Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 58

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 58
144 HELGAFELL bregðast, sínar sorgir og sína gleði, sínar áhyggj- ur og sína lífsnautn. Höfundurinn lítur ekki niður á þetta fólk, hann aumkar það ekki held- ur, og hann reynir hvorki að gera það að písl- arvottum né hetjum. Hann skýrir aðeins þœr myndir, sem í næmleika bernskuáranna hafa orðið til í huga hans, raðar þeim saman í heild- armynd, er geti sýnt sem gleggst og sannast það fóik, sem hann hefur lifað á meðal, frá því að hann man eftir sér, og þá lífshætti, sem hafa verið þess, en einnig hans. í seinustu myndunum rnætist gamalt og hrörnandi og ungt og gróandi — og yfir hið nöturlega líf, á grárri mölinni, fellur fyrsta skíma upprennandi dags menning- arlegrar sjálfsvitundar alþýðunnar í sjávarþorp- um landsins. Stíllinn á þessari sögu er yfirleitt í samræmi við efni hennar og persónur, eitthvað stuttara- legt og hrjúft og stundum jafnvel kuldalegt í hrynjandi setninganna, en stöku sinnum eins og bregður fyrir bliki af björtum og hlýjum tón veikrar og titrandi viðkvæmni eða ungrar, fálm- andi vonar. Það verður ekki sagt, að glæsileiki sé yfir þess- ari bók. Atburðaröðin er ekki rismikil, stíllinn ekki fjölbreyttur eða litríkur og persónulýsing- arnar ekki gerðar af sérstakri listrænni natni. Og sjálfsagt gæti höfundinum orðið hált á því að skrifa sögu eftir sögu af sama tagi með sama stíl. En þessi saga sýnir okkur samt myndir, sem eru nýjar í íslenzkum bókmenntum, einmitt í öllu sínu sanna látleysi, og það er nýr tónn í rödd höfundarins, grunntónninn í hrynjandi þess nöt- urleika, en þó á sinn hátt tilbreytingaríka lífs, sem íslenzk alþýða hefur lifað á mölinni við sjóinn fyrstu áratugi þessarar aldar — vottur af nýjum og vonglöðum hreimi þess verðanda. Guðmundur Gíslason Hagalin. „Bók handa dónum“ D. H. Lauirence: LADY CHATTER- LEY’S ÁLSKARE. Fritzes. ,,Þau býsn hafa gerzt, að sænskt útgáfufyrir- tæki sendir nú frá sér hina meistaralegu ástar- sögu eftir D. H. Lawrence í þýðingu, sem eigi er aðeins einkar klaufaleg, heldur og freklega limlest. Snilldargildi þessarar skáldsögu er fólg- ið í nöktum og nærfærnum ástalífslýsingum, þar sem aldrei kennir þó neinnar lostaslepju. Þýðandinn hefur fellt úr flest það, sem mest hrífur og heillar í bókinni (á frummálinu), og svo kynlega bregður við, að hinn vanaði texti þýðandans, þar sem djarflegu orðfæri frum- textans er snúið á snurfusað bókmál með klaufalegum krókaskrifum, hefur á sér einhvern dónabrag, er stingur í stúf við þá heilbrigði, sem orkar á lesanda bókarinnar á frummálinu. Slík afskræming á stórbrotnu bókmenntalegu lista- verki ætti að varða við lög. Fredrik Böök, er ritað hefur snjallan formála að þýðingunni, getur naumast hafa vitað um þessa limlestingu á frum- textanum**. Ritdómur þessi er um nýútkomna sænska þýð- ingu á hinni heimsfrægu ástarsögu eftir enska skáldið D. H. Lawrence ,,Lady Chatterley's Lover*, er hefur um skeið gengið undir nafn- inu ,,Bók handa dónum“ í landsmálablaðinu ,,Tímanum“, eftir að kvisazt hafði, að von væri á henni í óstyttri íslenzkri þýðingu eftir einn víðkunnasta rithöfund þjóðarinnar. Ummælin hér að framan birtust í hinu alkunna heimilisblaði sænskra samvinnumanna, rétt fyrir jólin í vetur. Frá ritstjórninni Því miður var prentun þessa heftis svo langt komið, þegar grein sú um Gunnar Gunnarsson, sem boðuð var í síðasta hefti, barst ritstjórninni í hendur, að ekki reyndist rúm fyrir hana, með því að hún var allmiklu lengri en ráð hafði verið fyrir gert. Verður hún því að bíða næsta heftis. — Þar kemur einnig mynd af Sveinbirni Egils- syni, er aldrei hefur verið birt áður. — Saga Kristmanns Guðmundssonar, Nátttröllið glottir, er fyrsti kafli úr nýrri skáldsögu, er hann hefur í smíðum. — Sumarheftinu er ætlað að koma út 20. júlí, og verður það stórt og fjölbreytt að efni. Leiðinleg missögn hefur slæðzt inn í bók- menntabálkinn í síðasta hefti, þar sem vikið er að þýðingu H. K. L. á ,,Vopnum kvöddum“. ,,Hin fræga þýðing“, sem þar er drepið á, er ekki á ,,Not a bit“, heldur á ,,Not a damned thing“, og má því segja, að þýðing H. K. L. sé réttlætanleg, þótt ekki verði frá því fall- ið, að hún hefði mátt vera kurteislegri að meinalausu. Frumtexti og þýðing höfðu ekki verið borin saman á þessum stað, heldur tekin trúanleg endurtekin og óhrakin staðhæfing í blaðaskrifum, sem voru reyndar þannig kynj- uð, að áhöld eru um, hvort oss er minni vanzi að því að hafa lagt trúnað á þau en þótt vér hefðum frumsamið ósannindin sjálfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.