Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 46

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 46
132 HELGAFELL Hláturinn kurraði í gestinum. ,,Jæja,“ sagði hann; ,,finnst þér það, Þórður minn ?“ Bóndi ókyrrðist mjög í sætinu. Hann mundi ekki til þess að hafa nafngreint sig við manninn, en hvernig gat hann þá vitað heiti hans ? Það var eitthvað dularfullt við þennan ferðakarl. Þegar hann horfði á andlit hans frá hlið, þá fannst honum, að hann kannaðist við svipinn. — Þeir þögðu báðir um stund. Svo mælti bóndi í lágum hljóðum; ,,Eh, hérna, hverra manna sagðistu vera ?“ „O, ég er nú kominn af fátæku fólki, eins og gengur. Faðir minn var við búhokur, þangað til hann flosnaði upp og komst á vergang. Síðan hef ég baslað fyrir mér sjálfur.“ ,,Ójá, einmitt það, rétt er. — Heyrðu! Ég hef nú kannski fleiprað við þig fleira en skyldi. Það er ekki vert, að þú hafir það í hámælum á Fossi, því ég vil síður óvingast við Odd. Þetta er í rauninni fyrirmyndar- maður og héraðsstólpi, þó að margt sé um hann hjalað, bæði af mér og öðr- um. En, — sá eiga vill logann rauða, verður reykinn að þola. Hann settist í höfðingjasæti, og höfðingi er hann, engu síður en fyrirrennarar hans. Þó hann sé harðdrægur, þá held ég, að hann breyti eftir beztu samvizku. Það er varla þess vegna, að hann getur ekki sofið á nóttinni.” , .Þjáist hann af svefnleysi ?“ Þórður bóndi glotti. ,,Ójá, honum kvað ganga illa að sofa, karlskepnunni. Og það getur nú svo sem hugsazt, að hann hafi einhvers að minnast, sem heldur fyrir honum vöku, þó að ég viti það ekki. Hann Finnbjörn minn í Tungu elskar hann ekki, þó að hann láti lítið á því bera ; getur svo sem skeð, að hann biðji eitthvað fyrir honum í laumi, því aldrei hef ég séð annað eins hatur í nokkurs manns augum. Og eitt- hvað er það, sem gerir henni Rann- veigu, þegar hún fær móðursýkisköst- in, eða hvað maður á að kalla það, sem að henni gengur!“ ,,Er hún eitthvað veikbyggð ?“ ,,Ekki held ég, að hún þjáist af neinni líkamskröm. En andlega heils- an er víst ekki upp á marga fiska. Það er reynt að breiða yfir þetta eins og hægt er, en sannleikurinn er sá, að konan er naumast með öllum mjalla.“ Gesturinn tæmdi staup sitt og reis á fætur. ,,Guðlaun fyrir mig,“ sagði hann. ,,Og vertu nú sæll!“ Hann tók vingjarnlega í hönd bónda og fór, áður en hann kom fyrir sig fleiri orðum. Það var tunglskin og birta um allar jarðir, köld og friðsæl aðventunótt. Snjórinn marraði undir fótum göngu- mannsins, og þungir frostdynkir rufu kyrrðina stöku sinnum. Á Fossi logaði enn Ijós í mörgum gluggum. í skarðinu yfir bænum gnæfði Nátttröllið við himin, og skein máninn á hrikalega ásjónu þess. Svo var að sjá sem það horfði fyrirlitlega yfir sveitina og glotti við tönn. Þetta var hár og ferlegur steindrangur, er hafði staðið þarna frá frumöldum og var sem í mannslíki að ofanverðu. Ökunni maðurinn nam staðar um stund og horfði á tröllið. Hann hafði óttazt það í bernsku. Og enn fann hann innra með sér minjar geigsins, er fylgt hafði kynslóðunum, sem ólust í skugga þessa steingervings. Kristmann GuSmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.