SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Síða 13
9. september 2012 13
Bíla- og vélavörur
...sem þola álagið!
Það borgar sig
að nota það besta!
Viftur
HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir
Stýrisendar
og spindilkúlurViftu- og tímareimar
Kúplingar- og höggdeyfar
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
www.falkinn.is
Fyrir nokkru átti ég þess kost að heimsækja þann hlutaHarvard-háskóla sem kennir sig við John F. Kennedyog sérhæfir sig í opinberri stjórnsýslu. Í stuttri skoð-unarferð um fremur látlaus húsakynni skólans sagði
fyrrverandi nemandi frá metnaðarfullri stefnu, áherslum og af-
rekum skólans. Sérstaka athygli vöktu áberandi veggskreyting-
ar víða á skólasvæðinu með áletruninni; „ask what you can do“
eða „spyrðu hvað þú getur gert“.
Þrátt fyrir augljósa tilvísun í fræga ræðu fyrrverandi forseta,
sem hvatti landa sína til að spyrja ekki aðeins hvað landið þeirra
gæti gert fyrir þá heldur hvað þeir gætu gert fyrir landið sitt, var
upplýst að þessar veggskreytingar væru ekki aðeins upprifjun á
þessum fallegu orðum heldur stöðug áminning um kjarnann í
öllu starfi skólans. Nemendur eru hvattir til að spyrja sig þess-
arar spurningar og skólinn sér það sem sitt meginhlutverk að
útskrifa einstaklinga sem axla ábyrgð, skilja að framlag allra
skiptir máli og hafa það að markmiði að bæta samfélagið. Leið-
arljósið er þannig skýrt og alltaf í forgrunni; spyrðu hvað þú get-
ur gert.
Undir þessari lýsingu varð
mér hugsað heim. Heim til Ís-
lands sem þarf svo mikið á því að
halda að við öll, hvert fyrir sig og
hvert fyrir annað, spyrjum okk-
ur að því hvað við getum gert.
Hvað við getum gert fyrir landið
okkar, fólkið og framtíðina.
Svörin verða auðvitað mismun-
andi eftir einstaklingum og að-
stæðum en þau verða öll merki-
leg og mikilvæg til að okkur
takist að byggja hér gott sam-
félag.
Það hefur lengi verið skoðun
mín að það verk sem þjóðin
stendur frammi fyrir og bíður
okkar næstu árin sé stærra en
svo að það verði leyst af einum
leiðtoga, einni ríkisstjórn eða
einum meirihluta. Verkið þarfnast okkar allra og það þarfnast
þess að við séum reiðubúin að spyrja fyrst hvað við getum sjálf
gert, áður en lausnanna er leitað hjá öðrum eða öðru.
Í stóru sem smáu geta allir lagt hönd á plóg. Ekki aðeins þeir
sem með völdin fara og eiga og geta gert það besta fyrir land og
þjóð, heldur einnig þeir sem veita því valdi aðhald og eiga og
geta bent á aðrar lausnir og þannig haft áhrif til góðs. Ef betur
væri hlustað á þær raddir og aðrar og ef stjórnmálamenn væru
almennt reiðubúnir að vinna með lýðræðislegri hætti í anda
áminningarinnar um „hvað ég get gert“ væri stórsigur unnin.
En slík breyting í stjórnmálum skiptir þó ekki öllu, nema breyt-
ing í almennu hugarfari okkar allra fylgi.
Verkið framundan þarfnast allra. Ekki aðeins stjórnmála-
manna sem skilja að þeirra hlutverk er að gera sitt allra besta
fyrir sem allra flesta, heldur einnig kennara sem vita að góð
menntun gerir framtíðina betri og bjartari; iðnaðarmanna sem
vita að vel unnið verk er þeim til sóma og öðrum til öryggis og
ánægju; fræðimanna sem vita að vönduð þekkingarleit er for-
senda nýrra uppgötvana og aukinna lífsgæða; álitsgjafa sem
skilja að vandvirkni og virðing skiptir miklu til að lýðræðisleg
umræða sé almenn og skili árangri og foreldra sem vita að fátt er
mikilvægara en að búa börnin sín undir þá áskorun að spyrja sig
stöðugt hvað þau geti gert sjáfum sér og öðrum til góðs.
Við þekkjum öll sögur af einstöku fólki sem svarar þessari
spurningu með afgerandi hætti. Hvort sem það er bekkur í
Hagaskóla sem nýlega safnaði fyrir hughreystandi gjöf handa
ungum vin sem hafði misst föður; sá stóri hópur fólks sem á ári
hverju hleypur Reykjavíkurmaraþon og safnar áheitum til góðra
mála eða lögfræðinemarnir sem reglulega bjóða þeim sem þurfa
mikilvæga ráðgjöf og aðstoð án endurgjalds. Allt einstaklingar
sem hafa spurt sig hvað þeir sjálfir geta gert og svarað með því að
láta gott af sér leiða. Einstaklingar sem bíða ekki eftir því að aðrir
gangi til verka fyrir þá, heldur ganga sjálfir til þeirra verka.
Ísland er auðugt af slíku fólki. Nýtum þá auðlind, þann vilja og
kraft og minnum okkur sjálf og hvert annað stöðugt á spurn-
inguna; hvað getur þú gert?
Hvað getur
þú gert?
’
Það hefur
lengi verið
skoðun mín
að það verk sem
þjóðin stendur
frammi fyrir og
bíður okkar næstu
árin sé stærra en
svo að það verði
leyst af einum
leiðtoga, einni
ríkisstjórn eða
einum meirihluta.
Úr ólíkum
áttum
Hanna Birna Kristjánsdóttir
hanna.birna.kristjansdottir-
@reykjavik.is
Fyrirsætur stilla sér upp á
tískukynningu Nonoo á
tískuhátíð sem kennd er við
Mercedes Benz og haldin í
Milk Studios í New York. Þar
eru hönnuðirnir þegar farnir
að spá og spekúlera í vor-
tískunni. Og líklega verður
þetta að teljast fyrsti vor-
boðinn.
Veröld
Fyrsti
vorboðinn
AFP
Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Fullkomin netverslun með
hljóðfæri og hljóðbúnað
Nýr og glæsilegur vefur
www.hljodfaerahusid.is