Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 8
Vettvangur
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012
Ágætur maður sagði einhverju sinni aðhann hefði mikla trú á beinu lýðræði meðeinni undantekningu þó: Þjóðin virtist
ófær um að kjósa til þings og sveitarstjórna. Mér
fannst þetta nokkuð eitraður brandari. Öðru
hvoru hefur þessi hugsun leitað á mig. Gæti verið
eitthvað til í þessu napra háði; að eitthvað færi
handaskolum þegar kosið er til þings og sveitar-
stjórna?
Í slíkum kosningum er kosið um flokka en ekki
beint um málefni. Vissulega eru stjórnmálaflokk-
ar merkisberar málefna. Þeir gefa sig ýmist út
fyrir að vera málsvarar einstaklingshyggju eða fé-
lagshyggju, þeir segjast leggja mikið upp úr því
að virkja sem best markaðslögmálin til verðmæta-
sköpunar eða þeir segja að samfélag jafnaðar
stuðli að réttlæti og stöðugleika og sé betur fallið
til að skapa velsæld en samfélag ójafnaðar. Svo
segjast þeir vilja vera innan eða utan Nató, með
eða á móti verðtryggingu, hlynntir eða andsnúnir
núverandi kvótakerfi o.s.frv.
En hvað með umdeild verk á liðnum árum?
Hefðu bankarnir verið einkavæddir og seldir ef
þjóðin hefði verið spurð beint um það? Eða kvóta-
kerfið, hefði því verið komið á ef þjóðin hefði verið
spurð? Hefði orkuframleiðsla á Reykjanesi verið
seld út fyrir landsteinana ef spurt hefði verið um
það sérstaklega? Og hvað með sjúklingagjöld og
einkavæðingu í heilbrigðiskerfi? Ég held að ekk-
ert af þessu hefði verið gert ef við hefðum búið við
beint lýðræði.
Um daginn var spurt um viðhorf til tiltekinna
þátta í stjórnarskrá.
Svörin voru um margt skýr.
Áhugi er á því að í stjórnarskrá landsins skuli
kveðið á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum,
vilji er til að styrkja ákvæði um beint lýðræði,
jafna vægi atkvæða í kosningum, auka hlut per-
sónukjörs og standa vörð um þjóðkirkjuna. Síðast
en ekki síst vill fólk að tillögur Stjórnlagaráðs
verði vinnuplaggið sem unnið verði út frá við
breytingar á stjórnarskránni.
Takmarkanir þessarar þjóðarkönnunar voru
svo aftur hinar sömu og þær takmarkanir sem
voru á spurningum Alþingis, sem beint var til
þjóðarinnar. Þar var t.d. ekki spurt hvort fólk
væri sátt við takmarkandi heimildir til að krefjast
þjóðaratkvæðagreiðslu hvað varðar fjármálaleg
efni eða þjóðréttarlegar skuldbindingar, en þess-
ar takmarkanir útiloka að þjóðin geti krafist at-
kvæðagreiðslu um fullveldisafsal, nefskatt og Ice-
save!
Ekki var heldur spurt hvort fólk væri sátt við
að afnema úr stjórnarskrá heimild til að setja tak-
mörk við eignarhaldi útlendinga á landi. Þannig
að um einstök atriði af þessu tagi – sem eru mik-
ilvæg – höfum við ekki upplýsingar.
Þessi atriði munu að sjálfsögðu verða á vinnslu-
borði Alþingis þegar tekið verður til hendinni um
framhaldsvinnu við smíði nýrrar stjórnarskrár.
Þá þarf að gera greinarmun á því sem spurt var
um beint og milliliðalaust og hinu sem aldrei hefur
verið spurt um.
Beint og milliliðalaust
*Hefðu bankarnir veriðeinkavæddir og seldir efþjóðin hefði verið spurð beint
um það?
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur
Jónasson
ogmundur@althingi.is
Stelpurnar okkar
Margir fögnuðu því ákaft á Face-
book að stelpurnar okkar væru
komnar áfram í Evrópukeppnina í
knattspyrnu.
Ragnhildur
Sverrisdóttir:
Snillingar þessar
stelpur! Þarf mað-
ur ekki að fara að
plana ferðalag til
Svíþjóðar á næsta ári?
Dagur B. Eggertsson: Hrikalega
eigum við magnað kvennalandslið –
frábær leikur!
Örn Úlfar Sævarsson
Hvaða skoðun ætli Vigdís Hauks-
dóttir hafi á því að stelpurnar okk-
ar eru á leið í Evrópukeppni?
Freyr Alexand-
ersson
Frábært afrek hjá
íslenska kvenna-
landsliðinu. Inni-
lega til hamingju
með að ná markmiðinu EM 2013.
Jólaútgáfan
Listamenn eru önnum kafnir við að
leggja síðustu hönd á verkin sín.
Pétur Ben: Ég er búinn með plöt-
una mína. Hún var masteruð í dag.
Óttar Norðfjörð: UNA loksins
farin í prentun! Í búðir eftir 2-3 vik-
ur.
Sigrún Birna Birnisdóttir: Bók-
in mín farin í prentsmiðjuna og
barnabókin til yfirlestrar hjá útgef-
anda. Allt að gerast - loksins…
Í sjónvarpinu
Bryndís Björg-
vinsdóttir líkti
Hraðfréttum við
Spaugstofuna á
Facebook-síðu
sinni: Gaman að
segja frá því, að Hraðfréttir byggja í
raun á sama formi og Spaugstofan
gerði á sínum tíma – ærslagangur í
fréttasettinu, fréttamenn úti í bæ
með innslög og „yfir til þín!“ Þið
sem hatið Hraðfréttir: Þær verða
kannski þarna næstu 25 árin …
AF NETINU
Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er stadd-
ur í Kanada þar sem hann leikur í kvikmynd-
inni Ciudades Desiertas en það er mexíkóski
leikstjórinn Roberto Sneider sem leikstýrir
myndinni. Meðal annarra leikara í myndinni
eru Gael García Bernal en myndin er byggð á
samnefndri skáldsögu Spánverjans José Ag-
ustín sem kom út árið 1995 og fékk prýðis-
dóma hjá gagnrýnendum.
Framundan er svo gleðistund í lífi leikarans
því hann og unnusta hans, Rakel Garðars-
dóttir framleiðandi, hafa gert það opinbert að
þau hyggist láta pússa sig saman innan
skamms.
Björn Hlynur Haraldsson
leikur í kvikmynd leikstjórans
Roberto Sneider.
Morgunblaðið/Golli
Tökur og brúðkaup
Heba Þórisdóttir, förð-
unarmeistari í Bandaríkj-
unum, er önnum kafin þessa
dagana. Hún hefur nýlokið
gerð kvikmyndarinnar Django
Unchained þar sem hún var
yfirmaður förðunardeildar.
Með aðalhlutverkin í þeirri
mynd fara þeir Jamie Foxx og
Christoph Waltz, auk Leon-
ardo DiCaprio.
Næsta verkefni er þó ekki
síður spennandi en þar fara
með aðalhlutverkin hjartak-
núsararnir Ryan Gosling og
Michael Fassbender ásamt
leikkonunum Natalie Portman
og Rooney Mara.
Mikil leynd hvílir yfir
myndinni sem er leikstýrt af
huldumanninum Terence Mal-
ick.
Nóg að gera hjá Hebu
Ryan Gosling þykir vera meðal kynþokkafyllstu karlmanna heims.
AFP