Morgunblaðið - 01.09.2012, Síða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012
✝ Erlendur Han-sen fram-
kvæmdastjóri
fæddist á Sauð-
árkróki 26. ágúst
1924. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks 26.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Friðrik
Hansen, kennari,
vegavinnuverk-
stjóri, oddviti og ljóðskáld, f.
17.1. 1891, frá Sauðá við Sauð-
árkrók, d. 27.3. 1952, og Jós-
efína Erlendsdóttir Hansen,
saumakona og klæðskeri, f.
2.11. 1894 á Beinakeldu, Torfa-
lækjarhreppi, A-Hún. d. 19.11.
1937. Alsystkini Erlendar eru:
Emma Ásta Sigurlaug, f. 15.2.
1918, d. 2.7. 2010, Ástríður
Björg, f. 6.6. 1920, d. 17.10.
1993, Matthías Kristján, f. 26.6.
1921, d. 6.7. 2009, Ragnar, f.
17.4. 1923, d. 1.7. 2011, Jóhann-
es Friðrik, f. 23.12. 1925, Björg
Jórunn, f. 25.6. 1928, Guð-
mundur, f. 12.2. 1930. Hálfsystk-
ini Ásgerður Guðmundsdóttir,f.
14.5. 1914, d. 23.12. 1991, Þor-
björg, f. 5.11. 1929, Sigurður, f.
árkróki og Stóru-Giljá í Húna-
vatnssýslu hjá móðurbræðrum
sínum, þar sem áhuginn á
stjórnmálum kviknaði. Hann var
kosinn f.h. Alþýðuflokksins í
fyrstu bæjarstjórn Sauðárkróks
í júlí 1947. Bæjarfulltrúi 1947-
1950, 1960-1962 og 1966-1974.
Sat fjölmörg Alþýðuflokksþing
og var fulltrúi fyrir Verka-
mannafélagið Fram á Alþýðu-
sambandsþingi. Einn af stofn-
endum Iðnsveinafélags
Skagafjarðar 1965. Skipaður af
félagsmálaráðherra formaður
framkvæmdanefndar bygging-
aráætlunar fyrir Sauðárkrók
1967. Erlendur hlaut meist-
arabréf í rafvirkjun 1956 og rak
eigið rafmagnsverkstæði til
1972. Stofnaði og rak ásamt Jó-
hönnu saumastofuna Vöku frá
1972-1988 og þar í framhaldi
fasteignafélagið Erlendur Han-
sen sf. Erlendur var mikill
áhugamaður um sögu og menn-
ingu Skagafjarðar og Húna-
vatnssýslu. Hann safnaði bók-
um, handritum og ljósmyndum
og hélt vandaðar skrár yfir þær.
Hann var einnig vel hagorður
eins og hann átti ætt til og er til
fjöldi ljóða og lausavísna eftir
hann.
Erlendur verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju í dag, 1.
september 2012, kl. 11.
24.12. 1939, Jós-
efína, f. 5.5. 1942,
Eiríkur, f. 4.1.
1945, Friðrik, f. 2.6.
1947, d. 30.12.
2005. Dóttir Er-
lendar og Regínu
Bjargeyjar, f. 3.4.
1931, Jósefína E.
Hansen, bóndi, f.
4.8. 1956. Hennar
maður er Tryggvi
Eymundsson skrif-
stofumaður, f. 8.10. 1940. Dóttir
þeirra Regína Petra, f. 30.4.
1991, nemi í sálarfræði. Sam-
býliskona Erlendar til 36 ára Jó-
hanna Lárentsínusdóttir, f. 16.9.
1926 í Stykkishólmi. Sonur
hennar Sigurður Lárus Hólm
verkfræðingur, f. 28.5. 1955.
Eiginkona hans er Jóhanna
Bárðardóttir, f. 13.6. 1954. Syn-
ir þeirra Jóhann Ari Lárusson
tölvunarfræðingur, f. 16.12.
1980. Hans unnusta Alda Æg-
isdóttir leikskólakennari, f.
