Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 23
28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Gerðu gæða- og verðsamanburð FINNDU MUNINN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900 ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur Valhöll heilsudýna 5 svæðaskipt gormakerfi 153x203 aðeins kr. 89.900 Tilboðsverð 12 mánaðavaxtalausargreiðslur* Kann hann að moka skít? Ég get ekki verið með manni sem er svomikil pempía eða aumingi að hann geti ekki mokað skít, það er al-veg ljóst,“ sagði ágæt vinkona mín hátt og skýrt og lagði áherslu á orð sín með fingur á lofti líkt og hún væri að ávíta óþekkan krakka. Hún mælti þessi fleygu orð þar sem við sátum á góðri stundu með sameigin- legum vini okkar en hann sagðist þekkja mann sem væri vænlegur kostur fyrir hana. Þessi vinkona mín er gullfalleg einhleyp kona á frjósömum aldri og við vinir hennar skiljum ekkert í því að karlmenn þessa lands skuli láta slíkan kvenkost ganga lausan. Vinur vor taldi upp mannkosti félaga síns, hann reynd- ist vel menntaður, í góðu starfi og hinn ábyrg- asti maður í alla staði. Við flettum þessum að því er virtist fullkomna manni hið snarasta upp á Fésbókinni í símanum og við okkur blasti mynd sem sýndi mann með mjög svo ásættanlegt útlit, barasta hörkumyndar- legan. Þetta var næstum of gott til að vera satt og vinkona mín tók strax að skamma vin okkar fyrir að hafa ekki sagt henni fyrr frá slíku karl- dýri sem gengi laust. Nú var ekki til setu boðið og ákveðið að setja upp svokallað blint stefnumót hið fyrsta. En þá fór þessi jarðbundna vin- kona mín að efast um fullkomna manninn og vildi koma því á hreint hvernig mann hún gæti alls ekki sætt sig við. Og þá kom spurningin um hvort hann gæti skammlaust mokað skít. Vinur okkar taldi það næsta víst því maðurinn væri hestamaður. En hún var ekki sannfærð. „Það er fullt af köllum hér í bænum sem eru í hestamennsku en láta aðra moka fyrir sig undan þeim skítinn. Þeir fara bara á bak í fínu fötunum og passa að verða ekki skítugir.“ Og nú fór hún að gera kröfur: „Hann verður að vera alvöru karlmaður en ekki tepra. Hann má ekki vera of mjúkur, þá æli ég. Ég þoli ekki menn sem eru of miklir snyrtipinnar,“ sagði hún og ég sá hana fyrir mér snara sér að fórnarlambinu á fyrsta stefnumóti og spyrja um skítmoksturskunnáttu. Hann stæði svo og félli með svarinu. Af þessu má ljóst vera að misjafnt er hverju konur leita eftir í fari karla þegar kemur að því að maka sig eða finna einhvern til að deila lífinu með. Margt sprundið tel ég að vilji einmitt öfugt við vin- konu mína hafa menn sem mýksta og snyrtilega fram í fingurgóma. Við sveitatútturnar erum meira fyrir ofursvala villimenn sem er skítsama þó að þeir verði skítugir við skítmokstur. Þessi maður kippir sér ekki upp við það þó að í hann klínist hestasviti. KANNTU AÐ MOKA SKÍT? KRISTÍN HEIÐA Stigið í vænginn T alsverður munur er á æf- ingagjöldum fimleikafélaga eins og könnun Verðlags- eftirlits ASÍ í vikunni leið- ir í ljós, en í töflu til hliðar má sjá æfingagjöld fimleikafélaganna. Eins og sjá má getur verið um nokkrar fjárhæðir að ræða fyrir for- eldra sem greiða fyrir fimleika- æfingar. Að ekki sé talað um ef börnin eru fleiri en eitt eða ef barn- ið sækir fleiri frístundir. Verðið segir þó að sjálfsögðu ekki alla söguna því nokkru getur munað á aðbúnaði, tækjum sem og á menntun og reynslu þjálfara á milli félaga. Foreldrar barna á þessum aldri fá endurgreiðslu frá sveitarfélögum í formi frístundastyrks en misjafnt er hversu hár hann er. Miðað við velgengni Íslands á al- þjóðavettvangi í fimleikum und- anfarið er þó óskandi að fimleika- æfingar verði ekki aðeins á færi fárra heldur hafi sem flestir kost á því að æfa þessa fögru íþrótt. eyrun@mbl.is Kúnstir vel þjálfaðra fimleikakappa leikur ekki hver sem er eftir. Morgunblaðið/Eggert Hvað kostar að æfa fimleika? ALMENNIR FIMLEIKAR DRENGJA OG STÚLKNA HAUSTÖNN 2012 Heimild:Verðlagseftirlit ASÍ, október 2012 Íþróttafélagið Gerpla Umf. Stjarnan* Fimleikafélagið Björk Glímufélgið Ármann Íþróttafélagið Grótta** Íþróttafélagið Fylkir Íþróttafélagið Höttur Ungmennafélagið Afturelding*** Fimleikafélag Akureyrar Ungmennafélgaið Fjölnir Keflavík íþrótta - og ungmennafélag Fimleikafélag Akraness* Umf. Selfoss Fimleikafélagið Rán**** Íþróttafélagið Hamar 6-8 ára 2 klst 8-10 ára 4 klst 40.617.- 30.400.- 29.800.- 31.200.- 28.000.- 28.500.- 24.700.- 26.000.- 27.200.- 24.500.- 19.200.- 20.000.- 22.000.- 19.692.- 14.500.- 54.579.- 44.400.- 43.900.- 41.200.- 38.000.- 37.000.- 35.400.- 35.200.- 34.000.- 32.900.- 31.200.- 28.000.- 24.000.- 23.980.- 22.000.- * Ekki var boðið upp á 4 klst heldur 4,5 klst ** Ekki boðið upp á 4 klst heldur 5 klst *** Ekki var boðið upp á 2 klst heldur 2,5 klst **** Ekki boðið upp á 2 klst heldur 3 klst og ekki boðið upp á 4 klst heldur 6 klst FIMLEIKAR NJÓTA SÍFELLT MEIRI VINSÆLDA EN ÆFINGAGJÖLDIN ERU ÓLÍK EFTIR ÞVÍ HVAR ER ÆFT. TÆKJABÚNAÐUR FYRIR FIMLEIKASALI ER DÝR OG ÆFINGAR GETA KOSTAÐ SITT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.