Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 59
28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Er Alda með rafmæli á hátíð? (11)
8. Máni ruglaður batt þrælinn. (8)
10. Svæði við stóra byggingu sem er aldrei alveg lárétt? (12)
11. Hrossataðshrúga tapar argasta skinni. (8)
12. Staður með suðurafríska mynt fyrir þann á þurru landi.
(10)
13. Á úkraínskum skaga títt finnst það sem er með flekkjum í
andliti. (7)
15. Þrefalt mar brotnar í lokin með þrefaldri stunu. (14)
18. Nálægt því að vera enn í uppnámi. (4)
20. Umgjörð í vinnunni sem takmarkar fólk þar. (11)
24. Fyrir laminn góinn að sögn fuglsins. (11)
27. Hefur mælitæki til að fastráða. (7)
29. Við smakkið kemur kippurinn. (10)
31. Rækta milt í bland við tónlistartæki. (9)
32. Ég skil alltaf, Eiki, það sem best væri. (9)
33. Fersk labbi til að finna fjölda nýgreindra tilvika. (7)
34. Er til stuð og landi eða er það hjálpandi? (12)
LÓÐRÉTT
2. Þær eru ekki vitlausar sem tilheyra máltíð gerðri úr
plöntuhnúð. (10)
3. Erfiðleikar reynast réttir og koma í ljós. (11)
4. Staðreynd klukkna í reikningi (7)
5. Klósett í Landsbankanum inniheldur kroppa. (7)
6. Dýrka kropp og iðni við högg þrátt fyrir fjölda andláta.
(10)
7. Gosmöl er “it“ í blaði. (7)
9. Má rís vera við kar hjá erlendum. (8)
14. Sú fyrsta er innihaldslaus yfir eind. (4)
16. Vinna af trjádrumbum. (6)
17. Snarl getur breyst en samt verið eins. (5)
19. Bugt í átt til einhvers af löngun. (11)
21. Auða spilli með því sem ekkert er í. (9)
22. Göngugata sem liggur fyrir neðan er fyrir pöpul. (8)
23. Fljótlega ákvarðað af þeirri sem hefur mikinn orðaflaum.
(8)
24. Margvíslegur fugl nær að búa til mörg eintök (8)
25. Lygi er eins í Mæri. (8)
26. Innflytjandinn sem nær aldrei að byrja? (7)
28. Gáfulegt dráp að sögn enskra á aumingja (7)
30. Flóttaviðbragð markast af hræðilegri konu. (5)
Jón Viktor Gunnarsson vannöruggan sigur á Tölvuteks-mótinu, hinu hefðbundna haust-
móti Taflfélags Reykjavíkur, sem
lauk í síðustu viku. Hann hlaut 7 ½
vinning af níu mögulegum og var
sigur hans aldrei í hættu. Jón Vikt-
or hefur lítið teflt undanfarin ár en
auki hann taflmennsku sína hlýtur
hann fyrr eða síðar að banka á dyr
hjá landsliðinu. Lenka Ptacnikova
varð í 2. sæti með 6 ½ v. og Sævar
Bjarnason varð í 3. sæti með 6
vinninga. Sævar hefur verið manna
duglegastur við að taka þátt í op-
inberum mótum hér á landi.
Þar sem enginn efstu manna er
félagi í TR hlýtur Daði Ómarsson
nafnbótina Skákmeistari Taflfélags
Reykjavíkur en hann varð í 5. sæti,
hlaut 4 ½ vinning af níu mögu-
legum.
Í b-riðli sigruðu Dagur Ragn-
arsson og Jón Trausti Harðarason
með 6 ½ v. af átta mögulegum en
félagi þeirra úr Rímaskóla, Oliver
Jóhannesson, kom næstur með 6 v.
Í c-riðli vann Dawid Kolka með 7
v. af 9 mögulegum en Hilmir Freyr
Heimisson og Bjarnsteinn Þórsson
komu næstir með 6 ½ v.
Jón Viktor hóf mótið af miklum
krafti og lagði þar grunninn að
sigri sínum. Hann mætti Daða Óm-
arssyni í 2. umferð en Daði, sem er
feikilega vel að sér í byrjunum,
gáði ekki að sér á mikilvægu
augnabliki og Jón Viktor náði að
spila út óvæntum leik sem lagði
stöðu Daða í rúst í einu vetfangi:
Daði Ómarsson – Jón Viktor
Gunnarsson
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4.
e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3
Be7 8. Dd2 O-O 9. dxc5
Þetta afbrigði sem kennt er við
Wilhelm Steinitz nýtur mikilla vin-
sælda um þessar mundir.
9. … Bxc5 10. O-O-O Da5 11.
Bxc5 Rxc5 12. Kb1 Bd7 13. h4
Hfd8 14. Be2 Hac8 15. h5 Be8 16.
h6?
Daði vildi stytta sér leið að settu
marki en leikurinn er afar óná-
kvæmur. Hann varð að skorða d-
peðið og leika 16. Rd4 eða 16. Rb5
strax.
16. … d4! 17. Rb5
17. … d3!
Hvítur er bjargarlaus því 18.
Dxa5 er einfaldlega svarað með 18.
… Rxa5 og vinnur mann.
18. cxd3 Dxb5 19. D4 Da4 20.
Hxg7 Re4 21. De1 Rb4 22. a3
Rc3+!
Laglegur lokahnykkur, 23. bxc3
er svarað með 23. … Db3+ og mát
í næsta leik.
Friðrik tefldi á minning-
armóti um Bent Larsen
Friðrik Ólafsson varð í 6. – 17.
sæti á minningarmótinu um Bent
Larsen sem lauk í Álaborg í Dan-
mörku um síðustu helgi. Nokkrir
aðrir öflugir skákmenn af kynslóð
Larsens tóku þátt auk Friðriks,
t.d. Wolfgang Uhlmann. Friðrik
varð í 6. – 17. sæti af 61 kepp-
anda, hlaut 4 ½ vinning af sjö
mögulegum, vann tvær skákir og
gerði fimm jafntefli. Sigurvegari
varð Jens Kristiansen. Tafl-
mennska Friðriks í sigurskák-
unum tveimur var þróttmikil en
hann var fullmikill diplómat er
hann mætti minni spámönnunu0m.
Markmið hans var vitaskuld að
heiðra minningu Larsens en þeir
Friðrik háðu marga hildi á meira
en 50 ára tímabili. Larsen steig sín
fyrstu skref í skákinni í Álaborg
og Danir minnast hans ávallt með
mikilli virðingu og hlýju.
Jóhanna efst á
Íslandsmóti kvenna
Eftir þrjár umferðir á Íslandsmóti
kvenna hefur Jóhanna Björg Jó-
hannsdóttir náð forystu með fullu
húsi vinninga. Tinna Kristín Finn-
bogadóttir kemur næst með 2 ½
vinning og í 3. – 5. sæti eru þær
Lenka Ptacnikova, Elsa María
Kristínardóttir og Nancy Davíðs-
dóttir með 2 vinninga. Keppendur
eru 12 og tefla sjö umferðir eftir
svissneska kerfinu.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
SKÁK
Vildi stytta sér leið
Verðlaun eru veitt fyrir
krossgátu vikunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn í um-
slagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádeg-
ismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 27. október
rennur út á hádegi 2. nóv-
ember. Nafn vinningshafa
er birt í blaðinu 4. nóv-
ember.
Vinningshafi krossgátunnar
21. október er Halldór Ármannsson, Fellsmúla 10,
108 Reykjavík. Hann hlýtur í verðlaun bókina
Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl. Forlagið gefur
bókina út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang