Morgunblaðið - 01.09.2012, Page 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012
Ánægjulegt var að
lesa grein Steingríms
J. Sigfússonar í Fin-
ancial Times hinn 20.
ágúst sl. Hingað til
hefur hann átt erfitt
með að fjalla um við-
brögð ríkisstjórnar
Geirs H. Haarde við
hruninu og hefur
raunað viljað eigna
sjálfum sér að hafa
„bjargað Íslandi“ eins og hann orð-
aði það í vetur. Steingrímur segir
nú að viðbrögð Íslands séu til eft-
irbreytni og á þar við neyðarlögin.
Þetta örlæti hans á hrós er athygl-
isvert í ljósi þess að hann sat sjálfur
hjá við samþykkt laganna. Stein-
grímur rekur áhrif hrunsins haustið
2008 og segir útlitið hafa verið svart
fram á mitt ár 2009, sem er sá tími
þegar ríkisstjórn hans og Jóhönnu
Sigurðardóttur tók til starfa. Hafi
verið hafist handa við að draga úr
útgjöldum og auka tekjur. Fjárlög
ríkisins undanfarin þrjú ár voru
aldrei líkleg til vinsælda, segir
Steingrímur, en í þeim fólust að-
gerðir sem voru óumflýjanlegar.
„Af þessu höfum við dregið ýmsan
lærdóm sem að hluta á erindi við
önnur Evrópulönd,“ segir hann.
Það er mikils virði að hann sér og
viðurkennir nú að aðgerðirnar voru
óumflýjanlegar, því
það þýðir að hvaða rík-
isstjórn sem er hefði
orðið að grípa til
þeirra. Rétt er að
gjalda hrós við hrósi,
Steingrímur og Jó-
hanna hafa verið dug-
mikil og staðið vaktina
síðan og það hefur
ekki alltaf verið auð-
velt. Þau eiga þakkir
skildar fyrir sitt mikla
starf.
List hins hégómlega
Sumir stjórnmálamenn nefna
pólitíkina drýgindalega „list hins
mögulega“. Nær væri að nefna
hana „list hins hégómlega“. Margir
þeirra reyna að skreyta sig láns-
fjöðrum, það er skiljanlegt, en
verra er þó að þeir reyna að gera
lítið úr störfum andstæðinga sinna.
Gamla góða reglan um að þakka
skuli það sem vel er gert gildir ekki
í pólitík. Stjórnmálamenn gætu
bætt ímynd sína með því að taka
sér tak að þessu leyti. Nú hefur
Steingrímur vikið frá þessu og ég
veit að fleirum en mér sem að mál-
um komu hlýnar um hjartarætur.
Það sem var öðruvísi
Fyrst Ísland er orðið fyrirmynd
sem önnur Evrópulönd eiga að
fylgja þá er rétt að greina nánar í
hvaða efnum landið skar sig úr í
viðbrögðum við fjármálaáfalli. Eins
og við heyrum í fréttum eru hag-
fræðingar kallaðir til á ögur-
stundum efnahagsmála. Aðhald
peningastefnu er eilíft viðfangsefni
en áföllum er samt mætt með því að
prenta meiri peninga. Ég hefi áður
líkt slíku við það að alkóhólista sé
gefinn afréttari, tilgangurinn er að
fá hann til að funkera í einn dag
enn, sjálft meinið er ekki reynt að
lækna. Þriðjudaginn 30. september
2008 stofnaði bankastjórn Seðla-
banka Íslands „aðgerðahóp“ til að
gera tillögur um viðbrögð við yf-
irvofandi fjármálaáfalli. Í aðgerða-
hópnum voru auk starfsmanna
bankans þrír sérfróðir menn, einn
hæstaréttarlögmaður, einn löggilt-
ur endurskoðandi og einn viðskipta-
fræðingur með bankareynslu. Eng-
inn hagfræðingur. Þessi hópur
nálgaðist verkefnið eins og menn
endurskipuleggja fjárhag fyr-
irtækis sem riðar til falls. Farið var
yfir þekkt viðbrögð í nálægum lönd-
um, kosti þeirra og galla, hug-
myndum safnað og þær lagðar á
borð ráðuneytisstjóra sem vitjuðu
hópsins. Útkoman varð sem kunn-
ugt er íslenska leiðin eins og hún
birtist í neyðarlögunum. Meg-
inefnið var að gömlu bankarnir
voru látnir falla í fang kröfuhafa
sinna en íslenska ríkið stofnaði nýj-
an banka við hlið hvers hinna gömlu
og færði innlánsviðskipti, innlend
útlánaviðskipti og greiðslumiðlun til
hinna nýju banka. Tildrög þess að
ég var boðaður til þessara verka
voru að ég hafði ritað grein í Mbl.
