Morgunblaðið - 09.08.2012, Side 14
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Enn er óvíst um skólavist fyrir um
800 ungmenni sem sóttu um í fram-
haldsskólum landsins. Katrín Jak-
obsdóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra, segir að staðan í
framhaldsskólunum sé víða þung.
Skólastarf hefst víða eftir tvær
vikur.
„Við kláruðum í vor að innrita alla
sem voru að koma úr tíunda bekk.
Forgangurinn hjá okkur eru þeir
krakkar sem eru yngri en 18 ára, þau
sem eru ólögráða. Við erum nánast
búin að ganga frá málum allra sem
eru 16 og 17 ára,“ segir Katrín.
Innritun nemenda í framhalds-
skóla er samstarfsverkefni ráðu-
neytisins og skólanna sjálfra. Starfs-
fólk skólanna er nú að koma aftur til
starfa eftir sumarfrí.
„Einhverjir þeirra hafa laus pláss
og svo er alltaf þó nokkur hópur sem
hefur fengið skólavist, en hættir síð-
an við. Við sjáum það til dæmis hjá
hópnum sem er 16-17 ára, en um það
bil helmingur þeirra sem ekki hafa
fengið skólavist hefur tilkynnt að
hafa hætt við að fara í skóla í bili. Það
geta ýmsar ástæður verið þar að
baki. En þetta ætti allt að liggja
skýrt fyrir um það leyti sem
skólarnir byrja.“
Óvíst með eldri en 18 ára
Samkvæmt lögum ber framhalds-
skólunum að tryggja öllum umsækj-
endum sem eru 18 ára og yngri
skólavist og segist Katrín sjá fram á
að það gangi eftir.
- En áttu von á að allir umsækj-
endur fái skólavist?
„Það komast örugglega ekki allir
eldri en 18 ára inn.“
Katrín segir að framhaldsskólun-
um sé þröngur stakkur sniðinn og
hún hefur kynnt stöðuna fyrir ríkis-
stjórninni. „Staðan er mismunandi
eftir skólum. Þó að framhaldsskól-
arnir hafi fengið einna minnstan nið-
urskurð í þessu ráðuneyti (mennta-
og menningarmálaráðuneytinu) þá
var búið að skera svo mikið niður á
framhaldsskólastiginu fyrir kreppu.
Það var ekki eins og þar væri feitan
gölt að flá og staðan í sumum skólum
er orðin mjög þröng,“ segir hún og
bætir við að staðan sé einna verst í
þeim skólum þar sem kennt er sam-
kvæmt bekkjarkerfi. „Þeir eru með
ódýra nemendur, en lítinn sveigjan-
leika til að hagræða. En það er ljóst
að staðan er þung víða. Við höfum
reynt að gera okkar besta til að jafna
stöðu skólanna. Í upphafi árs nýttum
við þá fjármuni sem við áttum hér í
ráðuneytinu á svokölluðum safnlið-
um til að gera skólunum sem best
kleift að mæta árinu. En þrátt fyrir
það sjáum við fram á vandamál í
nokkrum skólum.“
Enn á eftir að
koma 800 ung-
mennum í skóla
Staða framhaldsskóla er víða slæm
Morgunblaðið/Eyþór
Framhaldsskólar Enn er óvíst með
skólavist um 800 ungmenna.
Hundruð bíða enn svars
» Kennsla hefst í flestum skól-
um eftir tvær vikur.
» Enn bíða 134 ungmenni,
yngri en 18 ára, eftir svari um
skólavist í framhaldsskóla.
» Flestir þeirra sem ekki hafa
fengið skólavist eru á aldrinum
18-24. Þau eru 440 talsins.
» 229 umsækjendur, eldri en
25 ára, bíða enn svars.
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Það styttist óðum í að skólastarf
hefjist að nýju eftir sumarfrí, á öll-
um skólastigum og um allt land, en í
Reykjavík taka grunnskólarnir aftur
til starfa 22. ágúst næstkomandi. Þá
hefja 1.493 nemendur nám í 1. bekk
en alls verða grunnskólanemendur í
Reykjavík 13.952 talsins í 42 skól-
um; almennum skólum, sérskólum
og sjálfstætt starfandi skólum.
Ýmsar breytingar hafa verið
gerðar á skólakerfinu í Reykjavík á
síðustu misserum en þar ber helst
að nefna sameiningar skóla, bæði á
leik- og grunnskólastiginu. Ein
þeirra kemur til framkvæmda í
haust, það er sameining unglinga-
deilda Hamraskóla og Húsaskóla við
unglingadeild Foldaskóla í Graf-
arvogi.
