlungi hár, en styrkur að sjá og vel á sig kom- inn. Bjartleitur var hann, en augun dökk og draumsvipul. Hann hafði góð klæði, úr útlendum dúk, en íburðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.