Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 41

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 41
NÁTTTRÖLLIÐ GLOTTIR 127 kvöld, úr þessu, hann Oddur karlinn I Og mér þætti gaman að spjalla dok- unarlítið meira við þig; það er ekki svo oft, að hingað slæðist gestur.“ En maðurinn var ákveðinn í því að halda áfram. Hann kvaddi allt fólkið með handabandi, kyssti gömlu kon- una fyrir matinn og gekk svo til dyra. Bóndi fylgdi honum út á hlaðið. ,,Ég sæki líklega kisturnar mínar á rnorgun,” sagði gesturinn. Síðan stóð hann litla stund hugsi og horfði út í bláinn; því næst spurði hann: ,,Er Oddur á Fossi vel látinn í sveit- inni ? — Eiga hjúin gott hjá honum ?“ Bóndi skotraði til hans augum tor- tryggnislega og saug upp í nefið. Það brá fyrir öðru hverju í svip og látbragði þessa manns einhverju, sem minnti á prest eða yfirvald. ,,Ekki held ég, að hann svelti neinn“, svaraði hann hikandi. ,,Það má hann víst eiga. Hitt mætti segja mér, að þú kæmist seint í álnir af kaupinu, sem hann borgar ! — Nú, og vel látinn ? Um það mætti kannski segja sitt af hverju. Hann er hrepp- stjóri, búinn að vera það í herrans mörg ár, og heldur rysjóttur hefur hann þótt, nokkuð yfirgangssamur líka. Ég segi náttúrlega ekki beint, að hann fari óráðvendnislega með opin- bert fé, en hann gerir engum skila- grein fyrir ráðsmennsku sinni, og þeir eru til, sem halda, að hann hafi ekki tapað á embættinu, fremur en öðru. Hann er ríkur, og hér eru allir aðrir á horleggjunum. Það hefur flestum orðið að leita til hans fyrr eða síðar, þegar þeir voru örbjarga. Og gjöfull er hann ekki við nauðlíðandi fólk; það hefur margur stigið mæðuspor heim að Fossi. Ég hygg, að það megi til sanns vegar færa um hann, er sagt var um afa hans og fyrirrennara, að sá, sem einu sinni fær lán hjá honum, komist aldrei úr skuldum. Guð hjálpi þeim, sem Fossbóndinn hjálpar, sagði gamalt fólk. ..Hvernig komst Oddur yfir Foss- inn ?“ spurði ókunni maðurinn. „Erfði hann jörðina ? Átti Hávarður gamli ekki son á lífi ?“ ,,Ha-a, — Hávarður ?“ át bóndi eft- ir, og það fór um hann ónota uggur. Gesturinn var eitthvað svo út undir sig. Hvernig gat hann vitað nafn gamla mannsins á Fossi ? Var hann gamal- kunnugur í héraðinu ? — ,,MeðaI ann- arra orða,“ sagði hann ísmeygilega, ,,hvers son sagðistu vera ? Ég tók ekki almennilega eftir því áðan.“ ,,Ég kalla mig Árdal,“ svaraði að- komumaðurinn kurteislega. ,,Árdal, nú ?“ Bóndi var jafnnær, og það var enn í honum einhver geig- ur. ,,Hvaðan ertu kynjaður?“ Gesturinn hliðraði sér hjá því að svara spurningunni og sýndi á sér far- arsnið. ,,Ertu gamalkunnugur hérna í sveit- inni ?“ ,,Ekki það ég get talið. Jæja, þá er víst bezt að halda af stað.“ En húsráðanda þótti súrt í broti að láta þennan dularfulla mann ganga sér úr greipum. ,,Heyrðu,“ sagði hann í hálfgerðu fáti. ,,Þú varst að spyrja um, hvernig Oddur hefði fengið Fossinn ! Það er nú saga að segja frá því.“ Og ókunni maðurinn var auðsjáan- lega forvitinn, því hann staldraði við og beið eftir meiru. ,,Eigum við ekki að koma snöggv- ast út í skemmu ?“ sagði Leirubónd- inn þá. „Kannski ég eigi svolitla brjósthlýju. Mig minnir, að það sé ein- hver laggarskratti eftir á kútholunni.“ Gesturinn brosti. ,,Ekki er ég vanur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.