Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Í myndum F anndís, sem nú er 22 ára, var ein þeirra fótboltastelpna sem brutu ísinn þegar landsliðið tók þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi fyrir þremur árum. Fanndís er aftur á leið á EM næsta sumar, eftir frækilegan sigur á Úkraínu á fimmtudagskvöldið. Birta Sól og félagar hennar í Evrópumeistaraliðinu voru heið- ursgestir á þeim leik. Hún er 18 ára Reykjavíkurmær sem er í fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi. Fanndís býr í Hafnarfirði en leikur með Breiðabliki í Kópavogi. Þær hittust í fyrsta skipti í gær, fimleikastelpan sem sneri sér að fótbolta, og fótboltastelpan sem tók fimleikana fram yfir! Og báðar eru alsælar og skælbrosandi. Enda full ástæða til. Fanndís: „Mér líður gríðarlega vel. Það er svo gaman þegar svona margir koma að horfa á okkur eins og núna á fimmtudagskvöldið.“ Birta Sól: „Okkur fannst mjög gaman á vellinum og leikurinn var rosalega spennandi eftir að staðan varð 2:2. Við vorum samt vissar um það allan tímann að okkar stelpur myndu vinna eftir að þær skoruðu tvisvar snemma í leiknum.“ Fylgdist þú með Evrópumótinu í fimleikum, Fanndís? Fanndís: „Nei, við vorum í Úkraínu að keppa þannig að ég gat það ekki. En ég sá að margir á Facebook voru alveg að tapa sér; OMG, fimleikastelpurnar eru alveg geeeeðveikt flottar! Það er leiðinlegt að segja frá því að hafa ekki fylgst með, en það var ekkert sýnt frá mótinu í Úkraínu...“ Í ljós kemur að báðar stunduðu bæði fimleika og fótbolta sem börn, Fanndís í Vest- mannaeyjum en Birta Sól í borginni. Fóru svo hvor sína leið. En hvers vegna völdu þær sér grein eins og raun ber vitni? Fanndís: „Ég valdi fótboltann þegar ég var um það bil tíu ára. Smá út af pabba lík- lega en ég var reyndar allt of mikill trukkur til að vera í fimleikum! Ég var líka svo frek, var alltaf að reyna að svindla og troða mér fremst í röðina. Það virkar víst ekki í fimleikunum...“ Faðir Fanndísar, Friðrik Friðriksson, var landsliðsmarkvörður í fótbolta og Nanna Leifsdóttir, móðir hennar, var skíðadrottning Íslands á árum áður. Þá var Guðbrandur Lárusson, faðir Birtu Sólar, góður körfuboltamaður. Birta Sól: „Ég var í fótbolta með Þrótti og spilaði stundum körfubolta með frænku minni, Anitu Carter í Njarðvík, sem er í unglingalandsliðinu. En ég valdi fimleikana út af systur minni, Söndru Sif, sem er líka í fimleikum og hefur orðið Íslandsmeistari. Ég leit mjög mikið upp til hennar.“ Fanndís: „Ég gat ekki æft skíði þó mamma hefði kannski viljað það. Við bjuggum í Vestmannaeyjum þegar ég var lítil og þar var ekki hægt að vera á skíðum.“ Heldurðu að þú eigir eftir að fylgjast með EM í Svíþjóð næsta sumar, Birta? „Já, örugglega. Ég er reyndar ekki mikið inni í fótboltanum lengur en fylgist með af því að þetta skiptir svo miklu máli. Og það var skemmtilegt á vellinum á fimmtudag- inn. Stelpunum í fimleikalandsliðinu fannst mjög gaman; þær brostu hringinn og klöppuðu mikið þegar Ísland skoraði þó þær fylgist ekki með fótbolta venjulega. Ein sagðist hafa farið einu sinni á fótboltaleik áður, þegar hún var átta ára, og þetta var í fyrsta skipti sem ég fer á landsleik.“ Ertu jafn liðug og þegar þú varst í fimleikum, Fanndís? Eða varstu kannski aldrei liðug? Fanndís: „Nei, ég var aldrei liðug. Kannski var það þess vegna sem ég hætti í fim- leikum og fór í fótboltann!“ Sástu einhverja nógu liðuga á vellinum á fimmtudagskvöldið til að hún gæti staðið sig í fim- leikum? Birta Sól: „Nei, enga...“ Fanndís: „Skiljanlega!“ Eru einhverjir eiginleikar sem koma sér vel í báðum greinum? Fanndís: „Kraftur og styrkur. Og svo hugarfarið auðvitað.“ Birta Sól tekur undir það. Upplifið þið ekki mikinn meðbyr í samfélaginu eftir þennan frábæra árangur? Fanndís: „Jú, og Siggi Raggi hefur breytt mjög miklu á síðustu árum með því að skrifa pistla og tala um þau markmið sem hann vill að við setjum okkur. Okkur hefur verið tekið rosalega vel á undanförnum árum og áhuginn er enn að aukast; margir mættu á völlinn á móti Úkraínu og það var ógeðslega skemmtilegt. Margir sem mað- ur bjóst við að hefðu ekki neinn áhuga á fótbolta töluðu við mann um leikinn og að þeir ætluðu að mæta. Það var algjör snilld.“ Skynjið þig ekki sama áhuga á fimleikalandsliðinu í samfélaginu ? Birta Sól: „Jú, við verðum greinilega varar við mikinn áhuga þótt margir viti ekki hvað við erum að gera. Sumir bekkjarfélagar mínir töluðu t.d. um það, sögðust hafa verið ógeðslega spenntir að horfa á okkur í sjónvarpinu en vissu samt eiginlega ekki í hverju ég væri að fara að keppa.“ Fanndís: Ég skil ekki reglurnar í fimleikum. Fær maður mínus ef maður réttir ekki úr ristinni og svoleiðis? Birta Sól: „Já, það er frádráttur fyrir bogna fætur eða ef maður gerir stökkin ekki nógu vel. Svo fara einkunnirnar eftir því hve erfið stökk við gerum.“ Niðurstaðan: Að beygja hnén í fimleikum er eins og að skjóta í stöng eða framhjá markinu í fótbolta. Þessir glæsilegu fulltrúar íslenskra kvennaíþrótta halda svo glaðar út í síðasta dag sumarsins. Þótt fyrsti vetrardagur sé að skella á er sannarlega vor í lofti hjá þeim. Stelpurnar okkar ÍSLENSKAR AFREKSKONUR Fimleikakonan Birta Sól og knattspyrnumaðurinn Fanndís brugðu á leik fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kristinn BIRTA SÓL GUÐBRANDSDÓTTIR ER EINN EVRÓPUMEISTARANNA Í HÓPFIMLEIKUM FRÁ ÞVÍ UM SÍÐUSTU HELGI EN FANNDÍS FRIÐRIKS- DÓTTIR OG STÖLLUR HENNAR Í KNATTSPYRNULANDSLIÐINU TRYGGÐU SÉR Í VIKUNNI SÆTI Á EM Í SVÍÞJÓÐ NÆSTA SUMAR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fótbolti og fimleikar eru kannski ekki svo ólíkar greinar eftir allt saman. Báðar krefjast fótafimi. Morgunblaðið/Kristinn *Æfðu báðar fimleika og fótbolta. Þegar kom að þvíað velja eina grein valdi Fanndís fótboltann en BirtaSól valdi fimleikana. Þær eru greinilega á réttri hillu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.