Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 26
FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ljóst er að sú upphæð sem ríkið þarf að leggja til eigi Íbúðalánasjóður (ÍLS) að uppfylla kröfur um 5% eig- infjárhlutfall er enn hærri en áður var reiknað með. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir þörf á ríflega 14 milljarða fjárframlagi frá ríkinu miðað við ítrustu kröfur um 5% eiginfjárhlutfall. Afkoma sjóðsins á fyrri hluta þessa árs var töluvert verri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir og nam tapið um 3,1 milljarði króna borið saman við ríflega 1,5 milljarða hagnað á sama tíma fyrir ári. Eiginfjárhlutfall sjóðs- ins er aðeins 1,4% og hefur lækkað úr 2,3% frá áramótum. Í samtali við Morgunblaðið segir Sigðurður að væntingar sjóðsins standi til þess að ríkið muni endur- fjármagna sjóðinn fyrir lok þessa árs. „Stjórnvöld hafa hins vegar ekki komið með mjög skýr svör í þeim efn- um, önnur en þau að ríkið muni standa að baki sjóðnum,“ segir Sig- urður. Hann bendir á að það sem kunni að skýra seinagang stjórnvalda sé sú skoðun, sem heyrist gjarnan, að úr því að það er ríkisábyrgð, þá þurfi sjóðurinn ekki á eiginfjárframlagi að halda. Sigurður telur aftur á móti heppilegra að sjóðurinn uppfylli skil- yrði um 4% eiginfjárhlutfall. Hann bendir einnig á að það skjóti skökku við, ef ekki eigi að uppfylla þær kröf- ur, í ljósi þess að búið er að gera auknar kröfur um áhættustýringu og eftirlit sjóðsins í átt að því regluverki sem gildir um fjármálafyrirtæki. Stór hópur gerir ekki neitt Sigurður segir afkomu sjóðsins fyrir virðisrýrnun eigna innan skekkjumarka. Í tólf mánaða fjár- hagsáætlun sjóðsins var áætlað að virðisrýrnun eigna á tímabilinu myndi nema um 700 milljónum króna. Niðurstaðan hafi hins vegar verið ríf- lega 3 milljarðar. Sigurður bendir á að um milljarður af því sé tilkominn vegna fasteigna sem sjóðurinn tók yf- ir á síðasta ári, ekki síst á lands- byggðinni, sem hafi upphaflega verið bókfærðar miðað við fasteignamat. Verðmat á eignunum hefur nú aftur á móti leitt í ljós að markaðsvirði þeirra er undir fasteignamati. „Þetta endur- speglar þá staðreynd að um er að ræða í mörgum tilfellum eignir á erf- iðum svæðum á landsbyggðinni og að þær eru margar í löku ástandi,“ segir Sigurður. Gæði lánasafns Íbúðalánasjóðs hafa auk þess versnað um sem nemur tveimur milljörðum króna. Að sögn Sigurðar má skýra það annars vegar með því að lánasafnið sé að eldast, sem þýðir að sjóðurinn hefur þurft að afskrifa í auknum mæli lán sem hafa verið lengi í vanskilum, og hins vegar hafa ný vanskil aukist frá áramótum. Aðspurður segist Sigurður telja að ástæðan fyrir þessari þróun sé hugs- anlega sú að um þriðjungur heimila – um þrjú þúsund – hafi ekki nýtt sér 110% leið sjóðsins á síðasta ári, jafn- framt því að frystingu lána hafi í mörgum tilfellum lokið. „Það er því stór hópur sem er í rauninni ekki að gera neitt í sínum málum.“ Sigurður segir erfitt að átta sig nákvæmlega á því hvaða ástæður liggja þar að baki. „Getur verið skortur á greiðsluvilja og sú staðreynd að við erum með hlutfallslega marga tekjulága lán- þega sem sjá ekki leið úr vandræðum sínum.