10.4. 1980. Friðrik Lárusson raf-
magnsverkfræðingur, f. 28.10.
1984. Eiginkona Helga Marín
Gestsdóttir lögfræðingur, f. 7.5.
1984.
Erlendur ólst upp á Sauð-
Við fráfall afa er margs að
minnast bæði úr nútímanum en
einkum frá mörgum sumrum
sem við ungir pjakkar dvöldum á
Sauðárkróki hjá honum og
ömmu. Tími sem mótaði okkur til
allrar framtíðar og var stór þátt-
ur í okkar uppeldi. Við þekktum
hann sennilega öðruvísi en flestir
Skagfirðingar.
Við sátum í bílnum, keyrðum
um Sauðárkrók fræddumst um
sögu staðarins, eyjanna úti á
firði, Tindastóls o.s.frv., hittum
vini hans og spjölluðum. Keyrð-
um upp á hauga, þar sem við sát-
um í fanginu á afa og ókum
Brúna (K-510) og Bláa. Mesta
spennan var í hvorum enda bæj-
arins bíltúrinn endaði. Norður-
endi þýddi Kattholt (Aðalgata
21), og þá fengum við Draum frá
Bjarna Har. Suðurendinn; við
vorum á leiðinni á Kimbastaði
eða í hesthús til Ingimars, þá var
komið við í Ábæ.
Kattholt er sterkt í minning-
unni. Hrúguðumst fram og aftur,
gramsandi í tólum og tækjum
sem við vissum ekkert hvað voru
en gáfu okkur sýn inn í gamlan
tíma. Afi hjálpaði okkur að smíða
hvert undratækið á eftir öðru úr
gömlu timbri eða öðru því sem
við fundum í Kattholti, sama
hversu klikkuð hugmyndin var.
Minnisstætt er þegar hann
kenndi okkur að nota sporjárn.
Við bjuggum til lest á gámaskipi
sem var fleytt á tjörninni í Litla-
skógi og alls konar byssur til nota
á Nöfunum.
Út að ós að veiða, hvort sem
var að morgni eða seint um kvöld,
og amma eldaði aflann. Síðasta
Drangeyjarferðin er, eins og þær
allar, minnisstæð. Á heimleiðinni
mokuðum við upp þorski sem afi
og Jón á Reykjum verkuðu jafn-
óðum, enn ein kennslan.
Alltaf tók hann þátt í leikjum
og „borgaði“ sig inn á „sýningar
og viðburði“ sem við bræðurnir
settum upp á Skagfirðingabraut-
inni. Hann með kveikjara og bréf
í stofunni, kveikti í bréfunum í
skál og „hringdi“ svo á slökkvilið-
ið og inn óðum við með slökkvi-
tækið og slökktum „bálið“, þess á
milli var koddaslagur.
Afi var hafsjór af fróðleik.
Hann opnaði okkur gátt inn í
heim, sem við erum þakklátir fyr-
ir að hafa kynnst. Hann reyndi
hvað hann gat að kenna okkur að
yrkja. Við höfðum ekki mikinn
skilning þá, en höfum nú. Afi varð
sáttur þegar við loksins gátum
kastað fram ambögulegum vísu-
brotum. „Úti er þoka …“ var ein.
Hann var alltaf að hvetja okkur.
Við munum margar skemmti-
legar stundir frá seinni árum, þar
sem afi var að spá og velta vöng-
um yfir öllu milli himins og jarð-
ar, heilsu, pólitík og hvað „tekur
við“. Hann var óþreytandi að
segja frá hvað hann var að hugsa
og var spenntur að heyra okkar
innlegg. Alltaf að ljósrita og
klippa úr blöðum fróðleik sem
hann vildi gefa okkur og ræða
um.
Virðing fyrir landi og þjóð var
okkur innrætt ungum í Skaga-
firðinum. Á seinni árum sýndi afi
námi okkar mikinn áhuga, studdi
okkur með ráðum og dáð og
spurði margs. Þá snerust hlut-
verkin við. Hann í hlutverki nem-
andans en við reyndum af
fremsta megni að fræða. Til stað-
ar var sama þolinmæðin að hlusta
og ræða saman.
