SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 38
Þegar allt lék í lyndi hjá hjónunum, óneitanlega fögur á að líta bæði tvö Hjónabönd í Hollywood virðast vera hriplekeins og gatasigti. Ætli það sé ekki erfitt aðhalda trúnaði við makann þegar maður ernánast fullkominn í útliti, umvafinn pen- ingum, hæfileikaríkur í meira lagi svo ekki sé minnst á fyrirferðarmikla frægð? Fyrirmyndarfjölskyldan blekking Tónlistarmaðurinn Seal kom fram á dögunum og sagð- ist vera kokkáll. Hann og ofurfyrirsætan Heidi Klum hafa verið draumapar Hollywood síðustu sjö ára. Þau eiga fjögur börn: Leni 7 ára, Henry 6 ára, Johan 5 ára og Lou sem er tveggja ára. Heidi og Seal hófu samband sitt, 2004 þegar hún var ólétt að Leni en blóðfaðir hennar er Flavio Briatore, framkvæmdastjóri Formúlu eitt liðsins Re- nault. Seal var viðstaddur fæðingu barnsins og ættleiddi hana formlega 2009. Allt virtist leika í lyndi hjá hjónunum sem endurnýjuðu heit sín árlega frammi fyrir vinum og fjölskyldu. Fjöldi mynda birtist af þeim í fjölmiðlum þar sem hamingjusöm fyrirmyndarfjölskylda blasti við. Því kom fréttin af skiln- aði þeirra fyrr á árinu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Meðan á hjónabandinu stóð birtist Heidi Klum í ófáum viðtölum þar sem hún vegsamaði móðurhlutverkið og full- yrti að ekki væri erfitt að samræma það og frama sinn sem fyrirsæta, þáttastjórnandi Project Runway, hönnuður og leikari svo fáein störf séu tínd til. Seal sagði að sá sem kokkálaði hann með hinni und- urfögru fyrirsætu Heidi Klum, væri lífvörður þeirra hjóna í fjögur ár, Martin Kirsten. Sannkallað dæmi um lífvarðar- heilkenni sem hefur herjað á margar ofurstjörnurnar. Heidi Klum sór allar ásakanir Seals af sér og sagði þær vera sprottnar af afbrýðisemi. Fljótlega dró Seal fullyrð- ingu sína til baka og vísaði til þess að þau væru einungis skilin að borði og sæng, lögskilnaðurinn væri ekki enn genginn í gegn. Því þætti honum ekki við hæfi að Heidi Klum væri í ástarsambandi því strangt til tekið væru þau enn gift. Háværar raddir hafa verið undanfarið um meint ástarsamband Heidi Klum og lífvarðarins og myndir hafa birst af þeim saman sem þykja renna stoðum undir sögu- sagnirnar. Illar tungur segja að með þessari fullyrðingu sé hann að koma orðrómi af stað til að reyna að tryggja sér stærri skerf af auðæfum Heidi Klum. Hún mun víst vera tekjuhærri en söngv- Draumapar Hollywood: Victori- a’s Secret fyrirsætan Heidi Klum og tónlistarmaðurinn Seal skildu í ár og hafa ratað á síður slúðurblaðanna fyrir vikið. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is AFP Kokkállinn Seal 38 9. september 2012 Í september 1979 birtist í Morgunblaðinu mynd af þeim Jóhann-esi Helga rithöfundi og Agnari Kofoed Hansen flugmálastjóra,þar sem þeir liggja yfir handriti að ævisögu hins síðarnefnda. Ábrattann hét bókin, þar sem Agnar sagði frá brautryðjenda- starfi sínu að flugmálum sínum hér á landi. Árið 1937 var Agnar ný- lega kominn heim frá flugnámi í Þýskalandi og gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að flugið yrði valkostur í samgöngum hér á landi. Vissulega höfðu verið gerðar nokkrar tilraunir í þá veru sem endað höfðu með brotlendingu. Norður á Akureyri voru menn hins vegar tilbúnir að taka slaginn. Agnar átti fumkvæðið, gekk á fund Vilhjálms Þór kaupfélagsstjóra KEA sem hóaði framtakssömum mönnum sam- an og lögðu þeir peninga til stofnunar Flugfélags Akureyrar. Það fyr- irtæki varð síðar Flugfélag Íslands – sem eftir sameiningu við Loft- leiðir árið 1973 varð Flugleiðir sem nú heitir Icelandair. Þó ekki væri nema sakir þessa alls var Agnar maður sem svo sannarlega markaði skil í Íslandssögunni og lét hann þó víðar að sér kveða. Rithöfundurinn Jóhannes Helgi og flugmálastjórinn Agnar Kofoed-Hansen liggja yfir handriti bókar. Myndasafnið 2. september 1982 Frumherji og flugkappi Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.