Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaFlestir kaupa skyndibita á föstudögum og karlar kaupa tvöfalt meira en konur Föstudagar eru skyndibitadagar ef marka má tölur unnar úr Meniga-hagkerfinu. Á föstudögum fer fram19% af heildarskyndibitaveltu Íslendinga en það er 73% meiri velta en á mánudögum. Þessar niðurstöðurkoma kannski ekkert sérstaklega á óvart, á föstudögum er löng vinnuvika að baki og afslöppun og róleg- heit meira spennandi kostur en matvörubúðin. Á þessum tímapunkti getur verið erfitt að standast freistingar og einfalda og fljótlega leiðin, það er skyndibitinn, vill verða fyrir valinu. Það sem kemur meira á óvart er hvað karlmenn eyða miklu meira í skyndibita en konur, en þeir standa á bak við 62% af heildarskyndibitaneyslunni. Getur verið að ís- lenskir karlmenn séu svona miklu veikari fyrir skyndibita en konur? Kannski ekki, kannski eru þeir svo miklir herramenn að þeir bjóðast oftar til að skjótast eftir skyndibitanum og borga reikninginn. Ef við skoðum Meniga-tölfræðina aðeins betur má sjá að Íslendingar eyða að með- altali um 5.400 krónum á mánuði í skyndibita, eða næstum 65.000 krónum á ári. Þetta er jafnhá upphæð og meðal-Bandaríkjamaður eyðir í skyndibita árlega en Banda- ríkjamenn eru oftar en ekki eru teknir sem dæmi þegar rætt er um ofneyslu skyndi- bita. Eins og þessar tölur gefa til kynna, og flestir vita, má spara sér dágóða summu með því að draga úr skyndibitaneyslu og kemur því eitt ráð að lokum sem hjálpar til við að draga úr skyndibitafreistingunni á föstudögum: Föstudagsmatargerðin getur verið einföld og fljótleg, en jafnframt freistandi. Gott er að versla inn fyrir föstudagsmatinn á fimmtudegi, eða jafnvel fyrr í vikunni, og ef allt hráefni er fyrir hendi er ekki svo mikið mál að útbúa eigin pítsu eða steikja hamborgara. Oftast nær er það líka töluvert hollari kostur. Niðurstöður eru byggðar á upplýsingum úr Meniga-hagkerfinu. Um 30.000 Íslendingar eru skráðir í Meniga og eru upplýsingarnar því byggðar á kortafærslum frá næstum 10% þjóðarinnar. Aurar og krónur DAGAR SKYNDIBITA NEYSLA SKYNDIBITAFÆÐIS 20% 18% 16% 14% 12% 10% Su nn ud ag ur Má nu da gu r Þr iðj ud ag ur Mi ðv iku da gu r Fim mt ud ag ur Fö stu da gu r La ug ard ag ur 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Karlar Konur ÁSLAUG PÁLSDÓTTIR S amkvæmt frumvarpi til laga sem liggur fyrir alþingi verða í fyrsta sinn sett lög um smálán. Nái frumvarpið fram að ganga verð- ur sett þak á kostnað vegna lánveitinga. Árleg hlutfallstala kostnaðar neyt- endalána mætti ekki nema meira en 50 hundraðshlutum að viðbættum stýrivöxt- um Seðlabanka Íslands. Þetta yrði afar mikil breyting frá því sem nú er. Í um- sókn Samkeppniseftirlitsins um frum- varpið kemur fram að tiltekin teikn séu á lofti um að þessi markaður sé ekki sérlega virkur því fyrirtækin sem á hon- um starfa virðast einkum keppast um að veita sem greiðast aðgengi að lánum í stað þess að keppa á grundvelli verðs og vörueiginleika líkt og almennt gerist á mörkuðum þar sem samkeppni er virk. Að mati Fjármálaeftirlitsins ætti lánveit- andi sem rekur heilbrigt fyrirtæki ekki að þurfa að leggja á hærri vexti en sem nema allt að 50% eða 100% af árlegri hlutfallstölu kostnaðar að viðbættum stýrivöxtum Seðlabanka Íslands. Líkt og Íslendingar hafa mörg ríki brugðist við uppgangi smálánafyrirtækja á undanförnum árum með lagasetningu. Hefur nú um það bil helmingur af aðild- arríkjum Evrópusambandsins ákvæði um hámarksvexti í löggjöf sinni. Finnar lögðu nú á haustþingi fram frumvarp sem kveður á um hámarksvexti á smál- ánum og Danir hafa tilkynnt að þeir muni gera slíkt hið sama. Finnar finna að smálánum Finnska