Helgafell - 01.05.1942, Side 52

Helgafell - 01.05.1942, Side 52
138 HELGAFELL samkomulagi um tilhögun hans í meg- inatriðum — leikur, sem gat haft í för með sér svipbreytingar og stakkaskipti, en lét ósnortna sjálfa lífskvikuna. En nú, á þessari stundu, varða þau hin æðstu verðmæti; undirstöður menning- arinnar, mannkynshugsjónina sjálfa, þær allsherjarsifjar, er vér nefnum religio — trú. Það skiptir engu, hvort vér köllum samnefnara þessara æðstu verðmæta vorra ,,guð‘\ ,,sannleika“, ,,frelsi" eða ,,réttlæti“, því að allt er þetta eitt og hið sama. Vér getum hik- laust kallað hann ,,lýðræði“, — nafni með trúfjálgum undirómi, er vér grein- um glöggvar nú en nokkru sinni fyrr, þó að eyru vor hafi ef til vill aldrei verið ónæm á hann með öllu. Skiln- ingur manna á stjórnmálum hefur rýmkað og dýpkað í nákvæmlega sama mæli og skilningur þeirra á lýðræði. Þegar vér tölum um ,,lýðræði“ og tjá- um oss fylgja ,,lýðræði“, höfum vér sjaldnast í huga ákveðna stjórnarhætti eða stjórnskipulag — og vel má vera að lýðræðinu sé nokkurra umbóta vant í þeim efnum — heldur eigum vér við það með þessu orði, að vér viðurkenn- um þær trúsifjar mannkynsins, sem nú er barizt um, hvort varðveittar skuli, eða slitnar af hundingjahöndum — við- urkennum sannleika, frelsi og réttlæti sem undirstöður að félags- og stjórn- málalífi voru. Ætti listamaðurinn að láta sig allt þetta einu gilda ? Ætti hann að láta sig engu varða sannleika, frelsi — og rétt- læti ? Því að allt er þetta eitt og hið sama, svo að enn sé áréttað það, sem fyrr var sagt, og sérhvert þessara orða getur komið í stað hvors af hinum. Eru þessi verðmæti of háleit til þess að samrýmast listinni, — slíkur leikur, sem hún er ? Því að vissulega er listin leikur, en furðulega alvörublandinn leikur hlýtur hún að vera, úr því að listamaðurinn — sé hann sannur lista- maður — ver til hennar svo óendan- lega, svo óhóflega mikilli alúð og átök- um. Eitthvað hlýtur að vera skylt með listinni og allri æðri viðleitni og þrá, utan og ofan við skynsemi vora, til þess, sem gott er og fullkomið í sjálfu sér — á annan hátt verður það ekki skýrt né skilið, af hversu djúpri alvöru listamaðurinn helgar sig leik sínum. Orðið ,,góður“ er rúmrar merkingar. Það er notað jöfnum höndum í fagur- fræðilegum og siðfræðilegum skilningi. Það, sem ,,gott“ er frá fagurfræðilegu sjónarmiði, þarf ekki óhjákvæmilega að vera ,,gott“, ef á það er litið frá bæjardyrum siðfræðinnar. En sú þrot- lausa aflraun, sem kostað er til þess, sem ,,gott“ telst af listrænum ástæð- um, er af sömu rótum runnið og ástund- un ,,hins góða“, í trúarbrögðum og siðfræði. Listin er leikur, en hún er táknrænn leikur. Hún er fegursta tákn allrar mannlegrar baráttu til fullkomn- unar, og hvenær, hvar og með hverjum hætti, sem sannleika og frelsi er af- neitað, þröngvað og traðkað, er svo nærri listinni og hverjum heiðarlegum listamanni höggvið, að þar getur hann ekki dregið andann, ekki unað, ekki starfað. Hann á um tvennt að velja . andlega hrörnun eða landflótta. „Ihald“ og öfugbylting. Thomas Mann, höfundur þessa greinarkafla, er nú 67 ára að aldri og hefur dvalið landflótta í Ameríku um margra ára skeið. Hann er Nobelsverð- launaskáld og vafalaust frægasti þýzk- ur rithöfundur, sem nú er á lífi. Hann hefur jafnan verið talinn eitthvert fremsta skáld hinnar ,,borgaralegu“ lífsskoðunar. Werner Marholz, al- þekktur bókmenntafræðingur, segir um hann: ,,Ef til vill er Thomas Mann íhaldssamastur þýzkra rithöfunda í eðli sínu“. Þessi ,,íhaldssemi“ hans kemur og fram í þessum greinarkafla, en með

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.