Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 43

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 43
NÁTTTRÖLLIÐ GLOTTIR 129 fyrir ekki. Og hjáleiguna átti hún sjálf, hafði fengið hana í móSurarfinum. Þau héldu uppteknum hætti, BárSur og hún, allt þangað til hún fór í ána, hvernig sem það hefur nú borið til. Menn vissu, að þau voru saman kvöld- ið, sem hún drukknaSi, og að þeim sinnaðist eitthvað. Hún hafði komið að Lóni um miðjan dag. Skáldi var þá orðinn ekkjumaður og baslaði einn með krakkana, en í rökkurbyrjun fylgdi hann henni upp eftir, og smala- maður, sem hitti þau, bar það fyrir réttinum, að þau hefðu verið að kýta, og þungt í báðum. Hún kom aldrei heim úr því ferðalagi, en líkið fannst rekið á eyri við ána skömmu síðar. ÞaS varð langur málarekstur út úr þessu. Gamli maðurinn á Fossi aetlaði víst ekki að hleypa skáldinu úr möskva í þetta sinn; það var sagt, að málið hefði kostað hann fleiri hundruð dali. En Bárður varð aldrei uppvís að ó- dæði; hann var sleipur og slapp, enda einn til sagna um viðskipti sín og kven- mannsins. Síðar flosnaði hann upp og fór á vergang. Hávarður dó um líkt leyti. Sonur hans settist í búið og var talinn smámenni, en þó óbilgjarn. Hann sölsaði undir sig arfinn eftir systur sína og lét sveitina borga með barninu hennar. Ekki var hann neinn auðnumaður; honum gekk flest and- hælis, og seinast drukknaði hann í Fossá, fullur. Oddur ólst upp í hjáleigunni og varð snemma mesta gróðamús. Hann safn- aSi hagalögSum og smíSaSi spæni, seldi þá fyrir glysvarning og okraSi svo aftur á honum. Gamli faktorinn í TóttakaupstaS fékk vild til hans; þaS var barnlaus sveinkarl og sjálfur slung- inn í fjármálabrellum. Oddur fór aS Tóttum þegar eftir að hann var fermd- ur. ÞaS er haldiS, aS faktorinn hafi lán- aS honum fé til framkvæmda og styrkt hann á ýmsan hátt, því þaS var ekki einleikið, hvað hann auðgaðist fljótt. Hann átti tvö sexmannaför á sjó tvítug- ur! Ég er að minnsta kosti alveg viss um, að karlinn hefur nestað hann fyrir uppboðið á Fossi." ,,Svo Fossinn komst þá undir ham- arinn aS lokum ?" ,,Ha ? Já, þaS held ég. Þegar sonur HávarSar dó, varS jörSin og búiS eign systur hans gamallar, sem bjó úti í kóngsins Kaupinhafn og lét selja allt saman. IVIér er hann minnisstæSur, dagurinn sá! Þetta var um skildaga- leytiS og rumbungsveSur; vindurinn hvein eitthvaS svo horngrýti ömurlega uppi í skarSinu, en svartmari yfir fló- anum og dimmdi á jökulinn. UppboSs- haldarinn var drukkinn, og heyrSist illa til hans, en Oddur og faktorinn stóSu hiS næsta honum, og oftast var búiS aS slá Oddi, áSur en menn vissu, hvaS veriS var aS selja! ÞaS var eitthvert bölvaS laumuspil í þessu öllu og senni- lega ólöglegt, ef þaS hefSi veriS skoSaS niSur í kjölinn. En sýslumaSurinn og faktorinn voru brjóstvinir, og það hent- aði ekki bændaskaufum að ganga í berhögg við réttvísina á þeim tímum, fremur en nú. Já, það fór margt fyrir lítið, daginn þann, bæði laust fé og gangandi! Búið lenti mestallt hjá Oddi. Og svo kom nú að því, að sjálf jörðin var boðin upp, ættaróðalið gamla! Um það leyti var víst byrjað að síga í suma, og Oddur var ekki einn um boðið lengur. Þeir háðu snarpa hríð, Finnbjörn í Tungu og hann. For- eldrar Finnbjarnar voru velstands- manneskjur, en auk þess var hann heitbundinn Rannveigu Eldjárnsdótt- ur, sem talin var beztur kvenkostur í héraðinu. Faðir hennar var sagSur auS- ugur, enda bæSi ásælinn og kvikinzk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.