Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 53
28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 „Mjög óvenjuleg en stórgóð kvöldskemmtun,“ var um- sögn blaðamanns um Leigumorðingjann, nýj- ustu sýningu Leikfélags Akureyrar í leikstjórns Egils Heiðars Antons Pálssonar. Sýning laugardagskvöld. 2 Arngunnur Ýr Gylfa- dóttir er komin heim frá Bandaríkjunum, þar sem hún er búsett, með ný málverk í farteskinu. Í tilefni af fimmtugsafmæli sínu opnar hún sýn- ingu í Reykjavík Art Gallery við Skúlagötu klukkan 20 á laugardags- kvöld. Valinkunnir tónlistarmenn troða upp. 4 Minningartónleikar um Sig- urð Demetz óperusöngv- ara verða haldnir í Norður- ljósasal Hörpu á sunnudag klukkan 16. Fram koma söngvinir og nemendur Sigurðar, meðal annarra Kristján Jóhannsson og Diddú. 5 Ástir og afbrýði, dramatík og morð. Il trovatore býður upp á þetta allt og dásamlega tónlist Giuseppe Verdis. Ís- lenska óperan sýnir þetta sívinsæla verk um helgina og færir farand- söngvarvann í járnbentan heim sam- tímans, inn í leikmynd Gretars Reyn- issonar á sviðinu í Eldborg, á áhrifaríkan hátt. 3 „Skyfall er í hópi bestu Bond-mynda sögunnar,“ skrifa rýnir Morgunblaðsins um nýju kvikmyndina um James Bond. Njósnari hennar hátignar skipar sér- stakan sess í hjörtum landsmanna og þeir hljóta nú að flykkjast í bíó. VIÐBURÐIR HELGARINNAR 1 Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari leiðireina framúrstefnulegustu strengja-sveit Evrópu í dag, Solistenensamble Kaleidoskop, á tvennum tónleikum í Hörpu um helgina. Fyrri tónleikarnir, Hardcore 3, verða í Norðurljósum á laugardagskvöld klukkan 20. Þeir eru settir á svið af listakonunni Aliénor Dauc- hez og eru áheyrendur stað- settir í miðju salarins, um- kringdir hljóðfæraleikurum sem flytja allt frá barrokkt- ónlist til nútímatónlistar. Seinni tónleikarnir eru í Eldborgarsalnum á sunnu- dagskvöld, einnig klukkan 20, og kallast Concertante. Elfa Rún leikur þá einleik í fiðlukonsertum eftir Vivaldi en á efnisskrá eru einnig nýrri verk, eftir Ciancinto Scelsi, Charles Wuorinen og Juliu Wolfe. Markmið félaganna í Solistenensamble Ka- leidoskop er meðal annars að brjóta upp hið hefðbundna tónleikaform til þess að áhorf- endur upplifi tónlist á nýjan hátt. Listamenn ýmissa greina vinna náið með sveitinni við að setja á svið fjölmarga tónleika ár hvert. „Við höfum ákveðna heildarhugmynd fyrir hverja tónleika, einhverja heildarhugmynd; við leikum sjaldan á hefðbundnum tónleikum með hefðbundinni efnisskrá þar sem er pása og klappað á milli,“ segir Elfa Rún. „Oft höf- um við ekki niðurneglda efnisskrá og látum áhorfendur ekki vita hvað við munum spila.“ Hún segir að að vissu leyti geri þessi nálg- un aðrar kröfur til hljóðfæraleikaranna en á hefðbundnum tónleikum. „Við erum til að mynda oftast á sviðinu allan tímann þótt við leikum ekki í öllum verkunum, en gerum þá eitthvað annað á meðan.“ Hún segir að þrátt fyrir aðra nálgun sé tónlistin þó alltaf í fyrsta sætinu. „Við setj- um hana bara í skemmtilega umgjörð. Við leikum mikið af barrokktónlist og nýrri verkum, en einnig annað á milli. Við reynum að spana sviðið.“ Elfa Rún segir hljóðfæraleikarana í hópn- um á aldrinum 25 til 35 ára. Hingað til lands kemur hópurinn í sinni stærstu mynd, um tuttugu manns, en í sumum verkefnum Ka- leidoskop leika færri. „Við frumflytjum verkefnin oftast í Berlín en leikum þau víða. Á næstunni förum við til dæmis til Ástralíu, Kóreu, Belgíu og Noregs. Það er mikið af ferðalögum framundan og við komum einkum fram á listahátíðum í þessum löndum.“ segir Elfa Rún. Tónleikar Kaleidoskop hér eru styrktir af Sjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, Tónlistarsjóð, Goethe-Institute og utanríkisráðuneyti Þýskalands. SOLISTENENSEMBLE KALEIDOSKOP FRÁ BERLÍN LEIKUR Í HÖRPU UM HELGINA Ekki hefðbundnir tónleikar BÚAST MÁ VIÐ ÓVENJULEGRI FRAMSETNINGU Á TÓNLEIKUM KA- LEIDOSKOP SEM FIÐLULEIKARINN ELFA RÚN KRISTINSDÓTTIR LEIÐIR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þrátt fyrir nýstárlega nálgun segir Elfa Rún tónlistina alltaf í fyrsta sæti hjá hópnum. Ljósmynd/Sonja Müller Elfa Rún Kristinsdóttir tengst verkum ákveðinna tónskálda sterkari böndum en öðrum stendur ekki á svarinu. „Haydn, Mozart, Beethoven og Schubert.“ Það voru einmitt verk þessara fjögurra jöfra sem hann flutti á lokatónleikum sínum fyrir fjórum árum. „En ég flutti líka meira en sextíu verka Liszts og píanókonsert Schönbergs flutti ég 68 sinnum. Þetta eru ólík verk. Mér hefur tekist að viðhalda áhuganum á nýrri tónlist.“ Leikur hann enn á píanóið? Brendel ypptir öxlum. „Mjög lítið,“ segir hann svo. „Ég leik svolítið þegar ég held fyr- irlestra og þegar ég kenni.“ Hann bætir síðan við: „Það var alfarið mín ákvörðun að hætta að leika opinberlega. Ég vildi hætta áður en það yrði of seint. Meðan ég hefði enn fulla stjórn á leik mínum.“ En þótt Brendel leiki ekki opinberlega á pí- anóið þá sinnir hann annarri ástríðu, hann hef- ur fengist við skrif um tónlist áratugum saman og gefið út þrjár ljóðabækur að auki. „Ég hef alltaf skrifað, það hefur verið mitt annað líf,“ segir hann. „Ég hef oft skrifað um hluti sem ég hef ekki fundið fullnægjandi svör við. Ég reyndi til dæmis að svara spurning- unni hver væri kjarninn í síðasta hluta ferils Beethovens. Ég leitaði svarsins í skrifum ann- arra, án árangurs. Fyrir um fjörutíu árum var heldur varla nein góð skrif að finna um són- ötur Schuberts og þá reyndi ég að kryfja þær sjálfur. Það var ákveðið brautryðjandastarf. Greinarnar byggjast á reynslu minni. Sem flytjandi reyndi ég alltaf að láta verkin segja mér hvað ég ætti að gera við þau, en það hvarflaði aldrei að mér að segja þeim hvað ég ætlaði að gera,“ segir Brendel. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.