Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 56
BÓK VIKUNNAR Létta leiðin eftir Ásgeir Ólafsson hefur setið ofarlega á metsölulista vikum saman. Í bókinni boðar höf- undur einfalda leið til hollra lífshátta. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Höfundur Njálu kunni að segja ör-lagasögur í fáum orðum. Ein slíksaga segir frá Þórði Kárasyni, sem Njáll og Bergþóra fóstra. Þórðar er ekki getið á mörgum stöðum í Njálu en höfundurinn kann sannarlega að gera þennan unga dreng að eftirminnilegri aukapersónu. Í Njálsbrennu segir Bergþóra við drenginn að hann skuli ekki brenna inni heldur fara út. Hann svarar með hinum hetjulegu orðum: „Hinu hefur þú mér heitið, amma, að við skyldum aldrei skilja, og skal svo vera. En mér þykir miklu betra að deyja með ykkur en lifa eftir.“ Barnið deyr síðan með Njáli og Bergþóru eftir að þau hafa öll lagst undir uxahúð. Dauði þessa unga drengs er ein af hinum mörgu harmsögum sem segir frá í Njálu og hlýtur að verða minnisstæð öllum sem hana lesa. Í nýrri ljóðabók sinni, Strandir, yrkir Gerður Kristný listilega um Þórð Kárason í ljóðinu Ljóð um börn. Þórður er ekki eina barnið sem kemur fyrir í ljóðinu en hann hefur þar ábyrgð- armikið hlutverk sem opinberast í und- urfallegum og angurværum lokaorðum. Það er erfitt að útskýra nákvæmlega hvað það er sem gerir að verkum að ákveðin ljóð verða manni kær. Sum ljóð tala sterkt til manns meðan önnur sem geta verið alveg jafn vel gerð ná ekki sömu tökum á manni. Ég ætla ekki að segja að Ljóð um börn sé besta ljóð sem Gerður Kristný hefur ort en ég á erfitt með að ímynda mér að nokkurt annað ljóð eftir hana eigi eftir að verða mér jafn minnisstætt. Veit ég samt mætavel að hún hefur ort mörg einstaklega góð ljóð – og á eftir að yrkja fleiri slík. Ljóðabókin Strandir er enn ein sönn- un þess hversu gott ljóðskáld Gerður Kristný er. Þeir sem kvarta undan því að nútímaljóðagerð höfði ekki til þeirra eru sennilega ekki að lesa réttu ljóðabæk- urnar. Þeir ættu að ná sér í Strandir og njóta. Ljóð um börn er ljóð sem talar til mín. Ég ætla ekki að endursegja það því það þarf að lesa það eins og höfundurinn skil- aði því frá sér. En mér þykir vænt um að Þórður litli Kárason skuli hafa öðlast framhaldslíf í Ljóði um börn. Orðanna hljóðan LJÓÐIÐ UM ÞÓRÐ Gerður Kristný Strandir A ugu Líru er fyrsta skáldverk Evu Joly, en hún skrifaði bókina í samvinnu við Judith Perrignon, sem er blaðakona á Liberation. Bókin hefur komið út í Frakklandi, Bret- landi, Bandaríkjunum og Noregi og er nú komin út hjá Skruddu í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Þetta er spennusaga um viðskiptaglæpi og aðalpersónur eru Nwankwo, yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglunnar í Lagos, franski dómritarinn Felix og Líra, blaðakona frá Sankti- Pétursborg. Eva Joly var hér á landi á dögunum til að kynna og árita bókina. Hún er fyrst spurð um tilurð bókarinnar og segir: „Við Judith höfum þekkst í tíu ár og ég hef sagt henni ótrúlegar sögur af því sem ég hef séð og upplifað í starfi mínu. Einn daginn ræddum við um að það væri gaman að láta þessar sögur lifna og bæta við þær. Það felst dásamlegt frelsi í því að skrifa skáldsögu, maður getur byggt á raunveruleikanum en líka bætt við hann. Það var óskaplega gam- an að vinna að þessari bók. Við Judith vit- um miklu meira um persónurnar en fram kemur í bókinni því við strikuðum margt út. Þykir þér vænt um persónur bókarinnar? „Mér þykir vænt um aðalpersónur bók- arinnar og ég tala um þær eins og þær séu lifandi. Ég vil að þær lendi í nýjum æv- intýrum. Mér finnst líklegt að við Judith skrifum allavega eina bók í viðbót um þess- ar aðalpersónur. Svo þætti mér gaman að sjá þessa bók verða að kvikmynd, það er svo margt myndrænt í henni og hún gerist víða um heim.