Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 22
Nú ætla ég að taka út allan sykur, hveiti, kaffi, glútein, fitu … bla, bla bla. Margir ætla sér um of þegar þeir taka mataræðið í gegn. Gjarnan leiðir það til þess að þeir springa á limminu og fara í sama farið. Hafa ber í huga að góðir hlutir gerast hægt. Ef þú skrifar niður það sem þú borðar færðu betri yfirsýn yfir það hvernig þú getur bætt neysluvenjur þínar. Með þessu móti skapast með- vitund um hluti sem þú tókst ekki eftir áður. Öllum er hollt að horfast í augu við sjálfa sig og þó sumum gæti vaxið í augum að skrifa allt niður er ágætt að hafa í huga að þetta er góð byrj- un sem hægt er að vinna út frá. Vísindamaðurinn í þér horfir svo á blákaldar niðurstöðurnar og íhugar breytingar. Svo gætir þú gefið þér broskarl ef þú stendur þig vel. GERÐU MATARDAGBÓK Að horfast í augu við sjálfan sig 43 hjóluðu hjá á 20 mínútum Kl. 8.35-8.55 FÓLK Á LEIÐ TIL VINNU AÐ MORGNI Á HJÓLI ER SÍFELLT ALGENGARI SJÓN Í HÖFUÐ- BORGINNI. VIÐ HJÁ SUNNUDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS STILLTUM OKKUR UPP Á GÖNGU- OG HJÓLABRÚNNI YFIR KRINGLUMÝRARBRAUT AÐ MORGNI MIÐVIKUDAGS OG TÖLDUM HJÓLREIÐAMENN SEM EINHVERRA HLUTA VEGNA VORU ALLIR KARLMENN Texti: Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Ljósmyndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is Ljósabúnaður hjól- reiðamannanna var al- mennt til fyrirmyndar. Þessi kemst hrað- ar yfir en aðrir enda með raf- mótor á hjólinu. Hjálmurinn gleymdist heima. Skærlitaður hjólafatnaður hentar vel í skammdeginu. Borgarhjól sem eru létt og með- færileg eru ekki algeng sjón. Barnastóllinn fær að fylgja með. 43 einstaklingar hjóluðu undir eða yfir brúna 20 mínútur var heildartíminn sem ljósmyndari var á staðnum 14 manns hjóluðu hjá á fyrstu 13 mínútunum 29 manns hjóluðu framhjá á seinni 7 mínútunum 1 hjólreiðamaður var með rafmótor á reiðhjólinu sínu 1 hjólreiðamaður var hjálmlaus en aðrir vel varðir 4 til viðbótar við hjólreiðamennina sáust á göngu 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Hreyfing og heilsa Sætuefnið aspartam hefur verið mikið rann- sakað. Árið 2009 birtist rannsókn sem unnin var af alþjóðlegu krabbameinssamtökunum NCI (National cancer institude). Þar var því haldið fram að tengsl væru á milli neyslu gos- drykkja sem innihalda aspartam og hvít- blæðis. Harvard-háskóli birti nýlega rann- sókn sem sýndi svipaðar niðurstöður í tímaritinu American Journal of Nutrition. Hins vegar var það svo að skömmu áður en birta átti niðurstöðurnar á netinu, dró há- skólinn verulega úr fullyrðingum í upp- haflegu rannsóknarniðurstöðum sínum. Sögðu vísindamennirnir að betur athuguðu máli að tengslin væru í besta falli veik. Báð- ust vísindamennirnir sem rannsóknina gerðu og háskólinn afsökunar á því að hafa haldið öðru fram í upphafi. Gervisætuefnið aspartam finnst í fjölmörgum vörutegundum sem fyrir finnast á Íslandi. Morgunblaðið/ÞÖK VÍSINDAMENN VORU OF BRÁÐIR „Veik“ tengsl asp- artam við hvítblæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.