Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 16
Kristín Aðalsteinsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri,fór til Kína í janúar, í heimsókn til foreldra drengs semdvaldi hjá þeim Hallgrími Indriðasyni sem skiptinemi á sín-um tíma. Þetta var önnur ferð Kristínar til Kína, hún hreifst af landinu og hvetur alla sem vettlingi geta valdið að fara þangað. Það sé ákaflega lærdómsríkt. Þess má geta að skiptineminn fyrrverandi, Shijin, hreifst svo mjög af Íslandi að hann hefur búið hér síðustu sjö ár. „Foreldrar hans vildu endilega að við kæmum. Við Hallgrímur fórum 2005, og ég fór ein núna. Fyrstu vikuna var ég í Shangai, sem ég heillaðist af, og við fórum í daglegar ferðir út frá borginni. Megininntak dvalarinnar var hins vegar ferð til norðurhluta Kína, alveg upp undir Mongólíu.“ Kristínu fannst sem að koma í annan heim þegar langri lestar- ferðinni til norðurhluta Kína lauk. „Það er virkilega þess virði að fara þá leið en ekki eingöngu á þekktar túristaslóðir.“ Þau Kristín fóru til ýmissa borga í Shanxi-héraði, m.a. Pingyao og Taiyuan. „Það sló mig á leiðinni hve híbýli fólks eru hrikaleg, mikið var um múrsteinskofa og allt grátt og heldur litlaust. Margar gríð- arstórar verksmiðjur voru um allt og gífurleg mengun. En einnig mátti sjá mjög mikla skógrækt víða.“ Kristín segir hafa verið ævintýri líkast að koma til fornu borg- arinnar Pingyao. „Þar vorum við í fimm daga og endalaust var eitt- hvað að sjá. Fyrir utan borgina skoðuðum við t.d. Wang-ætt- aróðalið þar sem sama ættin bjó í tæp 700 ár en nokkra metra frá bjó almúginn í hellum í fjöllunum. Ég hvet fólk til þess að ferðast um þetta svæði; það er gríðarlega fróðlegt. Í Taiyuan upplifði ég þá mestu mengun sem ég hef í lífinu séð en hitti þar verkfræðinga sem sögðu mér að Kínverjar væru í óðaönn að koma sér upp kjarnorkuverum til að framleiða rafmagn og vinna þannig á meng- uninni; til að geta hætt gegndarlausri kolanotkun.“ Kristínu var efst í huga, að ferðalokum, gestrisnin og umhyggjan í norðurhluta Kína en jafnframt mengunin, híbýlin og eymdin í þeim landshluta og „brjáluð“ umferð. „Þá er Shangai heillandi og stór- kostlegur munur á milli borgar og sveita. Mannfjöldinn er vissulega líka eftirminnilegur og maturinn, sem var afburðagóður alls staðar.“ ÓGLEYMANLEG ÆVINTÝRAFÖR Hvetur alla til Kínafarar KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR ER HEILLUÐ AF KÍNA EN FANN BETUR EN ÁÐUR VIÐ HEIMKOMUNA HVE ÍSLENDINGAR BÚA VIÐ UNDURSAMLEG KJÖR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is *Spilastokkur, flatkökur, eyrnatappar og tannbursti eru meðal nauðsynja í handfarangurinn »18Ferðalög og flakk Kulusuk á Grænlandi og Patreksfjörður eru á sömu breidd- argráðu, 65,3° norður. Yfir sundið er aðeins tveggja tíma flug og þá er komið í aðra veröld. Frumstætt þorp þar sem búa um 300 manns; fólk sem lifir á selkjöti og öðru slíku sem aflast með alda- gömlum veiðiaðferðum. Húsin eru frumstæð og útikamrar eru víða. Hvergi er rennandi vatn og í gamla kirkjugarðinum er dysj- að yfir kisturnar sem liggja á berum klöppum. Íbúum þorpsins hefur heldur verið að fækka, margir hafa t.d. flutt til Ammassalik sem er kaupstaður með um 2.000 íbúa. Í raun hafa orðið tals- verðar breytingar í Kulusuk en frá 1998 hef ég farið þangað mörg hundruð sinnum með ferðamenn, víða að úr veröldinni. Halldór Björnsson leiðsögumaður. Grænlendingur leikur listir sínar fyrir túristana, sem fjölmenna í þorpið. Halldór á vettvangi í Kulusuk. 65,3 gráður norður Þetta eru húsin á heimsenda. PÓSTKORT F RÁ KULUSUK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.