Helgafell - 01.05.1942, Side 58

Helgafell - 01.05.1942, Side 58
144 HELGAFELL bregðast, sínar sorgir og sína gleði, sínar áhyggj- ur og sína lífsnautn. Höfundurinn lítur ekki niður á þetta fólk, hann aumkar það ekki held- ur, og hann reynir hvorki að gera það að písl- arvottum né hetjum. Hann skýrir aðeins þœr myndir, sem í næmleika bernskuáranna hafa orðið til í huga hans, raðar þeim saman í heild- armynd, er geti sýnt sem gleggst og sannast það fóik, sem hann hefur lifað á meðal, frá því að hann man eftir sér, og þá lífshætti, sem hafa verið þess, en einnig hans. í seinustu myndunum rnætist gamalt og hrörnandi og ungt og gróandi — og yfir hið nöturlega líf, á grárri mölinni, fellur fyrsta skíma upprennandi dags menning- arlegrar sjálfsvitundar alþýðunnar í sjávarþorp- um landsins. Stíllinn á þessari sögu er yfirleitt í samræmi við efni hennar og persónur, eitthvað stuttara- legt og hrjúft og stundum jafnvel kuldalegt í hrynjandi setninganna, en stöku sinnum eins og bregður fyrir bliki af björtum og hlýjum tón veikrar og titrandi viðkvæmni eða ungrar, fálm- andi vonar. Það verður ekki sagt, að glæsileiki sé yfir þess- ari bók. Atburðaröðin er ekki rismikil, stíllinn ekki fjölbreyttur eða litríkur og persónulýsing- arnar ekki gerðar af sérstakri listrænni natni. Og sjálfsagt gæti höfundinum orðið hált á því að skrifa sögu eftir sögu af sama tagi með sama stíl. En þessi saga sýnir okkur samt myndir, sem eru nýjar í íslenzkum bókmenntum, einmitt í öllu sínu sanna látleysi, og það er nýr tónn í rödd höfundarins, grunntónninn í hrynjandi þess nöt- urleika, en þó á sinn hátt tilbreytingaríka lífs, sem íslenzk alþýða hefur lifað á mölinni við sjóinn fyrstu áratugi þessarar aldar — vottur af nýjum og vonglöðum hreimi þess verðanda. Guðmundur Gíslason Hagalin. „Bók handa dónum“ D. H. Lauirence: LADY CHATTER- LEY’S ÁLSKARE. Fritzes. ,,Þau býsn hafa gerzt, að sænskt útgáfufyrir- tæki sendir nú frá sér hina meistaralegu ástar- sögu eftir D. H. Lawrence í þýðingu, sem eigi er aðeins einkar klaufaleg, heldur og freklega limlest. Snilldargildi þessarar skáldsögu er fólg- ið í nöktum og nærfærnum ástalífslýsingum, þar sem aldrei kennir þó neinnar lostaslepju. Þýðandinn hefur fellt úr flest það, sem mest hrífur og heillar í bókinni (á frummálinu), og svo kynlega bregður við, að hinn vanaði texti þýðandans, þar sem djarflegu orðfæri frum- textans er snúið á snurfusað bókmál með klaufalegum krókaskrifum, hefur á sér einhvern dónabrag, er stingur í stúf við þá heilbrigði, sem orkar á lesanda bókarinnar á frummálinu. Slík afskræming á stórbrotnu bókmenntalegu lista- verki ætti að varða við lög. Fredrik Böök, er ritað hefur snjallan formála að þýðingunni, getur naumast hafa vitað um þessa limlestingu á frum- textanum**. Ritdómur þessi er um nýútkomna sænska þýð- ingu á hinni heimsfrægu ástarsögu eftir enska skáldið D. H. Lawrence ,,Lady Chatterley's Lover*, er hefur um skeið gengið undir nafn- inu ,,Bók handa dónum“ í landsmálablaðinu ,,Tímanum“, eftir að kvisazt hafði, að von væri á henni í óstyttri íslenzkri þýðingu eftir einn víðkunnasta rithöfund þjóðarinnar. Ummælin hér að framan birtust í hinu alkunna heimilisblaði sænskra samvinnumanna, rétt fyrir jólin í vetur. Frá ritstjórninni Því miður var prentun þessa heftis svo langt komið, þegar grein sú um Gunnar Gunnarsson, sem boðuð var í síðasta hefti, barst ritstjórninni í hendur, að ekki reyndist rúm fyrir hana, með því að hún var allmiklu lengri en ráð hafði verið fyrir gert. Verður hún því að bíða næsta heftis. — Þar kemur einnig mynd af Sveinbirni Egils- syni, er aldrei hefur verið birt áður. — Saga Kristmanns Guðmundssonar, Nátttröllið glottir, er fyrsti kafli úr nýrri skáldsögu, er hann hefur í smíðum. — Sumarheftinu er ætlað að koma út 20. júlí, og verður það stórt og fjölbreytt að efni. Leiðinleg missögn hefur slæðzt inn í bók- menntabálkinn í síðasta hefti, þar sem vikið er að þýðingu H. K. L. á ,,Vopnum kvöddum“. ,,Hin fræga þýðing“, sem þar er drepið á, er ekki á ,,Not a bit“, heldur á ,,Not a damned thing“, og má því segja, að þýðing H. K. L. sé réttlætanleg, þótt ekki verði frá því fall- ið, að hún hefði mátt vera kurteislegri að meinalausu. Frumtexti og þýðing höfðu ekki verið borin saman á þessum stað, heldur tekin trúanleg endurtekin og óhrakin staðhæfing í blaðaskrifum, sem voru reyndar þannig kynj- uð, að áhöld eru um, hvort oss er minni vanzi að því að hafa lagt trúnað á þau en þótt vér hefðum frumsamið ósannindin sjálfir.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.