“ Íbúðalánasjóður stefnir að því á næstu mánuðum að bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán. Sigurður við- urkennir hins vegar að „slæm afkoma sjóðsins geti kannski hægt eitthvað á þeirri vinnu“. Vísbendingar eru, sam- fara vaxtahækkunarferli Seðlabank- ans, um að dregið hafi úr ásókn við- skiptavina í óverðtryggð lán. Sigurður telur aftur á móti ekki rétt að meta það sem svo að sjóðurinn hafi misst af vagninum í þessum efnum og segist ekki hafa af því áhyggjur að sjóðurinn geti ekki boðið upp á sam- keppnishæf kjör. Aðspurður játar Sigurður því að það sé pólitískur þrýstingur á Íbúða- lánasjóð að kynna til sögunnar óverð- tryggð íbúðalán. „Það er klárlega pólitískur þrýstingur. Okkur var veitt heimild til að gera þetta og því lítum við á það sem ígildi þess að við eigum að bjóða upp á slík lán. Þrýstingurinn var tekinn af pólitíkinni og færður til okkar. Við sitjum því eftir með heitu kartöfluna.“ Landsbyggðin fellir ÍLS  Sjóðurinn tapaði 3,1 milljarði á fyrri hluta ársins  Þörf á 14 milljarða fjárfram- lagi frá ríkinu  Verðlitlar fasteignir á landsbyggðinni draga niður afkomuna Forstjóri Sigurður Erlingsson. Morgunblaðið/Ernir 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 2012 Hugmyndin þarf að vera framúrstefnuleg Hugmyndin þarf að vera raunhæf Frestur til að skila inn framúrstefnuhugmynd er 1. október 2012. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sjávarútvegsráðstefn- unnar www.sjavarutvegsradstefnan.is KALLAÐ ER EFTIR HUGMYNDUM SEM EFLA ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG OG TENGDAR ATVINNUGREINAR Markmið samkeppninnar er að finna framsæknar og frumlegar hug- myndir sem skapa umræðugrundvöll eða nýja hugsun í sjávarútveg- inum. Við mat á hugmyndum verður m.a. litið til eftirfarandi þátta: Frumleika, virðisauka, sjálfbærni og ímyndar greinarinnar út á við Verðlaunaféð er kr. 400.000 en auk þess fá hugmyndirnar kynningu og sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni 8.-9. nóvember á Grand hótel. Í umsókn þarf að lýsa hugmynd á hnitmiðaðan hátt, koma með tillögu að framkvæmd og geta til um væntanlegan afrakstur og góð áhrif á ímynd íslenskra afurða (hámark 2 bls.). Skilyrðin eru tvö: Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012 Svifaldan, verðlaunagripur Framúrstefnuhugmyndar Sjávarútvegsráðstefnunnar. Fyrstu verðlaun 2011 fékk hugmyndin Ljósveiðar, ljósvarpa Framúrstefnuhugmynd Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 361,8 milljarða króna en inn fyrir 326,6 milljarða króna. Afgang- ur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 35,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 57,7 milljarða á sama gengi, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands í gær. Jákvæð um 35 milljarða ● Hagnaður fasteignafélagsins Regins nam 983 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 66 milljónir króna á sama tímabili 2011. Eiginfjár- hlutfallið er 33%. Rekstrartekjur Reg- ins hf. á fyrri helmingi ársins 2012 námu 1.681 milljón króna. Reginn hagnast um 983 milljónir króna Hörður Ægisson hordur@mbl.is Hagnaður Arion banka nam 11,2 milljörðum króna eftir skatta sam- anborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 18,8% samanborið við 20,3% á sama tímabili árið 2011. Lítil breyt- ing var á arðsemi af reglulegri starf- semi milli ára og nam hún 11,8% á fyrri hluta þessa árs en var 11,2% á sama tímabili árið 2011. Virðisbreyt- ing á útlánasafni Arion banka hafði einnig jákvæð áhrif á afkomu bank- ans sem nemur þremur milljörðum. Höskuldur H. Ólafsson, banka- stjóri Arion banka, segir: „afkoma bankans fyrstu sex mánuði ársins er viðunandi og í samræmi við okkar væntingar.