Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 12
Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá Matís, segir að eitt gramm af sykri jafngildi 4 hitaeiningum. Af því má reikna að 65 g af sælgæti séu 260 hitaeiningar. Þumalputt- areglan er sú að 260 hitaeiningar jafngildi 10 bollum af grænmeti sem vega a.m.k 1.250 grömmum. Notast var við kirsuberjatómata, gulrætur, agúrkur, spínat og paprikur. 1 SYKURGRAMM JAFNGILDIR 4 HITAEININGUM Landlæknisembættisins segir það ljóst að stór hluti þjóð- arinnar borðar mun meira sæl- gæti á viku en þau 400 g sem hver Íslendingur neytir að meðaltali á viku. Ungbörn og eldra fólk borðar t.a.m. minna sælgæti en aðrir aldurs- flokkar. Sé gert ráð fyrir helmingi meiri sælgætisneyslu en þeim 400 g sem meðal Ís- lendingurinn neytir, jafngildir það 800 g og 3.200 hitaeiningum. Svo mikið hitaeiningamagn má finna í 7,8 kílógrömm af grænmeti. Ætla mætti að það væri dágóður tími sem færi í að borða allt þetta grænmeti í hverri viku en samanburðurinn er umhugsunarverður. Samkvæmt viðmiðum frá Matís er hóf-legur skammtur af sælgæti fyrir 15-16ára unglinga og fullorðna um 62-65 g og jafngildir það 260 hitaeiningum. Sama magn hitaeininga í grænmeti jafngildir magni upp á 1.250 grömm. Steinar B. Aðalbjörns- son, næringarfræðingur hjá Matís, var Morgunblaðinu innan handar við samanburð á hitaeiningamagni í sælgæti og í grænmeti. „Með þessu móti er hægt að sjá hversu mikla næringu við fáum úr grænmetinu samanborið við sælgætið. Oft er talað um tómar hitaeiningar og það á vel við um sælgætið sem er svo til ekkert nema hitaeiningar. Það sem við næringarfræðingar erum að reyna að koma á framfæri til fólks er að það fái sem mesta næringu úr réttu magni hitaeiningum.“ Hann segir áríðandi að fólk geri sér grein fyrir því hvers vegna mikilvægt er að neyta næringarríkra máltíða. „Ef menn borða stóra næringarríka skammta eins og t.d. með því að innbyrða mikið magn grænmetis þá finna þeir þá tilfinningu að þeir séu saddir áður en magn orku eða hitaeininga er orðið of mikið. Þar af leiðandi borða þeir minna af mat sem þó er næringarríkari. Eins eyðir líkaminn meiri orku í að brenna máltíðum sem eru stærri í umfangi. Því ert þú í raun að auka brennsluna samhliða því að borða næring- arríkari og plássfrekari máltíðir sem inni- halda hóflega orku,“ segir Steinar. Meðaltalið segir ekki alla söguna Sælgætisneysla landsmanna er almennt mikil borin saman við neyslu annarra Norð- urlandaþjóða; að meðaltali um 400 g á hvern íbúa á viku. Á vef Landlæknisembættisins segir að ljóst sé að stór hluti þjóðarinnar borðar mun meira sælgæti þar sem þetta er meðaltalsmagn og ungbörn og eldra fólk borðar minna sælgæti en aðrir aldursflokkar. Einstaklingur sem innbyrðir 400 g af sælgæti einu sinni í viku, t.d. á laugardögum, neytir um 1.600 hitaeininga þann dag. Til sam- anburðar er orkuþörf kvenna um 2.000 hita- einingar á dag, en karla er 2.500 hitaein- ingar. 