Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 32

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 32
118 HELGAFELL (í reyndinni er þetta þýtt svo: leggið stund á hin latnesku dæmin, nótt og nýtan dag) — en þýðingarnar úr þessu verða þó oft hnoð. Hér vantar sam- ræmi, þó að ýmislegt af þessu sé gott í sjálfu sér. Og svo gerist breyting, gagngerð breyting. Hún gerist ekki með því móti, að strengir hljóðfærisins séu slitnir burtu og aðrir settir í staðinn, held- ur með því að það er stillt upp að nýju, alveg og gjörsamlega. Og nú kveða þeir svo eðlilega hver við annan. Þjóðin hefur aftur öðlazt stíl. Þetta ger- ist ekki í einu, og það er ekki eins manns verk. En einn aðalmaðurinn í því verki er Sveinbjörn Egilsson. Fyrirmyndirnar, sem veita uppörvun, eru hinar sömu og hjá þeim Egg- ert; aðeins er útlendur kveðskapur samtímans nú af nokkuð öðrum anda, hann er innblásinn af rómantísku stefnunni. En áreiðanlega hefur hún haft meiri áhrif á aðra menn en Sveinbjörn Egilsson. Það sem hér er mergur málsins er, að nú er komið hið leyndardómsfulla ástand, sem ekki verður lýst betur með öðru en orðum Biblíunnar um fyllingu tímans. III. Sveinbjörn Egilsson er einn af brautryðjendum íslenzkra vísinda. Orða- bók hans yfir skáldamálið er að öllu samanlögðu eitthvert mesta vísinda- afrek, sem unnið hefur verið á íslandi. Skýringar hans á kveðskap fornskálda er undirstaða allrar síðari túlkunar hans. En ekki er þó öll sagan sögð með því. Svo rammt er að kveðið, að síðasti útgefandi Heimskringlu (svo að nefnt sé dæmi) tekur skýringar Sveinbjarnar oft fram yfir allt það, sem aldar rannsókn hefur lagt til málanna til að bæta um verk hans og komast fram úr honum ! Sveinbjörn ann dróttkvæðunum gömlu, í meðferð þeirra birtist lær- dómur hans, en innblástur fær hann fyrst og fremst frá Eddukvæðunum, eins og margir íslenzkir samtíðarmenn hans. Og þar gat að líta skáldskap og bragarháttu, sem sprottið var beint upp úr því máli, sem það var ort á, var fullkomlega samræmt anda þess og ein- kennum. Aldrei hefur svo stílhreinn og eðlilegur kveðskapur verið skapaður á lslandi sem þau. Það var dýrt, þegar Islendingar tóku upp rímaða háttu á 14. öld; það auðgaði kveðskapinn fjarska mikið, en það sleit sundur eðlis- bönd máls og bragarháttar og gerði málið að undirlægju háttarins. Og móti því óeðli, sem hvergi sést betur en í kveðskap 18. aldar, beindist viðreisn kveðskaparins á 19. öld. Á líkan hátt verður hið styrka, en einfalda mál fornsagnanna fyrirmynd óbundins máls. Einnig þar hafði þjóðin forðum öðlazt stíl, sem var sam- ræmur tungunni og fullkominn í sinni röð. Menn halda áfram baráttunni við guðsorðabókamál og kansellístíl 18. aldar, ekki fyrst og fremst með því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.