Morgunblaðið - 01.09.2012, Side 24
VIÐTAL
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fæðugöngur makríls norður og
vestur á bóginn hafa mikil áhrif á
vistkerfið og þar er barist um
brauðið eins og annars staðar. Það
er ekki lítið sem 1,5 milljónir tonna
af makríl innbyrða af fæðu og gæti
magnið hafa verið um eða yfir þrjár
milljónir tonna af átu í ár. Auk þess
étur makríll talsvert af fiskmeti og
meira finnst af fiski í maga makríls
en síldar. Makríll jók þyngd sína á
Íslandsmiðum um 42-55% sumrin
2009-2011 og væntanlega hefur
þyngdaraukningin verið svipuð í ár
þegar 1,5 milljónir tonna af makríl
mældust í lögsögunni, meira en
nokkru sinni áður.
Allt hefur þetta sínar afleiðingar;
síldin hefur hörfað norðar á bóginn
og breytt matseðli sínum þannig að
rauðáta, sem var hennar uppáhalds-
matur til skamms tíma, hefur vikið
að nokkru leyti fyrir ljósátu. Hvort
það hefur einhver áhrif á viðgang
hennar er ekki vitað, en stað-
reyndin er sú að norsk-íslenska
síldin á í vök að verjast og hefur
stofn hennar minnkað.
Áhrif mikillar og vaxandi út-
breiðslu makríls í lögsögu Íslands á
vistkerfið er verkefni rannsóknar
sem íslenskir vísindamenn á Haf-
rannsóknastofnun kynna á ráð-
stefnu Alþjóðahafrannsóknaráðsins
í haust. Höfundar skýrslunnar eru
Guðmundur J. Óskarsson, Sveinn
Sveinbjörnsson, Ásta Guðmunds-
dóttir og Þorsteinn Sigurðsson.
Liður í þeim rannsóknum er að
rannsaka fæðu makríls með skoðun
á mögum fisksins og bera saman
við fæðu síldar.
Síldin gefur eftir
„Eldri rannsóknir, meðal annars
frá Árna Friðrikssyni um miðja síð-
ustu öld, sýna að helsta fæða síld-
arstofna við landið var rauðáta,“
segir Guðmundur Óskarsson, en
tekur fram að eldri rannsóknir á
magainnihaldi séu ekki miklar.
„Nú eru vísbendingar um að síld-
in hafi orðið að gefa eftir og fært
sig í auknum mæli yfir í ljósátu.
Makríllinn étur þessar átutegundir
og þá einkum rauðátuna. Þá er
spurning hvort þessi breyting hafi
einhver áhrif á viðgang síldarinnar
og við höfum ekki séð merki um
slíkt hvað varðar íslensku sum-
argotssíldina. Hún virðist vera í
svipuðum holdum og verið hefur
undanfarin ár og ekki orðið breyt-
ingar þar á síðan síldin gekk svona
mikið vestur fyrir land. Holdafar
norsk íslensku síldarinnar hefur
hins vegar verið á niðurleið frá því
um miðjan síðasta áratug. Það
tengjum við frekar við fæðumagn í
Austurdjúpi, en magn átu þar hefur
á sama tíma einnig farið minnkandi
og er sérstaklega lítið nú síðustu
ár.“
Stórir uppsjávarstofnar
– Er það vegna ytri skilyrða eða
er hugsanlegt að makríllinn hafi
ryksugað átuna upp?
„Um það eru fleiri en ein kenn-
ing. Ýmsir halda því fram að upp-
sjávarstofnar í Norðaustur-
Atlantshafi séu orðnir of stórir og
vistkerfið beri ekki svo marga
sterka stofna. Stofnar síldar, mak-
ríls og kolmunna voru allir við há-
mark árin 2008 og 2009, en frá
miðjum síðasta áratug hefur átan
verið á niðurleið. Við vitum ekki
hvort umhverfið spilar inn í að
minna er af átu í Austurdjúpi en áð-
ur eða að þessir stofnar hafi étið
hana niður og haldi henni þar.
Við vitum hins vegar að makríll
hefur fært sig og er kominn í mikl-
um mæli vestur fyrir Ísland. Hita-
stig sjávar spilar eflaust inn í og
stækkar fæðulendur hans. Í heild
mældist um 5,1 milljón tonna af
makríl á rannsóknarsvæði Norð-
manna, Íslendinga og Færeyinga í
sumar og þar af voru um 29% af
heildarmagninu á rannsóknasvæð-
inu innan íslenskrar efnahags-
lögsögu.