Um 90% foreldra þeirra barna
sem flytjast yfir skrifuðu undir mót-
mæli gegn áformunum sem afhent
voru borgaryfirvöldum en Eggert
Teitsson, einn forvígismanna for-
eldra barna í Hamraskóla, segir
ekki útlit fyrir annað en að af sam-
einingu verði, þrátt fyrir að enn sé
beðið svara frá innanríkisráðuneyt-
inu um málið. „Nú þegar þetta er
orðið ljóst verður maður bara að
taka því sem að höndum ber og
styðja við börnin þannig að samein-
ingin gangi þá bara sem best,“ segir
Eggert. „Þetta er eiginlega bara
orðið þannig, þótt við viljum nátt-
úrlega að innanríkisráðuneytið af-
greiði erindi okkar; hvort svona
framkoma og svona aðferðir séu
bara í lagi,“ segir hann.
Eggert segist ekki vita til þess að
foreldrar hafi ákveðið að flytja börn
sín í aðra skóla í mótmælaskyni en
segir engu að síður enn mikla
óánægju ríkja meðal þeirra. „Við er-
um t.d. óánægð með hversu lítið af
kennurum og starfsfólki unglinga-
deildar Hamraskóla og tómstunda-
starfsins hefur verið ráðið yfir í
Foldaskóla,“ segir hann.
Eggert segir flutninginn leggjast
misvel í börnin. „Krakkar eru fljótir
að aðlagast en það er samt sem áður
auðheyrt að það er skrekkur í mörg-
um varðandi þetta, að vera að koma
inn sem gestir í nýjan skóla þar sem
fyrir er starf. Við foreldrarnir þurf-
um náttúrlega bara að fylgja því eft-
ir að þetta verði vel gert.“
Foreldrar í Grafar-
vogi bíða enn svara
Grunnskólar borgarinnar taka til starfa 22. ágúst
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Skólastarf Nú styttist í að grunnskólar landsins taki til starfa og réttara að fara að huga að skólavörunum.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012
Fjölvítamín pakkinn
Fyrir alla sem hugsa um heilsuna
Spektro
Fjölvítamín ein með öllu
-
Vegna einstakra gæða
nýtur Solaray virðingar og
trausts um allan heim
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Baby me now
Fjölvítamín fyrir barnshafandi
konur og konur með börn
á brjósti
Barne multi
Fjölvítamín fyrir börn frá
3 ára aldri
Spektro án k-vítamíns og járns
Fjölvítamín fyrir þá sem eru á
blóðþynningar lyfjum
Athugasemdir foreldra barna í
Hamraskóla og Húsaskóla voru
af ýmsum meiði. Þeir bentu
m.a. á að samgöngum milli
hverfa væri ábótavant, að
ávinningurinn af sameiningunni
væri takmarkaður, að aðgerð-
irnar myndu rýra fasteignaverð
í hverfunum og að flutningurinn
gæti haft neikvæð áhrif á nem-
endur í Hamrasetri, deild fyrir
einhverfa í Hamraskóla.
Foreldrarnir fengu engu að
síður þau svör hjá Jóni Gnarr
borgarstjóra að engin rök hefðu
komið fram sem réttlættu að
borgin hætti við áform sín. For-
eldrarnir kærðu málið til innan-
ríkisráðuneytisins, sem hefur
stjórnsýslueftirlit með starf-
semi grunnskólanna, en bíða
enn niðurstöðu.
Hafa ýmsar
efasemdir
SAMEININGAR
Ólafsdalshátíð verður haldin í Ólafs-
dal í Dölum næstkomandi sunnudag.
Hátíðardagskrá hefst klukkan 13.
Að morgni sunnudags verður
gönguferð í Skálina í Ólafsdal og
spáð í örnefni, byggingar og stað-
hætti með hliðsjón af ljósmyndum
sem teknar voru um 1900. Markaður
með grænmeti, handverk, osta,
Erpsstaðaís, krækling, ber og fleira
hefst klukkan 12.
Guðbjartur Hannesson velferðar-
ráðherra verður meðal ræðumanna í
hátíðardagskrá. Ávörp verða flutt og
skemmtiatriði. Jóhannes Haukur
Jóhannesson leikari fer með gaman-
mál og hljómsveitin Moses High-
tower leikur. Þorgeir Ástvaldsson
flytur erindi um minningar frænda
síns frá Ólafsdal 1906 til 1916. Við
lok dagskrár verður kynnt verkefnið
Eyðibýli á Íslandi, áhugaverð hús á
Vesturlandi.
Ólafsdalshá-
tíð í Dölum
Markaður og ráð-
herra ræðumaður