SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 39
arinn sem er helst þekktur fyrir lag sitt „Kiss from A Rose“ og hefur selt plötur í yfir 20 milljónum eintaka. Margir hafa velt vöngum yfir andliti hins nígersk-brasilísk ættaða Seal sem er líkt og alsett örum. Hann hlaut þau ekki í hnífabardaga í átök- um við glæpasamtök heldur er önnur skýring á málinu, ekki eins fjörug. Heldur eru þau afleiðing af svokölluðum sjúkdómi er nefnist Lupus og leggst helst á andlitið fyrir ofan háls og skilur eftir sig þessi djúpu spor. Framhjáhald eða álag? Líkt og margt annað sem tengist stjörnunum er oft og tíðum um hreinar getgátur að ræða um orsakir og afleiðingar hjónaskilnaðarins. Allt eins gæti ástæðan verið sú að álagið sem fylgir því að ala saman upp fjögur börn samhliða frama, frægð og aðgangshörðum fjölmiðlum hafi ruggað bátnum allhressilega. Slíkar „venjulegar“ ástæður selja ekki nándar nærri eins marga blaðapésa og flettingar á vefmiðlum, því er betra að halda sig við svikin lof- orð, biturð og gremju. Glamúr og glimmer, helst nóg af því. Tónlistarmaðurinn Seal hreppti aðalhnossið en þó aðeins í tæplega sjö ár. ’ Allt eins gæti ástæðan verið sú að álagið sem fylgir því að ala saman upp fjögur börn samhliða frama, frægð og aðgangshörðum fjölmiðlum hafi ruggað bátnum allhressilega. Slíkar „venjulegar“ ástæður selja ekki nándar nærri eins marga blaðapésa og flettingar á vef- miðlum, því er betra að halda sig við svikin loforð, biturð og gremju Fyrirsætan var gríðarlegavinsæl um allan heim íupphafi tíunda áratug-arins. Aldurinn hefur færst yfir og líkt og margir jafnaldrar hennar í fyrirsætubransanum hafa áherslurnar breyst; göngunum eftir sýningarpöllunum hefur snarfækkað og dýrðarljómi frægðar og fjölmiðla- umfjöllunar minnkað. Í dag taka börn og bura óhjá- kvæmilega meiri tíma en hún á þrjú börn með eiginmanni sínum, Matt- hew Vaughn; þau Caspar Matthew, sem fæddist 2003, Clementine Poppy, fædd 2004, og Cosimu Violet, sem fæddist 2010. Hún rekur stórt fata- hönnunarfyrirtæki undir merkinu Cashmere þar sem hún gegnir hlut- verki listræns stjórnanda. Fatalínan hefur fengið ágætis und- irtektir gagnrýnenda og er nokkuð hefðbundin í efnis- og litavali, sniðin eru látlaus en smekkleg. Schiffer fetar í fótspor margra þekktra stjarna sem hafa öðlast frægð fyrir fyrirsætustörf, tónlistariðkun, kvikmyndaleik eða eru hreinlega frægar fyrir að vera frægar líkt og Paris Hilton. Þegar vinsældir slíkra stjarna taka að dala eða þær vilja láta minna á sig virðast margar fara út í einhvers konar hönnun á eigin fatalínu, ilmvatni, snyrtivörum eða álíka tískutengdum varningi. Hún rekur einnig kaffihús sem nefnist Fashion Café, ásamt vinkonum sínum, fyrirsætunum Christy Turlington, Naomi Campbell og Elle Macpherson. Áður en Schiffer öðlaðist heimsfrægð ólst hún upp í smábænum Rheinberg í Vestur-Þýskalandi, skammt frá Duisburg. Hún ætlaði að feta í fótspor föður síns og verða lögfræðingur en sautján ára var hún uppgötvuð af Michel Levaton, yfirmanni umboðs- skrifstofunnar Metropolitan. Hún kláraði þó skólann í Þýskalandi áður en hún hélt til Frakklands og þar hófst fyrirsætuferillinn með því að hún sat fyrir á forsíðu franska tímaritsins Elle. