Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 19

Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 19
FRELSISSTRÍÐ NORÐMANNA 107 vopnum, er á enda, en nú hefst ný styrjöld um lífsstefnur, siðu og skap- gerð. Vér skulum gefa gestum vorum (Frökkum) myndir af tryggð við ætt- jörð og vini, ósveigjanlegu réttlæti og skyldurækni, og þær myndir skulu þeir fá að vinargjöf handa heimilum sínum, er þeir munu vitja að nýju, þótt seint verði. Gætum þess að koma þeim ekki til að fyrirlíta oss. Ekkert stuðlar frem- ur að því en að láta bera á öfgakennd- um ótta við þá eða leggja niður venj- ur vorar og keppast við að taka upp siði þeirra“. Þau undur hafa nú gerzt, að á ann- arri öld eftir að Fichte mælti þessi sf- gildu orð til hertekinna þjóða, tóku landar hans Ronald Fangen fastan fyr- ir þær sakir einar að minna norsku þjóðina á þau. Ymsar sögur ganga um meðferð þá, er Fangen sætti í fangels- inu. Og víst er um það, að hann var þaðan fluttur sjúkur til spítalavistar. ÖVERLAND Þær aðstæður, sem OG KIRKJAN Norðmenn áttu nú við að búa, urðu að því leyti til góðs, að öll þjóðin, að fáeinum svikurum und- anteknum, skipaði sér í eina fylkingu og tók öll innlend deilumál af dagskrá. Skömmu eftir að stríðinu í Noregi lauk, gerðu þingflokkarnir samþykkt um að láta niður falla allan flokkakrit og standa saman í baráttunni fyrir frelsi landsins og þjóðarréttindum. Menn, sem höfðu haft hinar sundurleitustu lífsskoðanir, standa nú hlið við hlið. Skal hér nefnt eitt táknrænt dæmi: Á minningarguðsþjónustu Norðmanna í dómkirkju Reykjavíkur, þann 9. apríl 1942, las hinn norski prestur upp kvæði eftir skáldið Arnulf Overland, er nú dvelur í þýzkum fangabúðum. Kvæðið fjallaði um afstöðu Norð- manna til hernaðar og til hemámsins þýzka. Voru áheyrendur djúpt snortn- ir af hinni einföldu fegurð þess og inni- leika. Margt hefði þótt sennilegra áður fyrr en að kvæði eftir þann mann, er eitt sinn orti: ,,Stryk Kristenflagget av din stang og heis det, rent og rött“ skyldi vera lesið við norska guðsþjón- ustu. Á neyðartímum föðurlandsins hefur það komið í Ijós, að hugsjónir norskrar kirkju og Överlands geta stefnt að sama marki. í bók sinni ,,Norway neutral and invaded getur Halvdan Koht um það, að ljóð, nefnt ,,We will endure to the end“, eftir eitt þekktasta skáld Noregs, hafi haft mikil áhrif á norsku þjóðina og eflt viðnámsþrótt hennar. Má telja víst, að Koht hafi þar átt við kvæðið : ,,Vi overlever alt“. Hér fylgja tvö er- indi þess: Várt folk gir aldri tapt. I nöd blir hjertet prövet, og navnlös dád blir övet, pány blir samhold skapt. I bygd og by, pá öy og grend er hver mann nabo, frende, venn; de gir hverandre hánden, vi sees snart igjen. Om mange av oss falt og flere fölger efter, sá har vi indre krefter. Vi overlever alt. Vi har en hellig seierstro, den gir oss tálsomhet og ro: Vi vet at ánd er evig, og liv vil altid gro. Arnulf Överland dvelur nú í þýzkum fangabúðum. Á öðrum vetri hernámsins færðist harðýðgi Þjóðverja í garð Norðmanna mjög í aukana. í septembermánuði 1941 hófst verkfall í Osló. Þjóðverjar bönnuðu þá verkalýðssamtökin og létu skjóta tvo verkamannaforingja, þá Hansteen, lögfræðiráðunaut landssam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.