Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012
Þ
rjátíu ár eru síðan fyrsta
bók Iðunnar Steins-
dóttur, Knáir krakkar,
kom út. Í tilefni rithöf-
undarafmælisins hefur
bókin verið endurútgefin og fengið
nýjan titil, Varið ykkur á Valahelli.
Iðunn hefur á rithöfundarferli sínum
skrifað á fjórða tug skáldverka, að-
allega fyrir börn, og sent frá sér á
þriðja tug kennslubóka, en hún
starfaði um tíma sem kennari.
Hvernig varð þessi fyrsta bók þín
til?
„Ég var kennari í Mývatnssveit og
í bekknum var níu ára gamall strák-
ur. Hann var klár og fínn strákur,
aðalkarlinn í bekknum og óskaplega
góður í fótbolta og stærðfræði en las
upp á innan við 2. Hann hefur verið
lesblindur en það var ekki farið að
greina slíkt þá. Enginn vissi af
hverju drengurinn gat ekki lært að
lesa. Þegar börnin máttu lesa í
frjálsum tíma kom hann til mín og
spurði: „Hvað finnst þér að ég eigi
að lesa?“ Ég gat ekki bent honum á
neitt annað en Græna hattinn og
Bláu könnuna, gamlar smábarna-
bækur. Mér fannst þetta ákaflega
leitt og hugsaði með mér: Af hverju
geta rithöfundar ekki skrifað bækur
fyrir svona krakka? Upp úr því
ákvað ég að skrifa spennandi bók í
ekta Enid Blyton-stíl, á auðlesnu
máli. Þannig urðu Knáir krakkar til.
Það má segja að þessi níu ára
gamli drengur hafi ýtt mér út í
barnabókaskrif. Ég er ekki viss um
að ég hefði farið að skrifa annars.
Ég var mikill kennari í mér. Mér
fannst svo gaman að kenna.“
Einhvern veginn finnst mér líklegt
að þú hafir ekki verið strangur
kennari.
„Ég held ekki að ég hafi verið
óskaplega strangur kennari. Mín
skoðun er sú að það skili engu að
skammast og rífast í krökkum, það
gerir manni bara erfiðara fyrir. Það
skilar hins vegar miklu að hrósa
börnum fyrir það sem þau gera vel.“
Þú hefur nær eingöngu skrifað
fyrir börn. Af hverju er það?
„Ég var kennari og þekkti heim
barnanna og hef gaman af börnum.
Á þessum tíma datt mér ekki í hug
að skrifa fyrir fullorðna og skrift-
irnar hafa þróast þannig að ég held
mig að mestu við börnin. Líklega er
ég bara svona mikill krakki í mér.“
Frá dægurlagatextum
til sálma
Voru bækur og bókafólk í kringum
þig í uppvextinum?
„Já, ég ólst upp við bókalestur.
Við systkinin vorum fimm og tíðir
gestir á bókasafninu. Mamma gaf
mér oft upp nöfn á bókum sem
henni fannst að ég ætti að lesa og
það voru ekki endilega barnabækur.
Ég man til dæmis að hún mælti með
Kapítólu og Brasilíuförunum.
Mamma var mikil bókamanneskja.
Stundum fór hún með bók inn á
baðherbergi, læsti að sér og var þar
í hálftíma til að fá frið til að lesa. Ég
er svo glöð yfir að hún skyldi hafa
fengið þessar góðu stundir og dáist
að þessari hugkvæmni hennar. Á
veturna las pabbi stundum kvöld-
sögu, þá var einn kafli í einu lesinn
upp fyrir fjölskylduna.
Við systkinin höfum öll verið í
bókastússi. Kristín er rithöfundur,
Heimir gaf út ljóðabók, Ingólfur gaf
út ljóðabók og æskuminningar sem
bera undirtitilinn Uppvaxtarsaga
blómabarns og Stefán hefur samið
ljóð og þýtt bækur, til dæmis Karla-
fræðarann og Gilgameskviðu.“
Það vita kannski ekki allir að þú
hefur samið fjölda dægurlagatexta,
eins og til dæmis Ég fer í fríið,
Átján rauðar rósir og Bíddu pabbi.
