Helgafell - 01.05.1942, Page 44

Helgafell - 01.05.1942, Page 44
130 HELGAFELL ur; hann skal hafa krafizt þess, að Finnbjörn keypti Foss, og aetlað að lána honum peninga í því skyni. Nú, Oddur lét sér heldur hægt í fyrstu. En þegar Finnbjörn var búinn að bíta hina af sér og enginn bauð lengur á móti honum, þá hækkaði Oddur boðið um fimmtíu dali. Ég tók eftir svipnum á honum, þegar hann leit til uppboðshaldarans, og mig grunaði þá, að eitthvað byggi undir. Og viti menn ! Þegar Finnbjörn var kominn upp í fimmtán hundruð dali, — því hann ætlaði svo sem ekki að láta sig, enda var það gjafverð fyrir jörðina, — þá snýr uppboðshaldarinn sér allt í einu að honum og spyr ósköp vingjarn- lega, hvort hann viti, að kotið eigi að borgast við hamarshögg ? Ég man enn, að þá glotti Oddur ! En Finnbjörn varð æfur; hann var hár í loftinu þá, þó hann sé farinn að hafa í lægri nótunum núna. Hann sagði beint upp í opið geð- ið á yfirvaldinu, að það færi með svik og pretti. Það var nú almennt álitið, að sýsli væri samvizkuliðugur, en hann kunni líka að beita lagakrókunum og lét ekki ánytja sig. Hann svaraði Finn- birni engu öðru en því, að hann tók úr pússi sínum bréf, er hann kvað vera frá systur Hávarðar heitins, og í því stóð, svart á hvítu, að veita mætti venjulegan gjaldfrest á lausafé búsins, en jörðina fengi sá einn, er gæti snar- að andvirðinu á borðið ! Með því vildi kerlingin fyrirbyggja, að ættaróðalið kæmist í hendurnar á einhverjum, sem ekki gæti setið það með rausn og prýði. Uppboðshaldarinn stakk bréfinu í vasa sinn, þegar hann var búinn að lesa þennan kafla úr því, og spurði síðan nokkuð kankvíslega, hvort Finnbjörn stæði við boð sitt á þessum grundvelli ? Hann varð eilítið rotinpútulegur í framan, Finnbjörn, blessaður sauður- inn. í sama bili hækkaði Oddur enn boðið. Þá spurði Finnbjörn háðslega, hvort niðursetningurinn úr hjáleigunni gengi með fimmtán hundruð dali á sér ? Þeim hefur víst fundizt þetta smellið, sveitungunum hans gömlu, því það varð almennur hlátur. Sýsli beið á meðan hávaðinn var mestur. En svo segir hann allt f einu: „Fimmtán hundruð og tíu dalir boðnir. Fyrsta, annað og þriðja sinn!‘* Og sló Oddi Foss ! Finnbjörn áttaði sig ekki á þessu fyrr en um seinan; þá æpti hann eitthvað og barði saman hnefunum. En það heyrði enginn til hans, því rétt í þessu gekk Oddur að uppboðsborðinu með gilda skinnsál í hendinni. Hann leysti frá opinu í hægðum sínum og hellti úr henni á borðið. Og hvað heldurðu, að hafi verið í sálinni ? Silfur, karl minn, silfurdalir, mótuð kóngsins mynt allt saman! Við höfðum aldrei séð aðra eins fúlgu fyrr; það var ekki laust við, að við teygðum fram álkuna; það var eins og manni væri lofað að skyggnast inn í himnaríki! Ég gleymi því ekki meðan ég lifi. Hún Rannveig Eldjárns- dóttir stóð við hliðina á honum Finn- birni; hún þótti álitsfríður kvenmað- ur í þann tíð, og sópar raunar að henni

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.