Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 245. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Andlát: Magnús Bjarnfreðsson 2. Tína mörg tonn af berjum til sölu 3. Eiginmaðurinn keyrði fremur … 4. Guðgeir vill vægari refsingu  Gítarleikarinn Bill Frisell heldur tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur í kvöld kl. 20 í Silfurbergi í Hörpu. Á tónleikunum mun hann flytja tónlist eftir John Lennon ásamt hljómsveit. Frisell og félagar flytja lög Lennons  Sex bækur úr syrpu Áslaugar Jónsdóttur, Rakel Hemsdal og Kalle Güettler um stóra og litla skrímslið voru gefnar út í Kína í fyrradag af forlaginu Maitian Press. Sama dag tók Áslaug þátt í samnorrænni mál- stofu á bókasýningunni í Peking sem mun vera sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Í fyrra tóku 1.800 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni. Skrímslabækurnar gefnar út í Kína  Þrjú ungskáld frá Akureyri munu í dag kl. 16 bjóða til upplestrar í Flóru, Hafnarstræti 90 á Akureyri. Ung- skáldin eru þau Vilhjálmur B. Braga- son, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Gunnar Már Gunn- arsson. Ungskáldin munu lesa upp glæ- nýtt efni eftir sig ásamt eldra góð- gæti, eins og því er lýst í tilkynn- ingu. Aðgangur er ókeypis. Þrjú ungskáld lesa í Flóru á Akureyri FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13 m/s og víða skúrir, hægari vindur og bjart veður A- lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á NA- og A-landi. Á sunnudag Norðvestan 8-13 m/s við NA-ströndina, annars hægari norðlæg eða breyti- leg átt. Léttir víða til, en smáskúrir NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á S- og SA-landi. Á mánudag Suðaustan- og austanátt, víða 10-15 m/s og rigning. Hiti 8 til 13 stig. Á þriðjudag Ákveðin norðanátt. Rigning norðanlands, en þurrt syðra. Hiti 6 til 15 stig. Stjórn Körfuknattleikssambands Ís- lands hefur ákveðið að setja á svo- kallað þriggja dómara kerfi í efstu deild karla í körfuknattleik og tekur breytingin gildi á tímabilinu sem senn fer í hönd. Nokkur óánægja ríkir þó innan félaganna sem eiga lið í efstu deild karla vegna þess kostn- aðar sem því fylgir að greiða þremur dómurum en ekki tveimur. »4 Umdeilt þriggja dómara kerfi í körfuboltanum Matthildur Ylfa Þorsteins- dóttir endaði í 8. sæti í langstökki á Ólympíumóti fatlaðra í gær á fyrsta keppnisdegi Íslendinganna fjögurra. Hún var nærri sín- um besta árangri. Helga Sveinssyni gekk ekki vel en Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir bættu sig í baksundi sem er þó einungis upphitunar- grein. »2-3 Matthildur náði sér vel á strik Óvíst er hvort Kolbeinn Sigþórsson getur leikið með íslenska landsliðinu þegar það mætir Noregi og Kýpur í fyrstu leikjunum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu. Kolbeinn glímir við meiðsli í öxl og spilar ekki með Ajax um helgina. Hann heldur í von- ina um að geta spilað lands- leikina en er ekki bjartsýnn. »1 Kolbeinn er ekki bjart- sýnn með landsleikina Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þetta var ótrúlega skemmtilegt æv- intýri, þó svo að endirinn yrði því miður snubbóttur,“ segir Kári Hún- fjörð Einarsson, trompetleikari með meiru, en hann var fyrir nokkru beð- inn um að leika hátíðarlög um borð í snekkjunni Octopus þegar tekist hefði að ná skipsbjöllunni