Við náðum því ekki að vera
jafningjar afa, en hann var fyrst
og fremst vinur okkar og fyrir
það þökkum við. Hvað tekur við
skýrist síðar.
Jóhann Ari og Friðrik
Lárussynir.
Ó blóm, sem deyið! Björtu
vökunætur,
sem bráðum hverfið inn í
vetrarskuggann!
Hvers er að bíða? Hægt ég rís á fæt-
ur,
og hljóður dreg ég tjöldin fyrir
gluggann.
(Tómas Guðmundsson)
Erlendur Hansen kvaddi á átt-
tugasta og áttunda afmælisdegi
sínum. Það var honum líkt. Það
var alltaf stíll yfir öllu sem hann
tók sér fyrir hendur, listrænn
þokki yfir framkomu hans og
verkum. Hann bjóst á brott þeg-
ar blómin blikna og næturnar
björtu eru á förum.
Erlendur var í rauninni
draumamaður, ljóðrænn elsk-
hugi þeirrar fegurðar sem lista-
menn þrá og leita að alla ævi.
Ungur kvað hann vísu sem hver
trúbadúr miðalda hefði verið full-
sæmdur af:
Einn er ég að reika meðan
aftanroðinn dvín,
enga fæ ég hvíld í þetta sinn.
Í húmi minna drauma döpur stjarna
skín
og döggin vætir griðastaðinn minn.
Svo liðu dægrin – og árin. Í
ljós kom að ljóðræni draumamað-
urinn var ekki utangátta reikun-
armaður heldur stóð föstum fót-
um í raunveruleikanum.
Rúmlega tvítugur var hann kjör-
inn í fyrstu bæjarstjórn Sauðár-
króks og tók þátt í stjórnmálum
nánast alla sína ævi. Þar vann
hann fyrir þá sem höllum fæti
stóðu og dró ekki af sér. Hann
gerðist einnig mikilvirkur fram-
kvæmdamaður, stofnaði fyrir-
tæki sem veitti mörgum vinnu og
framleiddi gæðavöru úr íslensku
hráefni. Sjálfur varð hann allvel
efnum búinn og eignaðist fallegt
heimili.
En ljóðræni strengurinn slitn-
aði ekki þótt á honum slaknaði í
áranna önn. Síðustu áratugi hóf
hann að yrkja að nýju og var þá
ljóst að draumarnir voru enn á
sínum stað, þráin sterka eftir feg-
urð og samræmi.
Og nú hafa tjöldin verið dregin
fyrir. Erlendur Hansen hefur
stigið „hið dimma fet“ og honum
fylgja þakkir okkar Bjargar fyrir
ljúfar, liðnar stundir. Jóhönnu,
sem veitti breiðfirskri kvöldbirtu
yfir líf hans mörg síðustu árin, og
ástvinum hans öðrum sendum við
hugheilar samúðarkveðjur og
biðjum þeim allrar blessunar.
Ólafur Haukur
Árnason.
Erlendur Hansen
Í dag minnist ég þess að bróðir
minn hefði orðið 70 ára ef hann
væri á lífi. Hann fæddist í Ólafs-
vík, sonur hjónanna Steins Krist-
jánssonar og Dagbjartar Nönnu
Jónsdóttur. Addi var þriðji í röð
fjögurra systkina. Systur hans
eru Eygló, látin, Halla og Nína.
Einnig átti hann uppeldisbróður
sem heitir Hilmar Gunnarsson.
Addi giftist Erlu Þórðardóttur og
áttu þau synina Ólaf og Steinar.
Addi byrjaði snemma að vinna
Adolf L. Steinsson
✝ Adolf L. Steins-son fæddist í
Ólafsvík 1. sept-
ember 1942. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 7. októ-
ber 2011.
Útför Adolfs var
gerð frá Háteigs-
kirkju 18. október
2011.
eins og algengt var
á þessum árum.
