Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 50
samtaka Grafarholts en er nú varaformaður. Núna eru samtökin að funda með borginni út af svæði sem íbúarnir ætla að taka yfir. „Íbúarnir ætla að búa til sinn eigin almenn- ingsgarð, með smávegis fjárstuðningi frá borginni. Það er auðveldara að gera svona verkefni núna. Fólk trúir á þau,“ segir hann og bætir við að viðhorfið hafi breyst, það sé ekki lengur litið svo á að borgin eigi að „skaffa allt“ heldur leggi íbúarnir líka sitt af mörkum. Annað verkefni sem íbúasamtökin hafa unnið að er gerð matjurtagarða í hverfinu, sem heppnaðist vel. „Ferlið að skapa okkar eigið sameiginlega rými er afurð sem er ekk- ert síðri og jafnvel merkilegri en raunveru- lega afurðin. Þetta er nálgun sem ég nota á öll þessi verkefni.“ Verkefni á Grænlandi Guðmundur er líka hluti af hópnum The Turf Network, sem hefur fengist við ýmis verk- efni. „Við höfum verið að vinna að verkefni á Grænlandi í tæp tvö ár. Verkefnið er í fjár- mögnun og er komið ágætlega áleiðis. Það byggist á því að búa til sameiginlegt almenn- ingsrými í smábæ á Grænlandi með atvinnu- lausum ungmennum, kenna þeim handverkið og gera þeim það ljóst að þau skipti máli fyr- ir samfélagið og vonandi líka að samfélagið skipti máli fyrir þau. Sýna þeim á lifandi hátt hvað samtakamátturinn getur fært okkur. Hvernig þau geta bætt sinn eigin veruleika og annarra með því að gera eitthvað saman fyrir bæinn.“ Guðmundur segist sjálfur vera úthverfa- miðaður. „Ég held að það sé kominn tími á endurreisn úthverfanna. Ég ætla að leggja mitt af mörkum til þess. Úthverfin þurfa að vera lífvænleg, sjálfbærar einingar með öfl- ugu og fjölbreyttu mannlífi. Það er sú end- urreisn sem ég er alltaf að vonast eftir og held að sé að verða að raunveruleika. Þau eiga að geta verið lítill bær í borginni.“ stikla á svo þau upplifi einhverja áskorun“. Þrautabrautin er síðan sérstaklega spenn- andi, og ekki má gleyma sjóræningaskipinu og kastalanum. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir á leik- svæðum. Ég er búinn að vera pabbi í 14 ár og upplifði leiksvæðin í Danmörku sem miklu skemmtilegri en hér og meiri áskorun. Krakkarnir sóttu mikið í að fara á þau um helgar. Ég fór að skoða þetta betur í nám- inu,“ segir Guðmundur sem einbeitti sér að náttúruleiksvæðum. Í náminu las hann bók þar sem þeirri kenningu var varpað fram að leitin að hinu fullkomna, örugga leiksvæði hefði í raun drepið leiksvæðið. „Þetta var vakning fyrir mig og sannleikskorn í þessu. Að þessi stöðl- un og einsleitni og kröfurnar um að krakk- arnir væru sýnilegir á næstum hvaða bletti sem er í leikskólanum hefði leitt þetta af sér. Þau hverfa aldrei og það heftir þau í leik og ævintýrum. Þau þurfa að geta gleymt sér, þurfa að geta horfið inn í leik og ævintýri. Og að geta flakkað á milli rýma.“ Félagslega landslagið breyttist En hvernig gekk að virkja foreldrana? „Það sem þetta hefur kennt mér er að það er ákveðið ferli sem fer í gang. Þetta fer allt- af rólega af stað og það er ekki fyrr en það er farinn að verða vísir að árangri sem fleiri vilja verða með og þá fer boltinn af stað. Þetta byrjaði rólega en eftir því sem á leið fjölgaði í hópnum. Fólk sá svæðið stækka og breytast dag frá degi og foreldar söfnuðust saman eftir vinnu. Ég var þarna eins lengi og einhver nennti að vera. Eitthvert kvöldið komu síðan fjörutíu foreldrar! Á endanum gjörbreytti þetta öllu félagslegu landslagi í samfélaginu sem tilheyrði Reynisholti. Mér fannst það að mörgu leyti merkilegri afurð en leikvöllurinn sjálfur. Viðhorf fólks til for- eldrastarfs breyttist.