Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 30

Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 30
Einar Ól. Sveinsson: Sveinbjörn Egilsson 150 ára minning I. Á síðastliðnu ári var hálf önnur öld frá því að Sveinbjörn Egilsson fæddist, og Sveinbjörn kemur það mikið við sögu í viðreisn íslenzkra bók- mennta, að hann á meira en skilið, að afmælis hans sé svolítið minnzt. Sveinbjörn var ekki gefinn fyrir að trana sér fram eða ganga í augun, og það er líka eins og einhver hula sé yfir verkum hans í endurminningunni. Bjarni og Jónas eru þjóðfrægir af einni bók hvor, og þeir munu halda áfram að vera það, meðan tunga þeirra er töluð í þessu landi. Hverjum manni eru ljós afrek þeirra, í huga manna skína þeir eins og skærar stjörnur. Allir hafa heyrt Sveinbjarnar Egilssonar getið, vita, að þjóðin á honum mikið að þakka, og þó má vera, að mönnum standi ekki verk hans skýrt fyrir hug- skotssjónum. Var hann kannske einn þeirra, sem aldrei gera neitt og fá þess vegna á sig ógnarlegt gáfnaorð ? Það var eitthvað annað. Frá hans hendi er til eitt bindi af kvæðum, i 1 bindi latneskra þýðinga af íslenzkum fornritum; mikið af útgáfum: hann gaf út Snorra-Eddu, átti þátt í fyrstu út- gáfu Sturlungu og Fornmannasögum; hann gaf út Ólafs drápu Tryggvason- ar, Placidus-drápu, Harmsól, Leiðarvísan, Heilags anda vísur, Haustlöng og Þórsdrápu með vönduðum skýringum, hann gerði skýringar á öllum vís- um í 12 bindum Fornmannasagna og fjölmörgum íslendingasögum, og hann samdi orðabók yfir hið fornnorræna skáldamál. Hann þýddi bæði Ilíons- kviðu og Odysseifskviðu Hómers á óbundið mál, en þar að auki mikinn hluta Odysseifskviðu á bundið mál. Öll þessi rit hafa verið prentuð. En auk þess er margt óprentað frá hans hendi, þar á meðal brot af þýðingum 16 grískra rita (og þau eru m. a. eftir menn eins og Platón, Æskýlos, Lúkían og Plútark). Ekki er enn allt upp talið. Sveinbjörn var guðfræðingur að námi, og þýddi hann 18 af ritum biblíunnar úr hebresku. (Fyrir það og önnur vís- indastörf hlaut hann doktorsnafnbót — ekki, eins og hefði mátt vænta, af Hafnarháskóla, heldur af háskóla í Breslau í Þýzkalandi.) Sveinbjörn Egilsson var því miklu heldur stórvirkur en hitt, en var hann þá, ef til vill, hroðvirkur ? Því fer fjarri, hvert verk hans er öðru betur af hendi leyst. Hulan yfir honum í huga almennings stafar af öðrum, mjög skilj-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.