1.600 kaloríur jafngilda 3,8 kílóum af grænmeti. Fæðuframboðstölur sýna að Ís- lendingar neyta nú um 6.000 tonna af sæl- gæti á ári sem gerir tæp 19 kg af sælgæti á hvern íbúa. Þar af eru 2.260 kíló af nammi innflutt en um 3.740 kíló framleidd hér á landi. Getur leitt til lífsstílssjúkdóma Steinar telur óhóflega sælgætis- og syk- urneyslu yfir lengra tímabil vera áhyggjuefni. Bendir hann á að tölur um sælgætisneyslu gefi engan veginn rétta mynd af heildarsyk- urneyslu Íslendinga. Viðbættur sykur er í hinum ýmsu matvælum auk þess sem gos- drykkja er mikil. „Ef maður sprengir sig ein- staka sinnum í nammiáti gerir það lítið til. En ef fólk er farið að gera það vikulega eða jafnvel oftar, skapar það gríðarlegt ójafnvægi í líkamanum. Það kemur mun meiri orka inn heldur en fer úr og þá fitnar fólk. Þessi þró- un getur leitt til lífsstílstengdra sjúkdóma á borð við sykursýki,“ segir Steinar. Víða má finna sértilgerða nammibari þar sem neytendur geta fengið sér bland í poka. Fyrir tilstilli baráttu Steinars og samstarfs Matís og Krónunnar voru sett upp sérstök nammispjöld við nammibarina þar sem finna má hóflegan ráðlagðan nammiskammt fyrir ólíka aldurshópa. Þar er neytendum ráðlagt að kaupa ekki fleiri sælgætismola fyrir börn en sem nemur aldri þeirra. Þannig ætti 5 ára gamalt barn ekki að neyta meira en 5 sæl- gætismola á laugardögum. 15-16 ára ungling- um er ráðlagt að kaupa ekki meira en sem nemur 65 grömmum en fullorðnum um 62 grömmum. Helgast það af því að orkuþörf og brennsla er meiri hjá 15-16 ára unglingum en hjá þeim sem eldri eru. „Það var ánægjulegt að sjá hvernig verslanirnar kepptust hrein- lega við það að bjóða upp á meiri hollustu eftir að nammispjaldið kom upp. Víða mátti sjá sérstök tilboð á ávöxtum og grænmeti. Ég held að verslanir séu að átta sig á því að neytendur eru farnir að gera kröfur um að fá eilitla hjálp við að velja sér hollustuna. Jafn- framt held ég að verslanir geri sér grein fyr- ir því að samfélagið mun hugsa á allt annan hátt um mat heldur en gert er í dag. Fólk vill í auknum mæli fá að vita hvaðan varan kemur. Við viljum vita upprunan og viljum vita hvernig farið var með dýrin. Ég hef það á tilfinningunni að það verði almenn krafa eftir 10 ár,“ segir Steinar að lokum. Næringargildið skiptir öllu TÓMAR HITAEININGAR ÓGNA HEILSUNNI Steinar B. Aðalbjörnsson NÆRINGARFRÆÐINGUR TELUR MIKILVÆGT AÐ FÓLK ÁTTI SIG Á ÞEIM TÓMU HITAEININGUM SEM FINNA MÁ Í SÆLGÆTI. HÆGT ER AÐ INNBYRÐA GRÍÐARLEGA UMFANGSMIKIÐ MAGN AF GRÆNMETI TIL AÐ NÁ UPP Í SAMBÆRILEGT HITAEININGAMAGN OG VIÐ NEYSLU SÆLGÆTIS. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samkvæmt tölum Landlæknisembættisins er heildarframboð sælgætis um 6 þúsund tonn á ári hér á landi. Neysla sælgætis nemur því um 400 grömmum á hvern Íslending í hverri í viku. Það jafngildir um 1600 hitaeiningum. Sama magn hitaeininga í grænmeti jafngildir tæplega 3,9 kíló- um. Eins og sjá má á myndinni er umtalsverður munur á því umfangi og magni þess grænmetis og þess sælgætis sem hægt er að innbyrða. Þá er ekki minnst á næringargildi í þessu samhengi. Meðal vikuneysla á við 3,9 kg af grænmeti 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Úttekt Að sögn Matís er ráðlagður hámarksskammtur af sælgæti um 65 grömm fyrir 15-16 ára unglinga og 62 grömm fyrir fullorðna. Miðað er við eilítið aukna orkuþörf unglinga sem hafa hærra brennslustig en þeir sem eldri eru. Á myndinni má sjá 65 grömm af sælgæti og jafngildir það um 260 hitaeiningum. Borða má heil 1.250 grömm af kirsuberjatómöt- um til þess innbyrða jafn mikið magn hitaeininga og er í sælgætinu. Ráðlagður skammtur sælgætis jafngildir 1,3 kg af tómötum Sælgætisneysla sem jafngildir 7,8 grænmetiskílóum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.