Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 38

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 38
Kristmann Guömundsson: Nátttröllið glottir Það var lítil dugga á sveimi spölkorn undan landi. Vindur var hægur og lægði, er leið á daginn. Er birtu brá, var komið stillilogn. Rökkur færðist í fjallskörð og hlíðar, og þokuslæður drógust yfir láglendið. Sjór varð gljásléttur, þegar lygndi, en undiraldan vaggaði skipinu lítið eitt. A þilfarinu voru nokkrir menn; þeir skutu niður báti og létu tvær miklar kistur síga ofan í hann. Einn þeirra fylgdi kistunum eftir, ýtti frá, tók til ára og réri áleiðis til strandar. Þetta var í desembermánuði og skammt myrkra á milli. En himinn var heiður, og tunglið kom upp litlu fyrr en aldimmt var orðið. Þá lagði maður- inn í bátnum inn árarnar, sneri sér við á þóftunni og litaðist um. Næsti bærinn á ströndinni hét Leira, og var þangað stundarfjórðungs róður. Sá í dökkt flæðarmálið, en sveitin öll lá undir hjarnfreða; voru þar miklir mýrarflákar, stráðir ásum, holtum og klettadrögum. Ár margar og lækir runnu um flóana til sjávar, en nú var allt hulið snæ. Ofan við sveitina risu kaldranaleg og svartgljúfruð fjöll, bjart- ir tindar, dimmir hamragarðar, gilja- flug og skörð. f austur og suðaustur- átt lágu mjallsveiptar, fölvar fjallarað- ir, óralangt út í buskann. En í vestrinu stóð jökullinn, ægihvítur á myrkum, brimþvegnum grunni. Landslagið var margháttað, en hörkulegt, og yfir því hvíldi tign auðnar og þagnar. Maðurinn horfði hálfluktum augum til lands. — ,,Fosshreppur“, tautaði hann fyrir munni sér og endurtók það nokkrum sinnum. Ljósufjöll gnæfðu bláskyggð eins og gamalt silfur í tunglsljósinu, — Skyrtunna, Hafurs- fell, Rauðakúla, Elliðahamar, — nöfn, sem í huga hans áttu sér tregamildan hljóm þjóðlagsins. Og þarna stóð ,,Nátttröllið enn í skarðinu yfir Fossi! Maðurinn varp öndinni á þann hátt, sem títt er að þungri þraut lokinni, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.