Af hverju fórstu að semja texta við
dægurlög?
„Þegar ég var um þrítugt, hús-
móðir á Húsavík, var ég beðin um
að þýða tvo texta úr sænsku fyrir
Tónakvartettinn sem var þarna á
staðnum. Ég gerði það og textarnir
rötuðu á plötu sem Svavar Gests gaf
út. Hann var ánægður með textana
og bað mig að semja fleiri. Ég var
heimavinnandi húsmóðir með þrjú
ung börn og fékk borgað fyrir að
semja þessa texta sem mér fannst
alveg frábært. Ég fór í fyrstu utan-
landsferðina fyrir ágóðann. Svo hafði
ég gaman af þessari textasmíði. Ætli
ég hafi ekki samið hátt í hundrað
lagatexta á ferlinum, bæði fyrir dæg-
urlög og kóra. Nú er ég hins vegar
komin yfir í að semja sálma. Svona
breytast nú hlutirnir.“
Yrkirðu ljóð?
„Ég á ekki nóg af ljóðum í ljóða-
bók. Ljóðin mín, eins og sjálfsagt hjá
mörgum, verða til þegar mér líður
illa, þannig að þau eru nokkuð þung-
lyndisleg.“
Dauði og tómleiki
Maður þinn var Björn Friðfinnsson
ráðuneytisstjóri. Þú misstir hann eft-
ir 50 ára hjónaband. Þið hafið verið
kornung þegar þið kynntust.
„Við byrjuðum að vera saman 18
ára gömul og vorum alla tíð miklir
félagar. Hjónaband okkar gekk af-
skaplega vel. Við vorum bæði mjög
sjálfstæð og virtum hvort annað.
Virðing er skilyrði þess að hjóna-
band sé gott.
Björn fékk krabbamein og veik-
indin tóku mikið á. Í september í
fyrra fór hann í aðgerð sem átti að
bæta margt en hann náði sér aldrei
eftir hana. Í maí fékk ég að vita að
baráttan væri vonlaus. Á þessum
tíma lifði ég og hrærðist í ákveðnum
heimi þar sem allt snerist um Björn
og veikindi hans. Eftir dauða hans
hefur gengið hægt og rólega að ná
aftur sambandi við umhverfi og dag-
legt líf. Ég fór nýlega í frí til útlanda
og það gerði mér gott. En eftir
svona missi er svo mikill tómleiki að
það tekur tíma að jafna sig.“
Trúir þú á líf eftir dauðann?
„Björn trúði ekki á líf eftir dauð-
ann en það hef ég hins vegar alltaf
gert. Ég ætla að halda mig við það
og trúa því að við eigum eftir að
hittast aftur.“
Höfðu veikindi hans og dauði áhrif
á skriftir þínar?
„Já, ég hef lítið sem ekkert skrif-
að fyrir utan það að vinna í barna-
bókinni sem nú er endurútgefin.
Fyrir tíu árum gerði ég framhald af
þeirri bók og gaf systur minni út-
prentið. Hún fann það hjá sér í bíl-
skúrnum í fyrra og lét mig hafa það.
Ég vona að þessi framhaldssaga
komi á næsta ári.“
Ævisaga langafa
Hvað einkennir góða barnabók?
„Góð barnabók er bók sem for-
eldrar geta lesið og haft gaman af
eins og börnin. Hún á að vera vel
skrifuð og það þarf að vera eitthvað
í henni sem grípur lesandann, hvort
sem það er spenna eða eitthvað ann-
að.“
Þú hefur skrifað mikið en lestu
mikið?
„Ég les töluvert. Ég hef alltaf haft
gaman af góðum spennubókum en
*Það má segja að þessi níu ára gamlidrengur hafi ýtt mér út í barna-bókaskrif. Ég er ekki viss um að ég hefði
farið að skrifa annars.
Svipmynd