“ Bókin gerist í Frakklandi, Nígeríu, Fær- eyjum og Rússlandi. Þú býrð í Frakklandi en hefurðu komið til hinna landanna? „Ég hef komið til Nígeríu en Færeyjar eru hins vegar bara ímyndun okkar Judith. Ég hef ekki komið til Rússlands en hef hitt fjölmarga Rússa, þar á meðal rússneska blaðamenn og veit að þeir búa í hættulegu umhverfi. Rússneskir blaðamenn hafa verið myrtir vegna starfa sinna en enginn talar um þau dráp vegna þess að þessir blaða- menn eru ekki vel þekktir erlendis. Staða mannréttindamála í Rússlandi er skelfileg. Í bókinni leitast ég við að sýna hvernig er að lifa í Rússlandi undir stjórn Pútíns. Augu Líru lýsir ákveðnum raunveruleika. Við Judith erum að skapa heim sem við höfum kynnst í gegnum störf okkar. Okkur langar til að sýna að það eru sömu vanda- mál í Rússlandi, Nígeríu og Færeyjum. Ef fólk heldur að peningaþvætti eigi sér bara stað í öðrum löndum en þeirra eigin þá skil- ur það ekki heiminn.“ Lestu mikið af spennusögum? „Ég las mikið af spennusögum hér áður fyrr en síðustu árin hef ég verið svo önnum kafin að ég hef ekki sama tíma og áður. Ég get ekki lengur lesið skáldskap fyrir svefn- inn heldur þarf ég að lesa langar skýrslur sem tengjast vinnu minni. En stundum, að- allega á sunnudögum, sest ég niður og les skáldsögu.“ Áttu þér uppáhaldshöfunda? „Ef við höldum okkur við spennusögurnar þá hef ég verið mjög hrifin af Patriciu Highsmith og bókum hennar um Tom Rip- ley því þar sér maður inn í hugarheim glæpamanns. Mér finnst Dorothy Sayers góður höfundur. Ég hef lesið flestar bækur Georges Simenons og er aðdáandi því hann er ekki bara að segja glæpsögu heldur dregur upp afar sannfærandi mynd af sam- félagi.“ Ertu með einhver skilaboð til íslenskra lesenda þinna? „Við íslenska lesendur segi ég: Ég held að þið munið hafa ánægju af að lesa bókina. Ég hugsaði til ykkar þegar ég skrifaði hana.“ EVA JOLY HUGSAÐI TIL ÍSLENDINGA ÞEGAR HÚN SKRIFAÐI SPENNUBÓK Dásamlegt frelsi Eva Joly „Mér þykir vænt um aðalpersónur bókarinnar og ég tala um þær eins og þær séu lifandi. Ég vil að þær lendi í nýjum ævintýrum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg AUGU LÍRU ER FYRSTA SKÁLDSAGA EVU JOLY SEM VILL SKRIFA FRAMHALDSBÓK. Á unglingsárum voru allar bækur Halldórs Laxness lesnar með at- hygli. Það er misjafnt eftir lesendum hvaða bók hans þykir skara fram úr. Hjá mér varð Atómstöðin í uppáhaldi. Mannlýsingar og per- sónusköpun er óvenjuleg og eftirminnileg. Hinn ljóð- ræni þáttur bókarinnar með organistanum og Uglu fangaði ungan huga. Hrifningin af tilsvörum og óvenjulegri stemningu á heimili organistans hefur enst fram á fullorðinsár. Bókin er tekin fram á hverju ári og gluggað í einstaka kafla. Hinum pólitíska boð- skap verksins er á hinn bóginn ýtt til hliðar. Allt að einu er athyglisvert hversu sterka skírskotun kaflar um landsölu eiga til samtímans þótt sagan gerist fyrir hartnær 70 árum. Annað verk, gjörólíkt Atómstöðinni, er Einbjörn Hansson eft- ir Jónas Jónasson. Ekki löng saga en skemmtileg og falleg. Einbjörn er einstæðingur sem engan þekkir og enginn talar við. Þegar sagan er hálfnuð flytur í götuna stúlka í hjólastól. Einn góðan veðurdag ávarpar stúlkan Einbjörn, nýr heimur hefur knúið dyra. Einstæðingurinn hlakkar til hvers dags, ástin hefur náð tökum á honum. Jónas Jón- asson sló óvenjulegan tón með Einbirni. Sá tónn hljómar enn. Í UPPÁHALDI SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON RÍKISSKATTSTJÓRI Atómstöðin og Einbjörn Hansson eru í uppáhaldi hjá Skúla Eggerti. Morgunblaðið/Kristinn Jónas Jónasson 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.