“ Eiginfjárhlutfall bank- ans var 22,3% í lok tímabilsins og jókst lítillega frá öðrum fjórðungi síðasta árs þegar það nam 21,4%. Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um 16% eiginfjárhlutfall. Vilja lækka rekstrarkostnað Í afkomutilkynningu frá bankan- um er ennfremur haft eftir Höskuldi að hann sé ánægður með þann stöð- ugleika sem uppgjörið sýnir. „Af- koma bankans af reglulegri starf- semi var ásættanleg en þrátt fyrir góðan rekstur viljum við sjá þókn- anatekjur bankans hækka og kostn- að við rekstur bankans lækka. Að þessum þáttum munum við vinna á næstu misserum.“ Litlar breytingar urðu á rekstrar- tekjum bankans á milli ára en þær námu als 24,9 milljörðum, borið sam- an við 24,5 milljarða á sama tímabili fyrir ári. Hreinar vaxtatekjur námu hins vegar 13,9 milljörðum saman- borið við 11,2 milljarða árið 2011. Nýir skattar á fjármálafyrirtæki gera það einnig að verkum að bæði launakostnaður og tekjuskattur Ar- ion banka eykst töluvert á milli ára. Launakostnaður hækkar um 12% frá því á sama tímabili fyrir ári, meðal annars vegna nýs fjársýsluskatts á laun starfsmanna. Reiknaður tekju- skattur nam 2,9 milljörðum króna, samanborið við 2,5 milljarða árið 2011, en þá aukningu má meðal ann- ars skýra vegna nýs 6% skatts á hagnað fjármálafyrirtækja umfram einn milljarð króna. 2 milljarðar vegna eignasölu Hreinar tekjur af aflagðri starf- semi námu 1.379 milljónum króna samanborið við tap að fjárhæð 568 milljónir króna á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður bankans vegna sölu á stórum hluta af eignarhluta sínum í Högum á fyrri helmingi ársins nam 875 milljónum. Þá var hagnaður bankans vegna sölu á um 39% hlut bankans í N1 hf. 868 milljónir, en endanlega var gengið frá sölunni í byrjun júní eftir samþykki eftirlits- aðila. Tap af annarri aflagðri starf- semi og rekstri fullnustueigna í eigu bankans nam 364 milljónum króna. Í tilkynningu bankans er haft eftir Höskuldi að sala á eignarhlutum bankans í fyrirtækjum í óskyldum rekstri hafi gengið vel. „Á tímabilinu höfum við selt hluti í félögum sem við höfum þurft að taka yfir og má þar nefna hluti í Högum, N1, BM Vallá og Pennanum. Þetta hefur gengið vel og hafði jákvæð áhrif á afkomu bank- ans upp á um tvo milljarða króna.“ Morgunblaðið/Eggert Uppgjör Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir „afkomu bank- ans fyrstu sex mánuði ársins viðunandi og í samræmi við okkar væntingar“. Arion banki hagnast um 11,2 milljarða króna  Höskuldur segir afkomuna „viðunandi“  Virðisaukning útlána nam 3 milljörðum  Launakostnaður jókst um 12%                                           !"# $% " &'( )* '$* +,+-./ +0,-.1 +,,-23 ,4-5/0 ,4-002 +3-/,5 +,2-15 +-51.5 +35-41 +5/-45 +,+-0, +0/-++ +,/-+1 ,4-500 ,+-450 +3-/20 +,2-3+ +-55+ +35-50 +5/-13 ,+/-50,, +,,-,+ +0/-53 +,/-5 ,4-.50 ,+-+,+ +3-1// +,3-+2 +-5555 +3.-+1 +5/-0+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.