Hann var lengi á sjó
en síðan urðu þátta-
skil í lífi hans þegar
honum bauðst starf
sem lögregluþjónn í
Ólafsvík. Við það
starfaði hann í 30 ár
og þar af 20 ár sem
varðstjóri. Árið
2000 flytja Addi og
Erla svo til Reykja-
víkur en þá hafði Erla átt við
veikindi að stríða í mörg ár og
lést hún í október þetta sama ár.
Addi fór að vinna hjá lögreglunni
í Mosfellsbæ og líkaði það vel.
Hann átti farsælan starfsferil hjá
lögreglunni og var vel liðinn og
vinsæll. Eftir að hann hætti að
vinna flutti hann upp á Skaga þar
sem hann bjó síðustu fjögur árin
og var þá nær sonum sínum og
fjölskyldum þeirra.
Kveðja til þín elsku bróðir sem
okkur þótti öllum svo vænt um.
Nína og fjölskylda.
Þótt tárin mín renni og kinnarnar
væti
og argað og gargað af vantrú ég
gæti.
Þá ósanngjarnt lífið svo oft hérna er
fljótt breytast veður og vindáttin hér.
Æj, Berglind mín ljúfust með
saknaðar brag
þú lagðir í ferðina hinstu í dag
Berglind Ósk
Guðmundsdóttir
✝ Berglind ÓskGuðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1. sept-
ember 1980. Hún
lést 20. desember
2012.
Útför Berg-
lindar var gerð
frá Fossvogskap-
ellu 3. janúar
2012.
mót ljósinu bjarta flaug
sálin þín inn
í friðsælan, kyrrlátan
himininn.
Svo fallegur engill nú
bæst hefur við
herskara drottins við
himnanna hlið.
Sálin var alltaf af bjart-
sýni full
blikandi ljósberi,
fegursta gull.
Ég bið fyrir þér og ég bið fyrir þeim
sem bugaðir horfa á eftir þér heim
þín minnst verður ætíð sem hetju á
jörð
um minningu þín við stöndum öll
vörð.
(Soffía R.)
Mamma og pabbi.
Sendum
frítt
hvert á
land
sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og mágur,
ALBERT PÁLSSON,
lést þriðjudaginn 21. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Anton Emil Albertsson,
Benedikt Aron Albertsson,
Guðrún Albertsdóttir, Páll Björnsson,
Birkir Pálsson, Helga Stefánsdóttir,
Hildur Pálsdóttir, Einar Einarsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
vinkona, dóttir, systir og mágkona,
ANNA STEINUNN ÁGÚSTSDÓTTIR,
Sjafnargötu 10,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 23. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 5. september kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Menntunarsjóð
barnanna. Reikningsnúmerið er 0301-13-703715 og kenni-
talan er 040291-2459.
Kjartan Bjargmundsson,
Elsa Kjartansdóttir,
Bjargmundur Ingi Kjartansson,
Ingibjörg Kjartansdóttir,
Ragnheiður Ólína Kjartansdóttir,
Ágúst H. Elíasson,
Elsa Vestmann Stefánsdóttir, Birgir Sigurðsson,
Einar Ingi Ágústsson, Ásta Margrét Guðlaugsdóttir,
Elías Halldór Ágústsson, Kristín Vilhjálmsdóttir,
Eva Ágústsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
GRÉTAR SIGURÐSSON
bókbindari,
Hvassaleiti 109,
sem lést á Landspítalanum laugardaginn
25. ágúst, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. september
kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Ingveldur Fr. Sigmundsdóttir,
Sigmundur Þ. Grétarsson, Eirný Valsdóttir,
Ómar Grétarsson,
Rúnar Grétarsson, Jóna Grétarsdóttir,
Guðrún Erla Grétarsdóttir, Anton Brink Hansen
og barnabörn.
GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON
rithöfundur
er látinn.
Ingunn K. Jakobsdóttir.
✝
Faðir okkar,
GUÐMUNDUR HANSEN FRIÐRIKSSON,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 30. september.
Gísli Guðmundsson,
Friðrik Hansen Guðmundsson,
Kristján G. Guðmundsson,
Árni J. Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.