Okkar rannsóknir benda því til
þess að stofninn sé alls ekki að
minnka, þvert á móti ef eitthvað er,
og sé því mun stærri en Alþjóða-
hafrannsóknaráðið metur hann.
Stofnmatið byggist að verulegu
leyti á aflatölum og ef þær eru
rangar, sem ýmislegt bendir til,
færðu rangt stofnmat.
Það er líka staðreynd að far síld-
ar hefur breyst og seinni part sum-
ars heldur hún sig norðar en áður,
kannski út af samkeppni um átuna.
Svo er þetta misjafnt á milli ára og
í makrílleiðangri í sumar sáum við
mikið af síld á færeyska svæðinu,
sem er þvert á það sem ég sagði um
norðurgöngur. Í færeyskri lögsögu
var makríll hins vegar svipaður og
síðustu ár meðan nokkur aukning
varð við Ísland.“
– Hvað gerist ef svo heldur sem
horfir með makrílinn, mun síldin
færa sig enn norðar eða hætta að
ganga inn í íslenska lögsögu eins og
gerðist á síðustu öld?
„Norsk-íslenski síldarstofninn er
á niðurleið vegna þess að það vant-
ar nýliðun. Það eru engar vísbend-
ingar um að það sé að breytast og
það tekur nokkur ár að snúa þess-
ari þróun við. Þó að við fengjum
góða nýliðun í ár kæmi sá árgangur
ekki inn í veiðina fyrr en eftir 4-5
ár. Það er ekki auðvelt að spá fyrir
um hvaða afleiðingar samdráttur í
stofnstærð hennar hefur, en eftir
því sem stofn minnkar þarf hann að
öllu jöfnu minna fæðusvæði. Ég
geri þó ekki ráð fyrir öðru en að
síldin gangi hingað áfram með svip-
uðum hætti og síðustu ár.“
– En hversu mikið étur makríll-
inn, sem leggur í fæðugöngu norður
á bóginn, væntanlega að mestu frá
svæði vestur af Bretlandseyjum, að
lokinni hrygningu fyrri hluta árs-
ins?
Eltist makríll við fiskseiði?
Við áætlum að hann hafi étið 2-
2,5 milljónir tonna af átu í íslenskri
lögsögu í fyrra og hittifyrra þegar
talið var að 1,1 milljón tonna hafi
verið í lögsögunni. Miðað við 1,5
milljón tonn í göngum þessa árs
gæti hann étið um eða yfir þrjár
milljónir tonna. Í okkar rann-
sóknum hefur langmest af fæðunni
verið áta, einkum rauðáta.
Hins vegar verður að taka tillit
til þess að fæðurannsóknir okkar
hafa ekki verið inni á fjörðum og
uppi á fjörusvæðum. Við vitum hins
vegar að seiði safnast saman innan
fjarða og það er spurning hvort
makríll sé ekki að eltast einmitt við
þau.
Meginstofn makrílsins heldur sig
fjær landi og við höfum fyrst og
fremst safnað sýnum í flottroll þar í
leiðöngrum okkar. Við höfum því
ekki mat á því hvað hann er að éta
á Sundunum við Reykjavík eða í
fjörðum víða þar sem makríll hefur
sést. Undanfarið höfum við verið að
safna sýnum af smábátum til að
skoða magainnihald af þessum
svæðum þar sem oft er að finna
seiði og ungfiska. Eitthvað er það
sem rekur makríllinn inn í hafnir
landsins og þar er örugglega ekki
mikið magn af átu fyrir hann.“
Hnignun sandsílis byrjuð áður
– Því hefur verið haldið fram að
ásókn makríls inn á búsvæði sand-
sílis hér við land sé trúlega hluti
skýringarinnar á hnignun sandsíla-
stofnsins með alvarlegum afleið-
ingum fyrir ýmsa fugla við landið.
„Vissulega höfum við fundið
sandsíli í fæðu makríls, en hnignun
í sandsílastofninum var byrjuð áður
en makríll fór að ganga svo langt
vestur á bóginn. Makríll gæti hins
vegar átt þátt í hægari uppbygg-
ingu stofnsins.
