Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 20

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 20
108 HELGAFELL bands verkamanna, og Wickström, þótt þeir Kefðu ekkert til saka unnið. Var þetta óhæfuverk framið í þeim eina til- gangi að ógna verkamönnum, svo að þeir tækju upp vinnu sína aftur. Morð- in vöktu feikna gremju, m. a. í Sví- þjóð. Þar kom samúð með Noregi mjög skýrt í ljós við þetta tækifæri. Viggo Hansteen var gáfaður lögfræð- ingur, hugsjónamaður, vinsæll og mik- ils metinn. Hann var frændi hershöfð- ingjans Wilhelms Hansteens og átti ætt að telja til hins fræga stjörnufræð- ings Christophers Hansteens. Um sömu mundir var rektor háskól- ans í Osló, dr. Seip, settur frá embætti og skömmu síðar fluttur í fangabúðir. Þar dvelja nú nokkrir aðrir prófessorar auk hans. Meðferðin á Seip, er hann var settur í myrkrastofu um mánaðar- tíma, er eitt af þeim aíbrotum Þjóðverja í Noregi, sem sætt hefur fordæmingu meðal allra heiðvirðra manna. Þann 1. febrúar 1942 gerðu Þjóð- verjar þá breytingu á stjórn Noregs, að QUISLING OG Quisling var skipaður MERKI HANS forsætisráðherra. Fór valdataka hans fram með hátíðlegri athöfn í Akershusvirki. Auðvitað verð- ur hann í öllum aðalatriðum að stjórna landinu eftir óskum og fyrirskipunum hinna þýzku yfirboðara sinna. En það er samt að koma í Ijós í Noregi eins og víðar, að innlendur harðstjóri er jafn- vel enn grimmari í atferli sínu en er- lendir valdránsmenn. Að þýzkum sið hefur Quisling viljað láta norsku þjóðina dýrka sig sem ,,leiðtoga“. Þær tilraunir hafa með öllu mistekizt. A ýmsan hátt hefur Quisling reynt að stæla þjóðhöfðingja, m. a. hefur hann látið prenta frímerki með mynd af sér. Til greiðslu á burð- argjaldi gildir þetta frímerki 20 aura, en kostar þó kaupandann 50 aura, og er 30 aura álagningin ætluð til styrkt- ar flokksstarfsemi quislinganna. Talan 30 virðist hafa einkennilegt aðdráttar- afl á svikara, enda hefur frímerkið hlotið nafnið Júdasarmerkið. Minnir ÓGÆFUSAM- þessi nafngift á hina ASTA SKÁLDIÐ beizku fyndni um aldurhnigna stórskáldið Knut Ham- sun, sem hefur valdið þjóð sinni þeirri sorg að skipa sér í röð svikaranna: Hann hefur ánafnað Þjéðverjum ,,Gróður jarðar“ og ,,Viktoríu“, en Norðmönnum ,,Sult“. Svo sem nærri má geta, lætur ekki maður af Quislings tagi sér nægja, að vera aðeins leiðtogi Noregs. Hann vill drottna yfir öllum þeim löndum, sem hann telur, að lotið hafi yfirráðum norskra víkinga í fyrndinni, og er ís- land meðal þeirra og allverulegur hluti Bretlandseyja. Kemur þetta stefnu- skráratriði Quislings undarlega fyrir sjónir þegar þess er gætt, að hér á sá hlut að máli, er gerzt hefur landráða- maður og af fúsum vilja hlýðir boði og banni erlendra yfirboðara, sem þjaka norsku þjóðina. Það var von að sú skoðun kæmi fram, að Quisling, flokk- ur hans og stefnuskrá, væri rannsókn- arefni, sem frekar ætti heima á sviði læknisfræði en stjórnvísinda. MENNINGAR- Quisling hefur nýlega VÖRN KLERKA gert róttækar ráðstaf- OG KENNARA anir til þess að ala æsku Noregs upp í anda nazismans. Öllum unglingum á aldrinum 10—18 ára er fyrirskipað að ganga í nazistisk æskulýðsfélög og kennurum lögð sú skylda á herðar að haga kennslu sinni samkvæmt boði hinna nýju valdhafa. Gegn þessu áformi leppstjórnar Quislings hófu prestar Noregs og kenn- arar kröftug mótmæli. Sambúðin milli biskupa landsins og quislinganna var áður orðin erfið, en er uppeldismálið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.