Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Page 24
Hlýja. „Það getur reyndar verið bæði höfuðfat og hálshlýja,“ segir Helga. Svo er það Peysuleysan; bráðsniðug flík sem hægt er að nota á ýmsa vegu. „Þar eru sex hnappar og 12 hnappagöt og hægt að búa til margar flíkur úr einni. Þetta er einfaldur hlutur en þróunarferlið var langt.“ Allar vörur sem Björg í bú hannar og lætur fram- leiða eru unnar á Íslandi. „Við reynum að leggja áherslu á að skapa atvinnu á Íslandi og nýta íslenskt hráefni eins og mögulegt er.“ Ný vara verður einmitt kynnt á árlegri hönnunarsýningu í Ráðhúsi Reykjavík- ur í næsta mánuði. Edda er nú búsett í Danmörku þar sem eiginmaður hennar í mastersnámi og Helga Björg er með annan fótinn í Gautaborg og hinn á Akureyri. Var úti í fyrravetur en flakkar á milli í vetur og lýkur mastersprófi ytra í vor. www.bjorgibu.is H ugmyndirnar streyma í rauninni endalaust fram, segir Helga Björg í samtali við Morgunblaðið. „Við erum með fullar skúff- ur og skissubækur af hugmyndum og nýj- um vörum en veljum svo bara úr.“ Þær Edda útskrifuðust sem vöruhönnuðir úr Listaháskóla Íslands vorið 2009 og stofnuðu þá fyr- irtækið ásamt fleirum, en eiga það nú tvær. Þær leggja orðið aðaláherslu á fatnað og heimilisvörur. Helga og Edda vöktu athygli 2010 þegar þær sigr- uðu í samkeppni sem Listasafn Reykjavíkur, verslunin Kram og Hönnunarmiðstöð Íslands stóðu fyrir, um nytjahluti í anda Ásmundar Sveinssonar myndhöggv- ara. Þá varð til þrívíddarpúsluspilið Minn Ásmundur. „Hann hvatti krakka til að leika sér í skúlptúrunum sínum og við tókum þá hugmynd aðeins lengra, til að fólk gæti leikið sér með skúlptúrana hans með því að skapa sína eigin,“ segir Helga. Þegar HönnunarMars stóð yfir á þessu ári kynnti Björg í bú nýtt höfuðfat úr íslenskri ull, sem kallast Helga Björg Jónasardóttir með Hlýju, höfuðfat úr íslenskri ull frá Björg í bú. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þrívíddarpúslið Minn Ásmund- ur frá 2010, sem þær fengu fyrstu verðlaun fyrir. Barnagull leikföng og skrautmunir sem kynnt voru á þessu ári; hreindýr, hrútur og ísbjörn. Skurðarbretti; byggt er á myndinni sem hékk hjá mörgum slátr- aranum á árum áður. Draga Björg í bú EDDA GYLFADÓTTIR OG HELGA BJÖRG JÓNASARDÓTTIR REKA HÖNNUNARFYRIRTÆKIÐ BJÖRG Í BÚ. ÚR SMIÐJU ÞEIRRA HEFUR KOMIÐ FJÖLDI BRÁÐSKEMMTILEGRA HLUTA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Peysuleysi; flíkin sem aldrei er alveg peysa en alltaf næstum því! *Hugmyndir streyma endalaust fram Heilsukartöfluflögur og öskjurfullar upplýsinga um landið og kartöfluna, frá Eddu og Helgu. Skínandi skart; endurskinsmerki sem nælur, hringar og hálsfestar sem fást í sex litum. Hnífasegull. Munstrið er byggt á Flóru Íslands. Icesave-kertin; sjálfshjálp- artæki handa hræddri þjóð. Voru bara seld í eina viku. Fólk gat fagnað eða brennt sorgum sínum, allt eftir niðurstöðum kosningarinnar. *Heimili og hönnunLitið inn á bjart og stílhreint heimili Ingibjargar Hönnu í Hlíðunum í Reykjavík »26

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.