Fyrsta árið sem við skoðuðum
magainnihaldið var talsvert af sand-
síli í fæðunni í einu togi á Faxaflóa.
Þetta var hátt hlutfall af fæðu
þeirra fiska sem þarna veiddust á
takmörkuðu svæði. Hin árin hefur
þetta verið lítill hluti fæðunnar, en
þó var í fyrra vottur af sandsíli í
fæðu hans fyrir norðan land.
– Hvað um annað fiskmeti í fæðu
makríls, hefur það verið sund-
urgreint?
„Það er nokkuð misjafnt eftir
svæðum. Hlutfallið var hæst eða
rúmlega 20% af þyngd fæðunnar
fyrir norðan land í fyrra, en þar var
lítill hluti stofnsins. Annars staðar
var fiskmeti 2-10% af fæðunni og
tegundirnar margar; gulldepla, kol-
munnaungviði, loðna, sandsíli,
þorskfiska ungviði og laxsíldar, seg-
ir Guðmundur Óskarsson.
Barist um fæðuna í hafinu
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Vertíð Búið er að veiða um 136 þúsund tonn af makríl í ár skv. upplýsingum á vef Fiskistofu, en kvóti ársins er 145 þúsund tonn. Mestu hefur verið landað í
Neskaupstað og Vestmannaeyjum. Á myndinni, sem tekin var um borð í Lundey NS, hagræða skipverjarnir Almar, Stefán og Haukur tógum í flottrollinu.
Morgunblaðið/Ómar
Guðmundur Óskarsson Hnignun í
sandsílastofninum var byrjuð áður
en makríll fór að ganga í miklu
magni inn í íslenska lögsögu.
Makríll étur um eða yfir þrjár milljónir tonna í lögsögunni í ár Síldin hörfar yfir í ljósátu, en
rauðáta var í uppáhaldi hjá henni Makrílstofninn hugsanlega enn stærri en áður hefur verið talið
Makríll bauð góðan daginn í ís-
lenskri lögsögu á hressilegan hátt
þegar verulegur hluti stofnsins
hóf að ganga hingað fyrir nokkrum
árum. Síðan hefur verið staðfest
að hann er farinn að hrygna í lög-
sögunni og því má segja að flæk-
ingurinn, sem varð að nytjafiski
upp á 25 milljarða í fyrra, sé kom-
inn með lögheimili í lögsögunni.
Guðmundur segir að ungmakríll
hafi fengist í leiðangri sumarsins,
bæði fyrir sunnan land og vestan.
Það hnígi því allt í sömu átt og svo
virðist sem makríll hafi að
minnsta kosti hrygnt hér þrjú síð-
ustu vor.
„Þriðja hvert ár er farið í sam-
eiginlegan hrogna- eða eggjaleið-
angur og standa Evrópusam-
bandið, Noregur, Færeyjar og
Ísland að þessum rannsóknum og
er næsti leiðangur fyrirhugaður
vor og sumar 2013. Þá sjáum við
vonandi hver þróunin er orðin í
hrygningu makríls. Áður höfum við
orðið vör við hrygningu makríls í
suðausturhorni lögsögunnar, en
að öllu jöfnu er farið eins vest-
arlega og norðarlega og þörf kref-
ur. Ef við finnum makrílegg þá
framlengjum við leitarleggina þar
til ekkert finnst,“ segir Guð-
mundur.
Hann segir að Íslendingar, Norð-
menn og Færeyingar hafi stöðugt
verið að styrkja og samhæfa rann-
sóknir sínar á útbreiðslu makríls
að sumarlagi en niðurstöður þessa
árs voru kynntar nú nýlega. Guð-
mundur vonar að þess verði ekki
langt að bíða að niðurstöður þess-
ara leiðangra verði notaðar við
stofnmat Alþjóðahafrannsókn-
aráðsins.
Brýnt sé þó að stækka rann-
sóknasvæðið í Norðursjó og við
Bretlandseyjar og því þurfi Evr-
ópusambandið að koma að þess-
um rannsóknum. Sömu sögu sé að
segja um grænlenska lögsögu.
Með lögheimili í lögsögunni
FLÆKINGUR VARÐ AÐ NYTJAFISKI UPP Á 25 MILLJARÐA
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012