hinn 15. apríl 2008 og lýst slíkum
hugmyndum. Þá voru innlán gerð
að forgangskröfum með aft-
urvirkum hætti, brútal aðgerð,
nokkuð sem aðeins gat gengið í ljósi
neyðarréttar ríkis sem barðist fyrir
sjálfstæði sínu og tilveru. Um það
má lesa í 7. hefti skýrslu RNA.
Steingrímur segir að önnur lönd
geti lært ýmislegt af því hvernig Ís-
lendingar tóku á bönkunum.
Ómögulegt hafi verið að bjarga öllu
bankakerfinu árið 2008 og sú
ákvörðun að skipta bönkunum upp í
nýja og gamla hafi gefist vel.
Verndun innistæðna
Steingrímur segir reynslu um all-
an heim sýna okkur að trygg-
ingasjóðir innistæðna gefi aðeins
takmarkaða og í sumum tilfellum
falska vernd. Á Íslandi hafi inni-
stæðutryggingar verið sambæri-
legar við önnur Evrópulönd og
reynst lítils megnugar við hrunið.
Alþingi hafi með neyðarlögunum
veitt innistæðum forgang á aðrar
kröfur og það hafi reynst lykilatriði
til að komast út úr kreppunni.
Neyðarlögin tryggi að kröfum allra
innistæðueigenda hafi verið eða
verði mætt að fullu. Hann hvetur
leiðtoga Evrópu til að íhuga hvort
ekki sé bæði tímabært og skyn-
samlegt að innleiða sambærilegan
forgang innistæðueigenda í lög. Það
muni senda skýr skilaboð um að
ekki sé hægt að seilast í sparifé al-
mennings þegar illa fer fyrir bönk-
um. Þannig geti erfið lexía Íslands
kannski orðið Bretlandi og evru-
svæðinu til góðs. Við þetta má bæta
að alls ekki má hvika frá þessu, það
mundi rýra trúverðugleikann.
Það er rétt sem Steingrímur seg-
ir að öll lönd ættu að gera innlán að
forgangskröfum, með því yrðu
tryggingasjóðir innlána öflugir. Að
einu leyti þarf þó að fínstilla þetta
við hentugleika. Innlán fjár-
málastofnana hverrar hjá annarri
eiga ekki að njóta forgangs. Meðan
svo er geta menn notfært sér for-
ganginn og látið millibankainnlán
koma í stað beinna lána. Það munu
menn gera að óbreyttu.
Eftir Ragnar
Önundarson » Þriðjudaginn 30.
september 2008
stofnaði bankastjórn
Seðlabanka Íslands „að-
gerðahóp“ til að gera til-
lögur um viðbrögð við
yfirvofandi fjármála-
áfalli.
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fyrrverandi bankastjóri.
Batnandi ráðherra er best að skrifa
Alvarleg í bragði Þeir voru heldur kuldalegir á að líta, ferðamennirnir í rigningunni í Bankastræti í gær, en vel útbúnir voru þeir þó og létu eflaust veðrið ekki hindra sig í því að skoða borgina.
Ómar