SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Síða 45

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Síða 45
9. september 2012 45 Lesbók Í Sögunni af klaustrinu áSkriðu eftir Steinunni J.Kristjánsdóttur fornleifa-fræðing, sem kom út fyrir stuttu, er sagt frá uppgrefti á Skriðu, einni viðamestu forn- leifarannsókn sem ráðist hefur verið í um árabil á Íslandi. Ým- islegt óvænt kom í ljós við upp- gröftinn, þar á meðal að á staðn- um var kirkjugarður þar sem fannst stærsta mannabeinasafn sem fundist hefur í einum upp- greftri hérlendis. Sem bóka- áhugamanni þótti mér það sér- staklega forvitnilegt að í þremur grafanna fundust bækur sem settar höfðu verið á brjóst hins látna. Bókunum er lýst í bókinni, en ekki greint frekar frá innihaldi þeirra en að í þeim sé latneskur texti ritaður gotnesku letri. Álykta má líka að þær séu frá fyrri hluta sextándu aldar, enda líklegt að grafirnar séu frá þeim tíma að því kemur fram í bók Steinunnar, en ekki er greint frá því hvaða bækur þetta voru og kannski illt við að eiga að meta það af slitrum sem legið hafa neðanjarðar í fimmhundruð ár; líklega var fátt eftir af þeim ann- að en spjöldin. Að því sögðu er líklegt að textinn hafi verið trúarlegur í ljósi þess hvar graf- irnar voru og hinir látnu vænt- anlega meðal frammámanna klaustursins. Eðlilega verður ekki vitað hvort viðkomandi bækur hafa verið valdar af þeim sem stóðu fyrir greftruninni, príor klaust- ursins hafi um vélað eða þær hafi verið í uppáhaldi hjá hinum látnu, tveimur körlum og einni konu. Það er reyndar skemmti- leg pæling hvort og þá hvaða bók maður vildi láta fylgja með sér í gröfina. Það gefur augaleið að ekki eru miklar líkur á að hún verði lesin og því spurning hvort bókin fær að fara með í gröfina til að tryggja að enginn komist yfir hana, til að farga henni, eða til að undirstrika það fyrir eftirlif- endum hversu miklu hún skipti á meðan lesandinn var lífs.. Les- efni í gröfina ’ Það er reyndar skemmtileg pæling hvort og þá hvaða bók maður vildi láta fylgja með sér í gröfina. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í spennusagnageiranum stendur hinn danski Jussi Adler-Olsen fyrir gæði. Þrjár bóka hans hafa verið þýddar á íslensku og allar vakið athygli og öðlast vinsældir, eins og svo víða annars staðar: Konan í búrinu, Veiðimennirnir og sú síðasta er Flöskuskeyti frá P sem hlaut Glerlykilinn sem besta norræna glæpasagan árið 2010. Í Flöskuskeytinu rannsakar Carl Mørck ásamt félögum gam- alt mál þar sem flöskuskeyti frá unglingspilti kemur við sögu en mannræningi hafði á sínum tíma haft piltinn og yngri bróður hans í haldi. Í ljós kemur að mann- ræninginn er enn að. Adler-Olsen keyrir söguna áfram á hraða og spennu og skiptir ört milli persóna. Hann er flinkur höfundur sem er stund- um alveg við það að ofbjóða les- endum með hrikalegri fram- vindu og ógnvekjandi lýsingum, en er um leið svo snjall að hann þekkir mörkin og virðist vita nokkuð nákvæmlega hvað hann megi ganga langt í óhugnaði og hvenær rétt sé að draga úr hon- um. Persónusköpun er góð og eft- irminnileg. Mannræninginn er sálsjúkur maður sem rænir börnum og unglingum og Adler- Olsen veitir sýn í myrkan og óhuggulegan hugarheim manns sem þjáðist sem barn. Höfundar þurfa reyndar yfirleitt ekki að leggja mikið á sig til að vekja samúð lesenda með börnum og unglingum sem þurfa að líða, slík samúð kemur nánast að sjálfu sér hjá lesendum sem eru þokkalega innrættir. Börn og ungmenni koma mjög við sögu í þessari bók, sem eykur áhrifamátt hennar, og ekki fer þar allt vel. Ekki er hægt að minnast á per- sónur þessarar bókar án þess að geta um kvenpersónurnar. Í Konunni í búrinu skapaði Adler eftirminnilega kvenpersónu sem gafst ekki upp í skelfilegum að- stæðum. Í Flöskuskeytinu er að finna sterkar kvenpersónur sem ætla sér að taka atburðarásina í eigin hendur. Flöskuskeyti frá P er vel samin bók og æsispennandi. Þeir sem gera hlé á lestri hennar til að sinna skyldustörfum hljóta að bíða óþreyjufullir eftir að vinnu ljúki svo þeir geti haldið áfram að lesa. Svo góð er þessi bók að það er ekki hægt að leggja hana frá sér ólesna, ef maður er á annað borð byrjaður. Flöskuskeytið er einfaldlega besta spennusagan á markaðnum nú um stundir. Jón St. Kristjánsson þýðir bókina ágætlega eins og hans var von og vísa, eini gallinn er að hin forljóta sögn „fatta“ er notuð nokkrum sinnum og vakti ógleði hjá þessum gagnrýnanda í hvert sinn sem henni brá fyrir. Bækur Flöskuskeyti frá P bbbbn Eftir Jussi Adler-Olsen. Jón St. Kristjánsson þýddi, Vaka-Helgafell gefur út. 524 bls. kilja. Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen. Kolbrún Bergþórsdóttir Jussi í banastuði LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar Listasafn Reykjanesbæjar ALLT EÐA EKKERT Samsýning 55 listamanna af Reykjanesi. 30. ágúst - 21. október Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön Byggðasafn Reykjanesbæjar VERTÍÐIN Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Kvikmyndasýning sunnudaginn 9. september kl. 15: Björgunarafrekið við Látrabjarg Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár Björgunarafrekið við Látrabjarg - ljósmyndir Óskars Gíslasonar Aðventa á Fjöllum - ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky - 40 ár TVÆR Í EINNI/TWO IN ONE - Ljósmyndir Sverris Björnssonar Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17 SÝNINGARSALIR Í KJALLARA: Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“ 5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga. Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni. NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS - fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga. Ratleikur með spurningum og verkefnum sem fjölskyldan leysir saman Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. SKIA - skuggi Elías B. Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hringur Jóhannesson, Jóhann Briem, Katrín Elvarsdóttir, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Ragnar Kjartansson, Ralph Hannam, Sigurður Árni Sigurðsson, Snorri Arinbjarnar og Þorvaldur Skúlason. Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis Húsið á Eyrarbakka í borðstofu: Sunnlendingar á Ólympíuleikum sumarsýning Byggðasafns Árnesinga Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Draumur um bát sýning í forsal Opið alla daga kl. 11-18 Sími 483 1504 www.husid.com SAGA TIL NÆSTA BÆJAR íslensk vöruhönnun í tíu ár Sunnudaginn 9. sept. kl. 14 Spjall við Brynhildi Pálsdóttir, Auði Ösp Guðmundsdóttur og Hafliða Ragnarsson chocolatier um matarhönnun! Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is NAUTN OG NOTAGILDI myndlist og hönnun á Íslandi Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið alla daga kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012 DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012 HÆTTUMÖRK 19.5. - 31.12. 2012 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Dagnýjar Heiðdal listfræðings. SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík Sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga www.listasafn.is Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.