Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012
Þ
egar ferilskrá núverandi ríkisstjórnar
er borin við þau fyrirheit sem hún
gaf í upphafi er eins og illa kveðin öf-
ugmælavísa birtist. Að því skal vikið
síðar á þessum vettvangi.
Fersk ríkisstjórn þykist fær
í flestan sjó
En hitt er vel þekkt að nýjar ríkisstjórnir vilja vel og
hafa mikla trú á getu sinni til að láta gott af sér leiða.
Þegar forystumönnum flokka, sem standa í stjórn-
armyndun, verður ljóst að samkomulag er í burð-
arliðnum takast þeir gjarnan á loft yfir eigin upphefð.
Ekki síst ef þeir hafa lengi beðið sætis við ríkisstjórn-
arborð. Uppnumið tal þeirra minnir þá stundum helst
á það sem heyrist gjarnan í íþróttamönnum eftir sig-
ursælan leik, t.d. í handbolta eða fótbolta. Sigurgleðin
kallar fram hástemmt gleðiraus, sem er úr takt við
tilefnið, sem var þrátt fyrir allt, aðeins sigur í bolta-
leik. En þó þykir engum neitt að því. Þvert á móti.
Gleðilætin eru hefðbundin og því bæði viðeigandi og
skemmtileg. Spennan fyrir leik og sigurstundin að
honum loknum réttlæta allt hið uppblásna tal. En það
sem fer vel í kappleikjagleði passar ekki endilega
þegar alvara lífsins á í hlut. Þá getur hrifningaralda
augnabliksins skolað hreinum bábiljum inn í stjórn-
arsáttmála, sem viðkomandi telja sig svo bundna af,
að minnsta kosti fram að seinnihluta kjörtímabilsins,
þegar gleðin hefur rjátlast af.
Nýjar ríkisstjórnir eða þær sem eru í burðarlið
telja í einlægni, jafnvel nokkru eftir kosningar, að
þær muni geta tryggt betri tíð með blóm í haga í sinni
sveit, í þessu tilviki á Íslandi. Flokkar í nýrri rík-
isstjórn, báðir, allir eða einn þeirra, voru sem sagt
farnir að trúa orðum sínum og yfirlýsingum í stjórn-
arandstöðu. Þeir höfðu gleymt því í öllum darraðar-
dansinum að það voru aðeins kjósendur sem áttu að
trúa þessu og þó aðeins nægjanlega vel til að koma
réttum krossi í kassann á kjördag. Núverandi rík-
isstjórn var óvenjulega illa haldin af þessu. Þó var
annar stjórnarflokkurinn nýkominn úr ríkisstjórn, og
hafði verið þar, eins og formaður þingflokks hins
stjórnarflokksins sagði seinast í fyrradag, í eins kon-
ar umboði djöfulsins, eða hafði a.m.k. stefnt að því að
koma öllum málum síns volaða lands í náðarfaðm
hans. Þessum flokki, Samfylkingunni, tókst þó smám
saman að sannfæra sjálfa sig og Ríkisútvarpið um að
í raun hefði það verið Framsóknarflokkurinn sem sat
í „hrunstjórninni“ ásamt Sjálfstæðisflokknum en ekki
hún sjálf.
„Búsáhaldabylting“ átti
að réttlæta allar atlögur
Flokkarnir tveir voru frá fyrsta degi ráðnir í að
stimpla fyrirrennara sína í ríkisstjórn (Framsókn í
hinu nýja hlutverki Samfylkingar úr hrunstjórn) sem
úrhrök, illmenni og loks glæpamenn. Það skyldi
hengja allar ráðstafanir um háls þeirra. Því óþægi-
legri og óþarfari sem slíkar ráðstafanir yrðu því
betra. Þess vegna samþykkti ríkisstjórnin og þing-
meirihlutinn fyrsta Icesave samninginn upp á hund-
ruð milljarða króna ólesinn! Þótt hann myndi nær því
sliga þjóðina yrði skömminni af því komið fyrir á rétt-
um stað. Sá klafinn yrði hengdur á „hrunflokkana“
sem yrðu með því útskúfaðir í áratugi. En slíkar að-
farir skyldu ekki látnar duga. Það skyldi hrekja menn
úr störfum, án þess að nokkur rannsókn hefði farið
fram á störfum þeirra eða þeim gæfist færi á að skýra
sinn málstað, sem í sumum tilvikum var raunar
óþægilega sterkur þegar vel var að góð. Og það
skyldi draga ráðherra Sjálfstæðisflokks fyrir Lands-
dóm fyrir verk í „hrunstjórninni.“ Jafnvel hinn raun-
verulegi samstarfsflokkur úr sömu stjórn ætlaði að
standa að því.
Jóhanna og Steingrímur stóðu jafn þétt í þessum
ljóta leik og Danton og Robespierre stóðu að sínu,
þótt Jóhanna hörfaði um hænufet í landsdómsmáli
þegar Ingibjörg Sólrún tók loks fast á móti henni.
Eftir það lét Jóhanna handlangara sína sjá um að
knýja málið fram og komst ekki hjá því að sýna á spil-
in sín þegar í ljós var komið að þingmeirihluti var nú
fyrir því að endurskoða hina ódrengilegu ákvörðun.
Reyna átti með samstilltu átaki að hengja forsvars-
menn þessara flokka hátt í gálga og skyldi einskis
svifist.
Ömurleg framganga fjölmiðla
Um skeið stóðu allir fjölmiðlar landsins með odd-
vitum stjórnarflokkanna í þessu átaki. Ekki þarf að
spyrja að 365, þá eins og nú í eigu Baugs heitins, með
jafnöflugum og gagnrýnislausum stuðningi Sam-
keppnisstofnunar og Landsbankans og var fyrir
„hrun“. Framganga fréttastofu Ríkisútvarpsins var
ótrúleg og gengur sífellt fram af fleira fólki. Og um
tíma tók Morgunblaðið þátt í þessum dansi undir þá-
verandi ritstjórn, sem menn vita hvert sökk síðar.
Óhróðursblaðið, neðst á öllum skölum, skolpveita
„frétta,“ var auðvitað, þá sem nú, samt við sig. Allir
fjölmiðlar landsins dönsuðu með, svo ótrúlegt sem
það er, og sumir gengu lengra en að dansa. Þeir tóku
sér stöðu á sviðinu með hljómsveitinni.
Sífellt fleiri sjá orðið í gegnum stórkostlega mis-
notkun á þeim miðli sem landsmenn allir eru neyddir
Það á að gefa Ríkisút-
varpinu nýtt tækifæri
*Sífellt fleiri sjá orðið í gegnumstórkostlega misnotkun á þeimmiðli sem landsmenn allir eru
neyddir til að styðja.
Reykjavíkurbréf 26.10.12