frumvarpið er mjög svipað því íslenska það er að segja að sett verður hámark á árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) lána. Munurinn er að samkvæmt finnska frumvarpinu á þetta hámark við öll lán, hvort sem þau eru eins skiptis lán, viðvarandi lán, tryggð með veði eða ekki. Fyrirhugaðar takmarkanir í Finn- landi ná ekki til lána vegna vörusölu (að því gefnu að enginn möguleiki sé á að fá reiðufé út úr viðskiptunum). Eins ná takmarkanirnar ekki til lána með höf- uðstól hærri en 2.000 evrur eða sem svara rúmum 320.000 íslenskum krón- um. Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar vegna lána 50 prósentustigum hærra en viðmiðunarvextir samkvæmt finnsku vaxtalögunum, en þeir eru nú 1%. Þannig yrði hámarks ÁHK smálána nú 51%. Finnar ganga enn lengra en Ís- lendingar því einnig stendur til breyta finnsku vaxtalögunum þannig að heildar- áfallinn kostnaður, svo sem drátt- arvextir, innheimtukostnaður og þess háttar fari ekki umfram fyrrgreint há- marks ÁHK. Ennfremur verður inn- heimta annars kostnaðar, svo sem fyrir textaskilaboð eða önnur samskipti milli lánþega og lánveitanda bönnuð með þeim rökum að auka gegnsæi og getu neytenda til að meta heildarlántöku- kostnað. Eins verða lagðar auknar skyldur á herðar lánveitenda um lánshæfimat lán- takenda og á í framtíðinni að taka til tekna og annarra fjárhagsaðstæðna væntanlegra lántaka. Í frumvarpinu er tekið fram að vaxta- þakið nái einungis til lána sem veitt eru eftir að lögin taka gildi, það er, að lögin séu ekki afturvirk, að undanskildu því að frá og með gildistöku þeirra verður óheimilt að krefjast gjalda fyrir sam- skipti svo sem smáskilaboð og þess hátt- ar vegna lána sem veitt eru fyrir gild- istöku laganna. FRUMVARP UM SMÁLÁN Smálán í óláni ÓFÁIR LÁNTAKENDUR HAFA FARIÐ FLATT Á SMÁLÁNUM. Í NÝJU FRUMVARPI ERU AUKNAR KRÖF- UR GERÐAR TIL SMÁLÁNAFYRIRTÆKJA UM AÐ KANNA GREIÐSLUGETU ÞEIRRA SEM TAKA LÁNIN. Breki Karlsson breki@breki.com Árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK) mælir heildarkostnað við lántöku. ÁHK mælir ekki bara vaxtakostnað heldur innifelur hún allan annan kostnað, s.s. lántökugjald og seðil- og inn- heimtukostnað (þó ekki vegna vanskila eða vanefnda). ÁHK er notuð til að bera saman mismunandi lánakjör. Smálánavextir: Dæmi: 10.000 kr. lán sem tekið er í 15 daga. Núverandi dæmigerður kostnaður smálána: 2.500 kr. Sé kostnaðurinn umreiknaður í ÁHK er hann 21.176% [ 1,25 í veldinu 360/15]. Hámarksvextir samkvæmt nýju frumvarpi eru 50% auk stýrivaxta sem nú eru 5,75% = 57,75% ÁHK. Því mætti inn- heimta 208 króna kostnað af sama láni. Árleg hlutfallstala kostnaðar Í þrettán Evrópulöndum eru þegar lög í gildi um hámarks- vexti sem lánveitandi getur krafist af lántökum. Þrjú landanna, Grikkland, Írland og Malta, hafa svokallað algert vaxtahá- mark, en önnur, Belgía, Eistland, Frakkland, Holland, Ítalía, Pólland, Portúgal, Slóvakía, Sóvenía, Spánn og Þýskaland, hafa hlutfallslegt eða breytilegt vaxtaþak svipað því sem lagt er til í frumvarpinu sem liggur fyrir alþingi Íslendinga. Þannig mega til dæmis vextir skammtímalána í Frakklandi upp að 1.524 evrum ekki vera hærri en 20,56% um þessar mundir. Bannað í Bandaríkjunum Í þriðjungi ríkja Bandaríkjanna eru smálán (sem þar í landi ganga undir nafninu Payday loans) beinlínis bönnuð eða ekki fýsileg vegna laga um okurvexti. Árið 2007 voru ennfremur samþykkt alríkislög sem kveða á um að ekki megi lána banda- rískum hermönnum á hærri vöxtum en 36%. Í Kanada er ár- leg hámarkshlutfallstala kostnaðar lána 60%. ÞAK Á VEXTI SMÁLÁNA Helmingur Evrópuríkja er með lög um hámarksvexti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.