Morgunblaðið - 01.09.2012, Side 23
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Tveir af ráðherrum ríkisstjórnar
vinstriflokkanna, Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra og Ögmund-
ur Jónasson inn-
anríkisráðherra
hafa nú brotið
jafnréttislög, að
mati kærunefnd-
ar jafnréttismála.
Fram kemur í
ályktun frá stjórn
Ungra vinstri
grænna að hún
harmi fréttir af
brotum ráð-
herrans á jafnréttislögum en kæru-
nefndin úrskurðaði í vikunni að brot-
ið hefði verið gegn lögunum við
skipan í embætti sýslumanns á Húsa-
vík í fyrra.
UVG segir að það sé skilyrðislaus
krafa að ráðherrar flokksins fari að
lögum í orði og á borði og axli ábyrgð
gerist þeir sekir um mistök í starfi.
„Innanríkisráðherra ber að biðjast
afsökunar á framgöngu sinni í þessu
máli og leiðrétta mistök sín.“
Ráðherra getur að sögn lögfræð-
inga ekki afturkallað ráðninguna og
fram hefur komið í úrskurðum
Hæstaréttar að dómstólar geti ekki
heldur gripið til slíkra aðgerða. Hins
getur sá eða sú sem brotið er á krafist
bóta fyrir dómstólum.
En hvað segir Ögmundur um
þessa gagnrýni UVG og fleiri aðila?
„Hvað varðar afsökunarbeiðni er
slíkt ekki á döfinni enda réð ég ein-
stakling til starfans á því sem ég taldi
faglegum og löglegum forsendum.
Síðan kemst kærunefndin að annarri
niðurstöðu sem mér þykir miður en
að sjálfsögðu virði ég hana.“
Alltaf þörf á fræðslu
– Þegar þú varst í stjórnarand-
stöðu fyrr á árum fórstu hörðum orð-
um um ráðherra sem kærunefndin
taldi seka um brot á jafnréttislögum.
2004 lagðir þú til að „ráðherrar verði
settir á skólabekk til að læra jafnrétt-
islögin“.
„Ég held að íslenskt samfélag hefði
haft gott af meiri jafnréttisfræðslu á
síðustu öld og það sem af er þeirri 21.
og tel mig ekkert undanskilinn í því.
En öll sjónarmið þola væntanlega
umræðu og kastljós.
Ég hef líka sagt að kvennahreyf-
ingin hafi verið róttæk og viljað velta
valdastólunum en síðan þróast yfir í
eins konar kvótakerfi, að jafn margar
konur sætu á þessum sömu stólum og
karlar. Mér hefur alltaf fundist þetta
of þröng skilgreining, jafnréttisbar-
áttan á að taka til samfélagsins alls,
karla og kvenna af öllum stéttum. Ef
einhver telur að ég hafi farið á svig
við grundvallaratriði sem hafa beri í
heiðri kveinka ég mér ekki undan því
og vil taka þátt í umræðunni á sjálfs-
gagnrýninn hátt. En réttlætisbarátta
má aldrei verða að isma eða kreddu.“
Ögmundur biðj-
ist afsökunar
Ögmundur
Jónasson
Ráðherra vill „taka þátt í umræðunni“
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012
Mitsubishi Pajero Instyle
dísel sjálfskiptur kostar
10.290.000 kr.
Staðalbúnaður: 200 hestöfl, stöðugleikastýring, 18“ álfelgur, 7 sæta, leðurinnrétting,
7“ LCD DVD skjár með bakkmyndavél, 860W Rockford hljómkerfi með 4GB minni fyrir tónlist,
Xenon aðalljós, 100% læsing að aftan, tenging við farsíma (Bluetooth), þakbogar o.fl.
ÞRAUTREYNDUR VIÐ ÍSLENSKAR
AÐSTÆÐUR
Umboðsmenn
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Auglýst eftir
IPA-verkefnistillögum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst eftir hugmyndum
að IPA-verkefnum á Íslandi en markmið þeirra er að undirbúa mögulega
þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu.
Auglýst er eftir verkefnum á sviði:
Atvinnuþróunar og byggðamála
Velferðar- og vinnumarkaðsmála
Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra. Stefnt er að því að verja þeim til allt
að 20 verkefna um allt land á árinu 2013.
Verkefni skulu taka mið af „Ísland 2020“ stefnumörkuninni og vera unnin í
samstarfi a.m.k. þriggja aðila. Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur
og að hámarki ein milljón evra.
Umsóknafrestur er til 30. nóvember 2012
Frekari upplýsingar um IPA og umsóknargögn eru aðgengileg á slóðinni:
www.byggdastofnun.is/ipa