“ Guðmundur var lengi formaður íbúa- anum. Mér fannst vanta vettvang fyrir okkur íbúana í hverfinu til þess að koma saman, kynnast og breyta félagslega landslaginu í hverfinu. Ég sá tækifæri til þess í þessu verkefni, að við myndum gera þetta sjálf til að nota ferlið til uppbyggingar í samfélag- inu,“ segir Guðmundur, sem á þessum tíma- punkti hafði unnið að útikennslusvæði fyrir Sæmundarskóla og gert nokkur áningar- svæði í skóglendinu í kringum Reynisvatn. Þar hafði hann unnið með staðbundið hrá- efni. „Mér fannst efnisnotkunin spennandi, ég vann eingöngu með jarðveginn og grjótið sem féll til, timbrið og greinarnar, gras og torf.“ Unnið í sjálfboðavinnu Reynislundur, náttúruleiksvæðið við Reyn- isholt, kostaði 800.000 krónur, sem var styrk- ur sem fékkst frá Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar. Annað starf var unnið í sjálfboðavinnu foreldranna auk þess sem það kom hópur frá erlendu samtökunum Seeds og hjálpaði til. Leiksvæðið er í lundi sem var á staðnum en þarna var áður sumarbústaður. Mynd- arlegur skógur nýtist svæðinu vel. Hluti af efninu kom úr lundinum en til viðbótar fékkst timbur frá skógræktarfélögum Reykjavíkur og Kópavogs. „Svo sótti ég hleðslutorf út fyrir bæinn. Það er erfitt að finna það en ég er með nokkra staði sem ég get skorið torf í hleðslu,“ segir Guðmundur sem hefur sérþekkingu á þessu sviði og hef- ur haldið námskeið í torfhleðslu. Leiksvæðið skiptist í nokkur minni svæði. Til dæmis er þarna „friðarlundur“, hlaðinn úr torfi, notaður fyrir jóga og lesstundir. Ennfremur er þarna skógarsvæði, með skýli og eldstæði. Minnstu krakkarnir gleymast ekki því í „stubbaskóginum“ er mjúkt og þægilegt landslag fyrir þá sem eru að byrja að labba, „smáhalli, drumbar og steinar til að G uðmundur Hrafn Arngrímsson landslagsarkitekt er fjögurra barna faðir í Grafarholti og átti tvö börn í leikskólanum Reynisholti þegar deild var bætt við skólann og í kjölfarið þurfti að stækka lóð leikskólans. Sú hugmynd kom upp hjá leikskólanum að hafa stækkunina með öðrum hætti en þá lóð sem fyrir var og leitaði skólinn til Guðmundar. „Ég hafði ver- ið að vinna álíka verkefni fyrir íbúasamtökin, þjónustumiðstöðina og grunnskólann í hverf- inu. Ég hafði nálgast svona útisvæði í gegn- um foreldrafélögin og nýtt það hráefni sem fyrir var. Leikskólinn bað mig að koma á fund og ég sá strax möguleikana á því að gera annars konar leiksvæði. Halda ekki áfram með þetta hefðbundna leiksvæði þar sem krakkarnir geta aldrei látið sig hverfa, dýpkað leikinn sinn og skapað sín eigin æv- intýri,“ segir Guðmundur og bætir við að þetta verkefni hafi haft sterkan samfélags- legan fókus. Guðmundur hannaði leiksvæðið og í kjöl- farið tók foreldrafélagið verkefnið að sér en á þessum tíma var Guðmundur líka formaður íbúasamtaka hverfisins og voru honum mál- efni hverfisins mjög hugleikin. „Ég missti vinnuna árið 2009 og ákvað þá strax, í stað þess að sitja heima, að nýta kraftana mína fyrir hverfið. Ég hafði áhyggj- ur af hverfinu og hafði innri þörf til að lækna þetta hverfi sem mér fannst vera andvana.“ Sá aldrei gangandi fólk Hann flutti í Grafarholtið árið 2007 ásamt fjölskyldu sinni eftir sex ára dvöl í Dan- mörku. „Eftir að hafa búið þarna í nokkra mánuði fór mér að líða undarlega. Ég sá aldrei neinn á ferli, aldrei neinn gangandi á gangstéttunum. Það var ekki gert ráð fyrir því að fólk ætti eitthvert erindi innan hverf- isins. Eini staðurinn sem ég hafði til að mæta nágrönnunum var anddyrið í leikskól- GUÐMUNDUR HRAFN ARNGRÍMSSON LANDSLAGSARKITEKT ER FJÖGURRA BARNA FAÐIR Í GRAFARHOLTI MEÐ STERKA SAMFÉLAGSVITUND. EITT AF VERKEFNUM HANS VAR AÐ BYGGJA NÁTTÚRULEGT LEIKSVÆÐI VIÐ LEIKSKÓLANN REYNISHOLT Í HVERFINU. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Landslagið er miðillinn KOMINN TÍMI Á ENDURREISN ÚTHVERFANNA Guðmundur á leiksvæðinu en í bak- sýn má sjá krakkana á leikskólanum Reynisholti glíma við þrautabrautina. Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.