Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2012
Ástríðufullir, blíðir,
mjúkir og krassandi
kossar í Leigunni
Þín ánægja er okkar markmið
Fjöldi mynda með eftirminnilegustu
kossum kvikmyndasögunnar. Skannaðu
QR kóðann og dettu í sleik.
Skannaðu kóðann, leggðu símann
niður og auglýsingin lifnar við
Hönnuðurinn Sruli Recht opnar um helgina dyrnar að nýrri verslun og
sýningarrými að Bergstaðastræti 4, í viðbót við Vopnabúrið við Hólma-
slóð. „Á nýja staðnum verður hægt að skoða fatnað úr
bæði sumar- og vetrarlínum frá okkur, ásamt því
að ýmsir sígildir hlutir úr smiðjunni verða til
sýnis og ná þeir munir aftur til ársins 2008,“
segir Sruli, en hönnun hans hefur vakið athygli
víða um heim.
„Við verðum einnig með margvíslegt her-
raskart úr svörtu silfri en það er eitt af ein-
kennum okkar.“
Um helgina verður svokallað „soft-launch“ á
versluninni og að 2 vikum liðnum verður neðri
hæðin klár sem sýningarrými fyrir ýmsa muni
en efri hæðin býður herrunum upp á margvíslega
upplifun með fötum, fylgihlutum og fleiru.
SRULI RECHT OPNAR Í BERGSTAÐASTRÆTI
Nýja verslunin verður
með herrafatnað og marg-
víslega fylgihluti í bland.
Ný verslun og sýningarrými
Stíll Sruli Recht er um margt
sérstæður enda eru bæði
Karl Lagerfeld og Lenny
Kravitz meðal þeirra sem
keypt hafa föt eftir hann.
Lenny
Kravitz
Aðalleikarinn í þáttunum um hinn dagfarsprúða en
kolruglaða fjöldamorðingja Dexter Morgan hefur sagt
frá því í viðtölum að hann hafi undirbúið sig fyrir
hlutverkið með því að æfa sig í að elta fólk án
þess að það tæki eftir. Þetta stundaði hann í
neðanjarðarlestum, verslunum og víðar til að
reyna að setja sig í spor morðingja sem fylgist
með bráð sinni á laun. Þættirnir um Dexter
hafa notið mikilla vinsælda en þeir byggjast á
samnefndum bókum Jeffs Lindsays.
Ný þáttaröð með Dexter er á dagskrá
SkjásEins á sunnudag kl. 22.
FÁMÁLL FJÖLDAMORÐINGI
Michael C. Hall hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Dexter.
Dexter snýr
aftur á skjáinn
SJÖUNDA ÞÁTTARÖÐIN UM SIÐBLINDINGJANN DEXTER
SEM STARFAR HJÁ RANNSÓKNARLÖGREGLUNNI Á MIAMI
FER Í LOFTIÐ Á SUNNUDAG Á SKJÁEINUM
Í þættinum
„Þegar tíminn
hverfur“ er rætt
við Önnu Þor-
valdsdóttur tón-
skáld sem í nóv-
ember veitir
Tónskáldaverðlaunum Norður-
landaráðs 2012 viðtöku en verð-
launin hlýtur hún fyrir verkið
Dreymi. Er rætt við Önnu m.a. um
feril hennar, bakgrunn o.s.frv. á
RÚV á sunnudaginn kl. 20.15.
ÞEGAR TÍMINN HVERFUR
Stöð 2 kl.22.05 á sunnudag
Næstsíðasti þátturinn í þessari
fimmtu þáttaröð af Mad Men. Don
Draper og félagar fara mikinn í
villtum heimi auglýsingabransa
sjötta áratugarins á Madison
Avenue í New York.
ÓÐIR AUGLÝSINGAMENN
Það verður án vafa hart barist á
Stamford Bridge leikvanginum í dag
þar sem stórliðin Chelsea og Man-
chester United mætast í ensku úr-
valsdeildinni.
Stöð 2 Sport á sunnudaginn kl.
15:45.
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Jennifer
Carpenter