Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 52

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 52
138 HELGAFELL samkomulagi um tilhögun hans í meg- inatriðum — leikur, sem gat haft í för með sér svipbreytingar og stakkaskipti, en lét ósnortna sjálfa lífskvikuna. En nú, á þessari stundu, varða þau hin æðstu verðmæti; undirstöður menning- arinnar, mannkynshugsjónina sjálfa, þær allsherjarsifjar, er vér nefnum religio — trú. Það skiptir engu, hvort vér köllum samnefnara þessara æðstu verðmæta vorra ,,guð‘\ ,,sannleika“, ,,frelsi" eða ,,réttlæti“, því að allt er þetta eitt og hið sama. Vér getum hik- laust kallað hann ,,lýðræði“, — nafni með trúfjálgum undirómi, er vér grein- um glöggvar nú en nokkru sinni fyrr, þó að eyru vor hafi ef til vill aldrei verið ónæm á hann með öllu. Skiln- ingur manna á stjórnmálum hefur rýmkað og dýpkað í nákvæmlega sama mæli og skilningur þeirra á lýðræði. Þegar vér tölum um ,,lýðræði“ og tjá- um oss fylgja ,,lýðræði“, höfum vér sjaldnast í huga ákveðna stjórnarhætti eða stjórnskipulag — og vel má vera að lýðræðinu sé nokkurra umbóta vant í þeim efnum — heldur eigum vér við það með þessu orði, að vér viðurkenn- um þær trúsifjar mannkynsins, sem nú er barizt um, hvort varðveittar skuli, eða slitnar af hundingjahöndum — við- urkennum sannleika, frelsi og réttlæti sem undirstöður að félags- og stjórn- málalífi voru. Ætti listamaðurinn að láta sig allt þetta einu gilda ? Ætti hann að láta sig engu varða sannleika, frelsi — og rétt- læti ? Því að allt er þetta eitt og hið sama, svo að enn sé áréttað það, sem fyrr var sagt, og sérhvert þessara orða getur komið í stað hvors af hinum. Eru þessi verðmæti of háleit til þess að samrýmast listinni, — slíkur leikur, sem hún er ? Því að vissulega er listin leikur, en furðulega alvörublandinn leikur hlýtur hún að vera, úr því að listamaðurinn — sé hann sannur lista- maður — ver til hennar svo óendan- lega, svo óhóflega mikilli alúð og átök- um. Eitthvað hlýtur að vera skylt með listinni og allri æðri viðleitni og þrá, utan og ofan við skynsemi vora, til þess, sem gott er og fullkomið í sjálfu sér — á annan hátt verður það ekki skýrt né skilið, af hversu djúpri alvöru listamaðurinn helgar sig leik sínum. Orðið ,,góður“ er rúmrar merkingar. Það er notað jöfnum höndum í fagur- fræðilegum og siðfræðilegum skilningi. Það, sem ,,gott“ er frá fagurfræðilegu sjónarmiði, þarf ekki óhjákvæmilega að vera ,,gott“, ef á það er litið frá bæjardyrum siðfræðinnar. En sú þrot- lausa aflraun, sem kostað er til þess, sem ,,gott“ telst af listrænum ástæð- um, er af sömu rótum runnið og ástund- un ,,hins góða“, í trúarbrögðum og siðfræði. Listin er leikur, en hún er táknrænn leikur. Hún er fegursta tákn allrar mannlegrar baráttu til fullkomn- unar, og hvenær, hvar og með hverjum hætti, sem sannleika og frelsi er af- neitað, þröngvað og traðkað, er svo nærri listinni og hverjum heiðarlegum listamanni höggvið, að þar getur hann ekki dregið andann, ekki unað, ekki starfað. Hann á um tvennt að velja . andlega hrörnun eða landflótta. „Ihald“ og öfugbylting. Thomas Mann, höfundur þessa greinarkafla, er nú 67 ára að aldri og hefur dvalið landflótta í Ameríku um margra ára skeið. Hann er Nobelsverð- launaskáld og vafalaust frægasti þýzk- ur rithöfundur, sem nú er á lífi. Hann hefur jafnan verið talinn eitthvert fremsta skáld hinnar ,,borgaralegu“ lífsskoðunar. Werner Marholz, al- þekktur bókmenntafræðingur, segir um hann: ,,Ef til vill er Thomas Mann íhaldssamastur þýzkra rithöfunda í eðli sínu“. Þessi ,,íhaldssemi“ hans kemur og fram í þessum greinarkafla, en með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.