af Hood af hafsbotni. Þeir sem fengu Kára til verkefnisins runnu á hljóðið í bók- staflegri merkingu því þeir fundu Kára þar sem hann spilaði ásamt fé- lögum sínum í Hljómskálagarðinum. Nokkrum klukkustundum síðar var hann kominn um borð í risasnekkju milljarðamæringsins Paul Allen, ann- ars af stofnendum Microsoft. Í samvinnu við breska sjóherinn var fyrirhugað að fara á Octopus að staðnum þar sem herskipinu Hood var sökkt 1941. Alls fórust 1.415 manns, en aðeins þrír komust lífs af, þegar skipið sökk í Grænlandssundi milli Íslands og Grænlands í orrustu við þýska herskipið Bismarck. Ætl- unin var að kafbátur frá snekkjunni myndi kafa að skipinu í haust og sækja bjölluna, sem er á hafsbotni skammt frá flaki Hood. Að spila í Hljómskálagarðinum Vegna bilunar í Octopus varð að hætta þessari annarri tilraun til að bjarga bjöllunni eftir tveggja sólar- hringa siglingu frá Reykjavík. Kári er því aftur kominn til starfa sinna sem aðstoðarskólastjóri í Tónlistar- skólanum á Seltjarnarnesi og stjórn- andi Lúðrasveitar verkalýðsins. Æv- intýrið geymir hann með sjálfum sér og vonar að framhald verði á þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju. „Þetta var allt með miklum ólík- indum,“ segir Kári. „Ég var uppábúinn ásamt fleirum í Hljómskálagarðinum að spila í myndbandi fyrir efnilegan tónlistar- mann sem heitir Gabríel. Allt í einu komu þarna tveir menn sem höfðu heyrt í okkur, annar íslenskur, en hinn frá Octopus. Þá vantaði mann til að spila á lúður, sem heitir bugle upp á ensku, og var bent á mig. Eftir að hafa talað saman nokkra stund var ég ráðinn um borð í Octopus til að spila viðeigandi tónlist við hátíðlega athöfn þegar skipsbjallan af Hood kæmi upp á yfirborðið. Ég fékk nákvæma skrá yfir hvað ég átti að spila við þessa athöfn þar sem voru ræðuhöld og blómum átti að kasta á sjóinn þar sem skipinu var sökkt. Hljóðfærið hafði ég aldrei spil- að á áður, en er í raun sama rörið og trompet án takka og mikið notað af hernum og við hirðina. Ég gat á skömmum tíma gert ráðstafanir vegna vinnu og var kominn um borð í snekkjuna daginn eftir. Þetta er al- veg þokkalegasta skip og það var vel tekið á móti mér um borð.“ MSkipsbjalla Hood »22 Ævintýri trompetleikarans  Átti að leika á lúður er skips- bjallan á Hood kæmi á yfirborðið Morgunblaðið/Sigurgeir Feðgar Kári Húnfjörð Einarsson leiðbeinir Einari syni sínum, en tónlistin er í stóru hlutverki á heimilinu. Kári segir að vaxandi áhugi sé meðal ungs fólks fyrir því að kunna að leika á blásturshljóð- færi. Það sjái hann á þátttöku í skólalúðrasveitum og einnig rót- grónum lúðrasveitum. „Þetta á almennt við um hljóð- færi, það er einfaldlega hipp og kúl að geta bjargað sér á hljóð- færi. Tónlistarskólarnir dæla út efnilegum krökkum og í lúðrasveit- um er í raun um tvöfalt kerfi að ræða þar sem krakkarnir fá flestir fyrst kennslu í tónlist- arskólum og svo á æfingum með hljómsveitinni. Þetta skilar sér líka í fjölmargar aðrar hljómsveitir sem hafa verið að gera það gott heima og erlendis á síðustu miss- erum. Um blásarana get ég sagt að þeir læðast ekki lengur með veggjum og þykja skrýtnir heldur hafa þeir sannarlega ástæðu til að vera stoltir og bera höfuðið hátt,“ segir Kári. Stoltir í lúðrasveitum MIKILL TÓNLISTARÁHUGI MEÐAL UNGS FÓLKS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.