Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Birkir Fanndal Mývatnssveit | Mývetnskir gangna- menn héldu á fjall í gærmorgun. Þeir leita Norður- og Austurfjöll og skila safninu í aðhald austan Námafjalls síðdegis í dag, laug- ardag. Snemma á sunnudags- morgni verður féð síðan rekið vestur yfir Námaskarð til Hlíð- arrétta, þar sem sundurdráttur fjárins hefst væntanlega klukkan níu til tíu. Þótt ekki verði margt fé á réttinni, varla tvö þúsund fjár, er ætíð góð stemning á Hlíð- arrétt. Slysavarnadeildin Hringur verður með veitingar, kaffihlað- borð, pylsur og fleira, og er það þeirra fjáröflunarsamkoma. Ætíð er töluvert fjölmenni á réttinni, heimafólkið, brottfluttir svo og ferðamenn en þeim þykir ætíð afar gaman að fylgjast með þessari þjóðlegu athöfn. Búast má við að réttarhljóðin, jarmur og skvaldur, verði að mestu þögnuð fyrir klukkan 13. Væntanlega snjóar ekki á gangnamenn okkar en fjöll hafa hvítnað hér og næturfrost lítils- háttar gerði í fjórar nætur. Veð- urstofan segir að hlýna muni, en gæti rignt eitthvað. Réttað í Mývatnssveitinni Morgunblaðið/Birkir Fanndal Komnar heim Þessi prúða ær með gimbrar vænar tvær er komin í heimaland, hefur hraðað sér til byggða undan krapaslyddu og næturfrostum. Þær njóta tilverunnar innan um birki og beitilyng sem farið er að taka á sig haustliti. Fyrir skömmu var reynt að ná í skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood þar sem hún liggur í flaki skips- ins á botni Grænlandssunds en til- raunin mistókst og verður hún end- urtekin síðar. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræð- ingur var með í för á snekkjunni M/Y Octopus, þegar tilraunin átti sér stað, og lýsir henni á bloggi sínu (vulk- an.blog.is/blog/vulkan/) auk þess sem hann gerir grein fyrir sögu skipsins og birtir meðal annars meðfylgjandi mynd af Twitter-síðu Pauls Allens. Frásögn hans er hér stytt og end- ursögð. Hood var smíðað 1916-1920 og var stærsta herskip Breta, 48 þúsund tonn og 262 metrar á lengd. Skips- bjallan var eitt helsta einkenni skips- ins. Þýska herskipið Bismarck sökkti Hood 24. maí 1941 og fórust með því 1.415 manns en þrír komust af. Þeir komu til Reykjavíkur með bresku skipi seinni partinn sama dag. Þetta var mikið áfall fyrir Breta og allur breski sjóherinn var gerður út til þess að ná fram hefndum enda var skipun Churchill forsætisráðherra að sökkva Bismarck. Skipið hafði skemmst og var stefnt í áttina til Brest í Frakklandi til viðgerðar. „Tveimur dögum síðar tókst breskum herflugvélum að varpa tund- urskeytum á þýska risann, sem var 251 metri á lengd,“ skrifar Haraldur. „Fljótlega tókst að skemma stýri skipsins og var það nú nær stjórn- laust. Önnur tundurskeyti hæfðu í beint mark og Bismarck sökk í hafið hinn 27. maí um 650 km fyrir vestan Brest í Frakklandi. Bismarck hafði verið aðeins 9 daga í þjónustu þýska hersins frá því skipið var tekið í notk- un og þar til það sökk.“ Flakið fannst 2001 Hood sökk um 500 km vestur af Reykjanesi og er flakið á tæplega 2.850 m dýpi. Það fannst 2001 og í liðnum mánuði var gerður út leið- angur á Octopus, sem er í eigu millj- arðamæringsins Pauls Allens, annars af stofnendum Microsoft, með sam- þykki og þátttöku breska sjóhersins til þess að kanna flakið og ná upp skipsbjöllunni í þeim tilgangi að koma henni fyrir á minjasafni sjóhersins í Bretlandi. Skipsbjallan var upphaflega á þil- fari herskipsins. „Við sendum fjar- stýrðan kafbát niður og fljótlega fannst bjallan, en hún var ofan á haug af miklu rusli úr skipinu og hvíldi und- ir stálþili, sem slútti yfir,“ segir Har- aldur. „Þetta gerði okkur erfitt að ná til hennar. Kafbáturinn hefur tvo vél- arma, sem geta verið furðu fimir. Það tókst að koma járnkrók í gatið efst á bjöllunni, en þegar átakið kom á krók- inn, þá réttist úr honum og bjallan slapp af og seig lengra niður í ruslið. Nú fór veður versnandi og varð því að hætta frekari köfun þegar vindur fór yfir 30 hnúta og sjór var orðinn nokk- uð mikill. Við skildum því við bjölluna á botninum,“ segir Haraldur. Skipsbjalla Hood náð- ist ekki í fyrstu tilraun  Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í leiðangrinum Ljósmynd/Paul Allen Skipsbjallan úr Hood Erfitt reyndist að ná í bjölluna þar sem hún var ofan á haug af miklu rusli úr skipinu og hvíldi undir stálþili, sem slútti yfir. Tré ársins 2012 er gráösp á Brekkugötu 8 á Ak- ureyri en Skógrækt- arfélag Íslands verður með athöfn þar á morgun, sunnudag, í tilefni valsins og verður Sigríði Maríu Hammer og Páli Steindóri Steindórssyni, eigendum trésins, veitt viðurkenn- ing. Skv. upplýsingum frá Skógræktarfélagi Íslands er gráösp blendingur milli blæaspar og silfuraspar. Hún er sjaldgæf hér á landi. Skógræktarfélag Ís- lands útnefnir árlega tré ársins. Gráösp valin tré ársins www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu HVAR ER HÚFAN MÍN? Frá höfundi bókarinnar Sokkaprjón GLÆNÝ PRJÓNA BÓK! Húfuprjón – 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla Litrík og fjölbreytt bók með einföldum og skýrum uppskriftum, gagnlegum leiðbeiningum og góðum ráðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.