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hún sýndi föt fyrir tískufyr- irtækið Guess? og öðlaðist alheimsfrægð og sat meðal annars fyrir fyrir gosdrykkjaframleiðendurna Pepsi og Fanta. Schiffer er enn á samningi við fyrirtækið L’Oréal og hefur verið það í rúman ára- tug. thorunn@mbl.is Claudia Schiffer á rauða dreglinum í Cannes í fyrravor við frumsýningu á mynd Paolo Sor- rentino „This Must Be The Place“. AFP Claudiu Schiffer ’ Í dag taka börn og bura óhjákvæmilega meiri tíma en hún á þrjú börn með eiginmanni sínum. Hvað varð um … Tískumynd af "ofur- fyrirsætunni" Schiffer frá árinu 1994. AFP Menntaður í flugi og herfræðum var Agnar Kofoed Hansen maður sem vakti eftirtekt. Árið 1939 sáust víða blikur þess að til ófriðar stefndi í Evrópu. Hermann Jónasson forsætisráðherra taldi í því ljósi mikilvægt að valda reitina rétt og vildi styrkja lögregluna í Reykja- vík. Hann hafði tröllatrú á Agnari, sem var menntaður flugliðsforingi í danska hernum, og kallaði hann því til. Með stuðningi allra for- ystumanna þjóðstjórnarinnar var Agnar, aðeins 24 ra ára, gerður að lögreglustjóra í Reykjavík . Í Morgunblaðinu 23. ágúst 1939 segir að ríkisstjórnin „hefir ákveðið að gera gerbreytingu á lögreglumálunum og vinnuaðferðum innan lögreglunnar. Er þess vafalaust brýn þörf og er Agnar Kofoed-Hansen án efa ágætlega hæfur til þess að takast þetta starf á hendur“. Hernámsárin, þegar þúsundir erlendra dáta voru hér á landi, voru umbrotatími í íslensku samfélagi. Lögreglan þurfti við slíkar að- stæður að vera vel skipulögð til að takast á við hlutverk sitt. Í for- ystuhlutverki þar stóð Agnar sína plikt með prýði og frá þessum tím- um segir hann í bókinni Lögreglustjóri á stríðsárunum. Árið 1949 var Agnar skipaður flugmálastjóri og gegndi því embætti til dánardægurs. „Í fáum orðum sagt var ævi Agnars ævintýri líkust. Agnar Kofoed braust af fádæma dugnaði til þess náms sem hugur hans stóð til og af sama dugnaði var hann einn fyrsti brautryðjandi flugs á Íslandi. Það var við aðstæður sem við, sem ekki kynntumst þeim af eigin raun, fáum vart skilið. Ég leyfi mér jafnframt að full- yrða, að enginn á stærri þátt en Agnar Kofoed-Hansen í þróun flugs hér á landi,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í minningargrein að Agnari látnum haustið 1982. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Ég leyfi mér jafnframt að fullyrða, að enginn á stærri þátt en Agnar Kofoed- Hansen í þróun flugs hér á landi Steingrímur Hermannsson 9. september 2012 39 Nýverið var sett heimsmet þegar stærsti hamborgari heims leit dagsins ljós í spilavíti í Minne- sota í Bandaríkjunum. Borgarinn var nefndur Svarti björn og vó eitt tonn og var þriggja metra langur. Þessi beikon- og ostborgari bragð- aðist vel og var étinn upp til agna. Philip Robertson tók af- raksturinn út og skrásetti í Heimsmetabók Guinness. Í borgarann fóru meðal annars 27 kg af beikoni, 23 kg af salati, 23 kg af lauksneiðum, 18 kg af súrum gúrkum og 18 kg af osti. Það tók þó ekki meira en fjóra tíma að steikja borgarann en krani þurfti að lyfta honum upp og snúa. Stærsti borgari í heimi Girnilegur? Dansandi fimur lögregluþjónn styttir óþolinmóðum ökumönnum stundir í Charlotte í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum. Mikil umferðarteppa hefur myndast á götum úti í tengslum við þriggja daga ráðstefnu demókrata. Lög- regluþjónninn liðugi starfar alla jafna í sérsveit lögreglunnar en var fluttur í umferðarstjórnun vegna álags á götum úti. Svo virð- ist sem nýja starfið eigi vel við hann og bregður hann fyrir sig danssporunum „moonwalk“ sem alla jafna eru kennd við Michael Jackson og sjást frem- ur á dansgólfinu á diskóbörum en í umferð- arstjórnun. Ætli þessi sé fyrirmyndin? Dansandi umferðarstjórn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.