Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 27

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 27
Stefán Jóh. Stefánsson: Norðmenn og íslendingar Hann gleymist vafalaust aldrei á Norðurlöndum, dagurinn 9. apríl 1940. Þann dag var ráðizt með óvígum her að tveimur friðsömum og farsælum þjóðum, Dönum og Norðmönnum. Vígstaða Dana var þannig, að þjóðin sá þann kost vænstan að veita ekki viðnám. Með samningum varð því bjarg- að, sem unnt var, þótt svo færi sem marga grunaði, að illa yrðu þeir samn- ingar haldnir af árásarríkinu. En enginn mun þess umkominn með réttu að álasa Dönum fyrir afstöðu þeirra. Norðmenn gripu til vopna. Þeir voru illa viðbúnir og áttu að etja við ofurefli liðs, er svikizt hafði að þeim, rofið öll grið og nýendurteknar yfir- lýsingar. Árásin á Noreg er hvort tveggja í senn, hin átakanlegasta harmsaga og hin fegursta frægðarsaga. Hún lýsir fáheyrðu ofbeldi, hrottalegri kúgun, grimmd þess siðlausa hugarfars, sem nú hefur farið eldi um mestan hluta meginlands Evrópu. Samtímis því lýsir hún, svo að af ber, frelsisást, fórn- arlund og hetjuhug fámennrar, en mikillar menningarþjóðar. En þessi saga verður ekki rakin hér. Það hefur þegar verið gert, er raunar daglega gert, og mun þó gert nákvæmar og minnisstæðar síðar, er afrek hinna fjölmörgu þekktu og óþekktu hermanna Noregs í þessu frelsisstríði verða talin og skráð til varðveizlu um ókomnar aldir. Það verður ógleymanleg saga manna, er voru í senn umkomulausir og ósigrandi, — manna, sem barizt hafa á víg- völlum heima og erlendis, á sjó, á landi og í lofti, vopnaðir og vopnlausir, innan dyra og utan, í þögn og háreysti, einmana og sameinaðir. * * * Það er stundum talað um norrœnan anda. Og það er vissulega ekki ófyrirsynju. Sá andi hefur einkennzt af sérstæðri norrænni menningu, nor- rænu lýðræði og norrænni frelsisást, sem á sér söguleg tákn í lífi, athöfnum og ljóðum. Þegar íslendingar börðust fyrir fullveldi sínu við Dani, sem þá þóttu tregir og skammta smátt, kvað Stephan G. Stephansson við raust vest- ur undir Klettafjöllum: GlaSur vildi ég vera frjáls, vita ei mat til nœsta máls, heldur en Vera œti orÖinn úti við döns\u náðarborðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.