Morgunblaðið - 01.09.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 01.09.2012, Síða 20
BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Fagridalur Sumarið var óvenjusólríkt og gott í Mýrdalnum. Einungis rigndi tvo daga í júní og júlí, heyskapur gekk þar af leiðandi mjög vel. Það eina sem háði var að grasspretta var frekar hæg vegna vætuskorts, en þó virðast flestir bændur ánægðir með heyfenginn.    Ferðaþjónustan á svæðinu blómstraði sem aldrei fyrr og þó að alltaf séu að bætast við fleiri og fleiri aðilar sem bjóða upp á ýmiss konar gistingu virðist allt vera fullt yfir há- annatímann. Mikið er af erlendu og innlendu vinnuafli sem kemur í Mýr- dalinn og fjölgar því verulega íbúum meðan á törninni stendur. Það skap- ast þó oft töluvert vandamál þegar skólarnir hefjast og starfsfólkið hverfur til náms, ferðamannatíminn er stöðugt að lengjast fram á haustið og verður því oft ansi erfitt hjá þeim sem eftir eru að anna allri vinnunni.    Nú fer að hausta og smalanir fara að hefjast. Fyrsta safn í Dala- og Heiðarheiði er áætlað fyrsta sept- ember og svo kemur Höfðabrekku- afrétturinn og Arnarstakksheiðin í kjölfarið, þetta er alltaf verulega spennandi tími fyrir sauðfjár- bændur, þegar kemur í ljós hvernig lömbin hafa þrifist yfir sumarið, og hvort þau og ærnar skila sér af fjalli.    Sala á kinda- og nauta- kjöti hefur verið góð í sumar enda margir munnar sem þarf að metta sem bætast við mannfjöld- ann yfir ferðamannatímann. Einn- ig hefur oft verið góð tíð til að grilla í sumar og eykur það kjötát- ið.    Flutningskostnaður er orð- inn verulega íþyngjandi fyrir landsbyggðina. Má sem dæmi taka að flutningur eins 22 kg poka, sem kostaði í innkaupum 2.774 kr., frá Reykjavík og austur í Mýrdal kostaði 3.375kr. Það er að vísu töluvert dýrara að flytja litla pakka en stóra en þetta er nú samt orðið óþarflega mikið. Ferðaþjónustan blómstrar Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fossinn heillar Ferðamenn njóta þess að skoða fossinn sem steypist úr Kötluskriðjöklinum norðan Hafurseyjar. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta eru hraunlög og gjalllög,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjalla- fræðingur um könnunarleiðangur sinn að Miðþúfunni á Snæfellsjökli í fyrradag og bætir við athugunin hafi ekki leitt neitt óvænt í ljós. Veðrið á jöklinum var ekki gott í fyrradag og því var erfitt um vik, en Haraldur áréttar að rannsókn á jarðlögunum krefjist margra ferða og taki langan tíma. „En þetta er svona byrjunin að kanna þessi jarð- lög sem eru orðin svo áberandi,“ segir hann. Haraldur segir að hann hafi jafn- vel grunað að í Miðþúfunni væru öskulög frá stóru sprengigosunum sem hafa verið í jöklinum, en þau síðustu voru fyrir um 1.750 árum, 3.800 árum og 8.000 árum. Þessi öskulög finnist víða í jarðvegi á Snæ- fellsnesi, en þau séu ekki í Þúfunni. Því þurfi að skoða hinar Þúfurnar til að athuga þetta betur. Hins vegar sé komið gott snið í hamarinn undir Þúfunni og þar megi vel sjá jarð- myndanirnar. „Mikil vinna liggur fyrir að kanna sögu þessa eldfjalls,“ segir Har- aldur. Hann bendir á að nú sé vinnan aðgengilegri en áður. Þar sem jök- ullinn hopar komi fram jökulöldur sem séu bara vikur frá þessum stóru gosum og framundan sé spennandi rannsókn. „En því miður vantar jarðeðlisfræðilegar mælingar og jarðskjálftamæla,“ segir hann og vísar til þess að könnun þýskra vís- indamanna í fyrra hafi staðfest að eldstöðvarnar í Snæfellsjökli og Ljósufjöllum séu virkar. Það sé því til skammar að ekki skuli vera neinn jarðskjálftamælir á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skjálftar sem verði á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum verði að vera af stærðinni 2 eða meira til þess að þeir mælist inn í núverandi net. Skjálftar finnist til dæmis oft í Tálknafirði en þeir mælist ekki. Morgunblaðið/RAX Snæfellsjökull Svona leit Miðþúfan út 19. apríl 2006, hulin ís. Ljósmynd/Haraldur Sigurðsson Snæfellsjökull Nú er Miðþúfan snjólaus toppur jökulsins. Spennandi verkefni framundan á Snæfellsjökli Jón Atli Benediktsson, aðstoðar- rektor vísinda og kennslu við Há- skóla Íslands, og fyrrverandi dokt- orsnemi hans, dr. Alberto Villa, hlutu á dögunum verðlaun fyrir bestu vísindagreinina í einu virtasta vísindariti heims í rafmagnsverk- fræði þar sem fjallað er um fjar- könnunarrannsóknir, IEEE Tran- sactions on Geoscience and Remote Sensing. Greinin var ein af rúmlega 500 sem komu til greina. „Fjarkönnunarrannsóknir eru af- ar mikilvægar, t.d. þegar mæla þarf ýmsar breytingar sem verða á um- hverfinu. Þetta á ekki síst við hér á landi um mælingar á breytingum tengdum bráðnun jökla og á landi í aðdraganda eldgosa. Á sjötta hundrað vísindagreina var birtur í tímaritinu á árinu 2011 og valdi al- þjóðleg dómnefnd greinina frá Há- skóla Íslands þá bestu. Verðlaunin hljóta þeir Jón Atli og Alberto ásamt meðhöfundum sínum, þeim Jocelyn Chanussot og Christian Jutten sem eru prófessorar við Tækniháskólann í Grenoble í Frakklandi,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá HÍ. Glaðir í bragði Frá afhendingu verðlaunanna fyrr í sumar. Besta vís- indagreinin Karlarnir og kúlurnar Umsóknarfrestur til 7. september Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands, Framfarar, Góðra hálsa og Krafts Spilað verður í Bakkakoti í Mosfellsbæ 11. september kl. 12:00-18:00 • Karlar sem hafa fengið krabbamein fá tækifæri til að styrkja sig og leika sér með því að æfa golfsveifluna á frábærum velli, læra eitthvað nýtt og/eða viðhalda fyrri færni. • Golfið er markviss þjálfun - þú leikur til að vinna. • Þaulvanur og lærður golfkennari, Karl Ómar Karlsson, kennir réttu tökin, púttið, vippið og sláttinn. • Steinar B. Aðalbjörnsson, matvæla- og næringarfræð- ingur, verður með fræðslu um matarræði, hreyfingu og nestið sem golfarar þurfa að huga að fyrir leik og í leikn- um sjálfum. • Tólf menn fá tækifæri - sér að kostnaðarlausu! Matur - drykkir - vinningar - skemmtun - fræðsla - útivera - hreyfing Umsóknir sendist til Ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins fyrir 7. september - fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Krabbameins- félagsins, www.krabb.is, í síma 540 1900 eða með tölvupósti á asdisk@krabb.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.