Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 44

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 44
130 HELGAFELL ur; hann skal hafa krafizt þess, að Finnbjörn keypti Foss, og ætlað að lána honum peninga í því skyni. Nú, Oddur lét sér heldur hægt í fyrstu. En þegar Finnbjörn var búinn að bíta hina af sér og enginn bauð lengur á móti honum, þá hækkaði Oddur boðið um fimmtíu dali. Ég tók eftir svipnum á honum, þegar hann leit til uppboðshaldarans, og mig grunaði þá, að eitthvað byggi undir. Og viti menn! Þegar Finnbjörn var kominn upp í fimmtán hundruð dali, — því hann ætlaði svo sem ekki að láta sig, enda var það gjafverð fyrir jörðina, — þá snýr uppboðshaldarinn sér allt í einu að honum og spyr ósköp vingjarn- lega, hvort hann viti, að kotið eigi að borgast við hamarshögg ? Ég man enn, að þá glotti Oddur! En Finnbjörn varð æfur; hann var hár í loftinu þá, þó hann sé farinn að hafa í lægri nótunum núna. Hann sagði beint upp í opið geð- ið á yfirvaldinu, að það færi með svik og pretti. Það var nú almennt álitið, að sýsli væri samvizkuliðugur, en hann kunni líka að beita lagakrókunum og lét ekki ánytja sig. Hann svaraði Finn- birni engu öðru en því, að hann tók úr pússi sínum bréf, er hann kvað vera frá systur Hávarðar heitins, og í því stóð, svart á hvítu, að veita mætti venjulegan gjaldfrest á lausafé búsins, en jörðina fengi sá einn, er gæti snar- að andvirðinu á borðið ! Með því vildi kerlingin fyrirbyggja, að ættaróðalið kæmist í hendurnar á einhverjum, sem ekki gæti setið það með rausn og prýði. Uppboðshaldarinn stakk bréfinu í vasa sinn, þegar hann var búinn að lesa þennan kafla úr því, og spurði síðan nokkuð kankvíslega, hvort Finnbjörn stæði við boð sitt á þessum grundvelli ? Hann varð eilítið rotinpútulegur í framan, Finnbjörn, blessaður sauður- inn. í sama bili hækkaði Oddur enn boðið. Þá spurði Finnbjörn háðslega, hvort niðursetningurinn úr hjáleigunni gengi með fimmtán hundruð dali á sér ? Þeim hefur víst fundizt þetta smellið, sveitungunum hans gömlu, því það varð almennur hlátur. Sýsli beið á meðan hávaðinn var mestur. En svo segir hann allt í einu: „Fimmtán hundruð og tíu dalir boðnir. Fyrsta, annað og þriðja sinn !" Og sló Oddi Foss! Finnbjöm áttaði sig ekki á þessu fyrr en um seinan; þá æpti hann eitthvað og barði saman hnefunum. En það heyrði enginn til hans, því rétt í þessu gekk Oddur að uppboðsborðinu með gilda skinnsál í hendinni. Hann leysti frá opinu í hægðum sínum og hellti úr henni á borðið. Og hvað heldurðu, að hafi verið í sálinni ? Silfur, karl minn, silfurdalir, mótuð kóngsins mynt allt saman! Við höfðum aldrei séð aðra eins fúlgu fyrr; það var ekki laust við, að við teygðum fram álkuna; það var eins og manni væri lofað að skyggnast inn í himnaríki! Ég gleymi því ekki meðan ég lifi. Hún Rannveig Eldjárns- dóttir stóð við hliðina á honum Finn- birni; hún þótti álitsfríður kvenmað- ur í þann tíð, og sópar raunar að henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.