Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Matur og drykkir Fyrir 3-4 Í þetta salat má auðvitað nota ferskt dill, ekki bara þurrkað. Ef þið viljið gera til- raunir þá gefa fersk hvannar- eða skessu- jurtarblöð réttinum alveg nýtt bragð. Hjá Alberti eru oftast til söl í ísskápnum og segir hann kjörið að narta í þau við og við. Síðan passa þau vel í ýmsa rétti, þar á meðal með síld. Þetta er einfaldur og ljúf- fengur réttur, borinn fram með maltbrauði, súrdeigsbrauði eða dönsku rúgbrauði. 500 g soðnar kartöflur 1 meðalstór laukur 1 stór krukka kryddlegin síld (590 g) 2 dl súrmjólk 125 g majónes 2-3 msk söxuð söl 3-4 harðsoðin egg dill graslaukur sjávarsalt og svartur pipar Setjið soðnar niðurskornar kartöflur og smátt skorinn lauk í botninn á fallegu fati og raðið síldarbitunum því næst ofan á. Einnig má nota laukinn af síldinni, en þá þarf fyrst að láta renna vel af honum í gegnum sigti. Hrærið þá súrmjólk og majó- nes saman, bætið sölvum út í, kryddið með salti og pipar og hellið síðan yfir salatið. Skreytið að lokum með eggjum, graslauk og dilli. SÖL Söl voru áður fyrr mikið nýtt til matar og voru þá gjarnan soðin og borðuð með smjöri, lýsi eða harðfiski. Núorðið eru þau aðallega notuð sem nasl, en tilvalið er að hafa þau í súpur, salöt og með fiski. Söl innihalda mikið joð og þykja því góð til að örva vanvirkan skjaldkirtil. Þau eru einnig auðug að steinefnum og járni og eru því talin góð við blóðleysi auk þess sem þau örva hárvöxt og styrkja neglur. DILL Dill hefur lengi verið notað til að róa mag- ann og við vindverkjum, uppþembu og rist- ilkrampa. Það þykir einnig gott við hósta, kvefi og flensu ásamt því að vera vægt vatnslosandi. Fræin tuggin draga úr and- remmu. Dill er líka notað til að auka mjólk- urmyndun og lina magakveisu í ungbörnum, en áhrif þess skila sér í brjóstamjólkinni. Síldarsalat með sölvum Fyrir 1-2 Áður fyrr voru sætsúpur taldar ómissandi eftirréttur á mörgum heimilum. Þessi súpa er afturhvarf til þess tíma, með nútímalegu ívafi. Það er fljótlegt að búa hana til og þetta er frábær leið til að nýta berin úr frystinum á köldum vetrardögum. 3-4 sneiðar af ferskri engiferrót ½ tsk. kanill 2 bollar vatn 2 dl íslensk aðalbláber eða bláber 1 tsk. kartöflumjöl 1-2 tsk. hunang Setjið engifer, kanil og vatn í pott og sjóðið undir loki við lágan hita í 1-2 mínútur. Veiðið engifersneiðarnar upp úr pottinum og setjið bláberin út í. Hrærið kartöflumjöli saman við örlítið vatn og hellið út í og látið malla í 2-3 mín. til að þykkja súpuna. Maukið í blandara eða með töfrasprota og bætið hunangi út í. AÐALBLÁBER OG BLÁBER Aðalbláber og bláber eru ákaflega næring- arrík og hafa alla tíð verið notuð mikið í mat- argerð eins og flestir Íslendingar þekkja. Mun meiri heimildir og rannsóknir eru til um lækningamátt aðalbláberja en bláberja, en það þýðir hins vegar ekki að bláber séu síður áhrifarík til lækninga en aðalbláber. Aðal- bláber, bæði þurrkuð og soðin, þykja góð við niðurgangi, sérstaklega hjá börnum, en fersk örva þau hins vegar meltingu og eru hægða- losandi. Þau innihalda mjög hátt hlutfall and- oxunarefna, sem eru talin styrkja ónæmis- kerfið og draga úr hættu á hjarta- og æða- sjúkdómum. Aðalbláber eru einnig talin vinna gegn sjóndepru og rannsóknir í til- raunaglösum hafa sýnt fram á að þau eru bakteríudrepandi, bólgueyðandi og hafa hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna. KANILL Kanill er ævaforn lækningajurt auk þess að vera eitt af mikilvægustu kryddum í heimi. Kanill örvar blóðflæði og vermir kaldar hendur og fætur. Hann hefur bakteríu-, sveppa- og veirudrepandi áhrif og þykir góð- ur við kvefi og flensum. Kanill er líka styrkj- andi fyrir meltingarfærin, talinn lækka blóð- sykur og blóðfitu og auk þess góður við ógleði, uppþembu, vindgangi, krömpum og niðurgangi. Kanill er einnig talinn örva tíða- blæðingar og draga úr tíðaverkjum. Bláberjasúpa grasalæknisins Ljósmyndir/Bragi Bergþórsson B ókin Ljúfmeti úr lækningajurtum – Albert og Anna Rósa elda er skrifuð með það í huga að kveikja áhuga al- mennings á að nýta sér það sem náttúran býður upp á í matargerð. Albert er höfundur meirihluta uppskrift- anna en þær sem koma frá Önnu Rósu eru allar kenndar við grasalækninn. Í bókinni hafa þau tekið höndum saman og útkoman er fjöldi girnilegra rétta þar sem krydd- og lækningajurtir eru í hávegum hafðar. Miðlað er fræðandi upplýsingum um lækn- ingamátt jurtanna og stungið upp á öðru hráefni þegar ekki fást ferskar lækn- ingajurtir á veturna. Takmark þeirra með bókinni er ekki síst að hvetja fólk til að nýta lækningajurtir í matargerð og stuðla þannig að betri heilsu. MATREIÐSLUBÓKIN LJÚFMETI ÚR LÆKNINGAJURTUM Náttúran nýtt ALBERT EIRÍKSSON OG ANNA RÓSA RÓBERTSDÓTTIR ELDA LJÚFMETI ÚR LÆKNINGAJURTUM Í SAMNEFNDRI MATREIÐSLUBÓK, SEM VAR AÐ KOMA ÚT. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Anna Rósa grasalæknir og ástríðukokkurinn Albert eru höfundar uppskriftanna í bókinni. Ljósmynd/Binni Nokkur góð ráð frá höfundum * Ung blöð eru að öllu jöfnu bragð-best og eru tínd fyrir blómgun. * Auðvelt er að rækta sumar aflækningajurtunum á svölum eða í eldhús- glugga, svo sem skarfakál, arfa og hjartarfa. * Ef nota á ferskar jurtir í staðþurrkaðra í uppskriftum er oft miðað við tvöfalt það magn sem gefið er upp. * Hægt er að frysta lækningajurtir,t.d. hvannar- og hjartarfablöð, og eru þær þá settar beint í poka og frystar strax. * Tilvalið er að þurrka lækningajurtir ágömlu laki við góðan stofuhita og gott að snúa jurtunum einu sinni á dag. Gæta verður þess að ekki skíni sólarljós á þær meðan á þurrkun stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.