Helgafell - 01.05.1942, Page 10

Helgafell - 01.05.1942, Page 10
Tómas Guðmundsson: Dagur Noregs I. I dag er Noregur numinn heilögum trega. í nótt hafa fjöllin hastað á söng sinna skóga. Því seytjándi maí fer huldu höfði um Noreg, og hlíðar og engi Noregs í tárum glóa. Og þó var Noregur aldrei elskaður heitar, og aldrei hafa máttugri bænir stigið frá brjósti norrænnar þjóðar í þrenging og dauða, né þyngri tár á norræna moldu hnigið. Hvort verður sú þjóð, sem trúir, drepin í dróma? í dag er hver einasti norskur sjö ára drengur orðinn að tólf ára strák, sem með steytta hnefa og stóran, fullorðinn draum út í lífið gengur. Og þjóð, sem áður orti með bleki og penna, yrkir um þessar mundir með blóði og stáli hetjukvæði, sem geymast óbornum öldum. Og aldrei var betur kveðið á norrænu máli.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.