Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Í myndum F anndís, sem nú er 22 ára, var ein þeirra fótboltastelpna sem brutu ísinn þegar landsliðið tók þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi fyrir þremur árum. Fanndís er aftur á leið á EM næsta sumar, eftir frækilegan sigur á Úkraínu á fimmtudagskvöldið. Birta Sól og félagar hennar í Evrópumeistaraliðinu voru heið- ursgestir á þeim leik. Hún er 18 ára Reykjavíkurmær sem er í fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi. Fanndís býr í Hafnarfirði en leikur með Breiðabliki í Kópavogi. Þær hittust í fyrsta skipti í gær, fimleikastelpan sem sneri sér að fótbolta, og fótboltastelpan sem tók fimleikana fram yfir! Og báðar eru alsælar og skælbrosandi. Enda full ástæða til. Fanndís: „Mér líður gríðarlega vel. Það er svo gaman þegar svona margir koma að horfa á okkur eins og núna á fimmtudagskvöldið.“ Birta Sól: „Okkur fannst mjög gaman á vellinum og leikurinn var rosalega spennandi eftir að staðan varð 2:2. Við vorum samt vissar um það allan tímann að okkar stelpur myndu vinna eftir að þær skoruðu tvisvar snemma í leiknum.“ Fylgdist þú með Evrópumótinu í fimleikum, Fanndís? Fanndís: „Nei, við vorum í Úkraínu að keppa þannig að ég gat það ekki. En ég sá að margir á Facebook voru alveg að tapa sér; OMG, fimleikastelpurnar eru alveg geeeeðveikt flottar! Það er leiðinlegt að segja frá því að hafa ekki fylgst með, en það var ekkert sýnt frá mótinu í Úkraínu...“ Í ljós kemur að báðar stunduðu bæði fimleika og fótbolta sem börn, Fanndís í Vest- mannaeyjum en Birta Sól í borginni. Fóru svo hvor sína leið. En hvers vegna völdu þær sér grein eins og raun ber vitni? Fanndís: „Ég valdi fótboltann þegar ég var um það bil tíu ára. Smá út af pabba lík- lega en ég var reyndar allt of mikill trukkur til að vera í fimleikum! Ég var líka svo frek, var alltaf að reyna að svindla og troða mér fremst í röðina. Það virkar víst ekki í fimleikunum...“ Faðir Fanndísar, Friðrik Friðriksson, var landsliðsmarkvörður í fótbolta og Nanna Leifsdóttir, móðir hennar, var skíðadrottning Íslands á árum áður. Þá var Guðbrandur Lárusson, faðir Birtu Sólar, góður körfuboltamaður. Birta Sól: „Ég var í fótbolta með Þrótti og spilaði stundum körfubolta með frænku minni, Anitu Carter í Njarðvík, sem er í unglingalandsliðinu. En ég valdi fimleikana út af systur minni, Söndru Sif, sem er líka í fimleikum og hefur orðið Íslandsmeistari. Ég leit mjög mikið upp til hennar.“ Fanndís: „Ég gat ekki æft skíði þó mamma hefði kannski viljað það. Við bjuggum í Vestmannaeyjum þegar ég var lítil og þar var ekki hægt að vera á skíðum.“ Heldurðu að þú eigir eftir að fylgjast með EM í Svíþjóð næsta sumar, Birta? „Já, örugglega. Ég er reyndar ekki mikið inni í fótboltanum lengur en fylgist með af því að þetta skiptir svo miklu máli. Og það var skemmtilegt á vellinum á fimmtudag- inn. Stelpunum í fimleikalandsliðinu fannst mjög gaman; þær brostu hringinn og klöppuðu mikið þegar Ísland skoraði þó þær fylgist ekki með fótbolta venjulega. Ein sagðist hafa farið einu sinni á fótboltaleik áður, þegar hún var átta ára, og þetta var í fyrsta skipti sem ég fer á landsleik.“ Ertu jafn liðug og þegar þú varst í fimleikum, Fanndís? Eða varstu kannski aldrei liðug? Fanndís: „Nei, ég var aldrei liðug. Kannski var það þess vegna sem ég hætti í fim- leikum og fór í fótboltann!“ Sástu einhverja nógu liðuga á vellinum á fimmtudagskvöldið til að hún gæti staðið sig í fim- leikum? Birta Sól: „Nei, enga...“ Fanndís: „Skiljanlega!“ Eru einhverjir eiginleikar sem koma sér vel í báðum greinum? Fanndís: „Kraftur og styrkur. Og svo hugarfarið auðvitað.“ Birta Sól tekur undir það. Upplifið þið ekki mikinn meðbyr í samfélaginu eftir þennan frábæra árangur? Fanndís: „Jú, og Siggi Raggi hefur breytt mjög miklu á síðustu árum með því að skrifa pistla og tala um þau markmið sem hann vill að við setjum okkur. Okkur hefur verið tekið rosalega vel á undanförnum árum og áhuginn er enn að aukast; margir mættu á völlinn á móti Úkraínu og það var ógeðslega skemmtilegt. Margir sem mað- ur bjóst við að hefðu ekki neinn áhuga á fótbolta töluðu við mann um leikinn og að þeir ætluðu að mæta. Það var algjör snilld.“ Skynjið þig ekki sama áhuga á fimleikalandsliðinu í samfélaginu ? Birta Sól: „Jú, við verðum greinilega varar við mikinn áhuga þótt margir viti ekki hvað við erum að gera. Sumir bekkjarfélagar mínir töluðu t.d. um það, sögðust hafa verið ógeðslega spenntir að horfa á okkur í sjónvarpinu en vissu samt eiginlega ekki í hverju ég væri að fara að keppa.“ Fanndís: Ég skil ekki reglurnar í fimleikum. Fær maður mínus ef maður réttir ekki úr ristinni og svoleiðis? Birta Sól: „Já, það er frádráttur fyrir bogna fætur eða ef maður gerir stökkin ekki nógu vel. Svo fara einkunnirnar eftir því hve erfið stökk við gerum.“ Niðurstaðan: Að beygja hnén í fimleikum er eins og að skjóta í stöng eða framhjá markinu í fótbolta. Þessir glæsilegu fulltrúar íslenskra kvennaíþrótta halda svo glaðar út í síðasta dag sumarsins. Þótt fyrsti vetrardagur sé að skella á er sannarlega vor í lofti hjá þeim. Stelpurnar okkar ÍSLENSKAR AFREKSKONUR Fimleikakonan Birta Sól og knattspyrnumaðurinn Fanndís brugðu á leik fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kristinn BIRTA SÓL GUÐBRANDSDÓTTIR ER EINN EVRÓPUMEISTARANNA Í HÓPFIMLEIKUM FRÁ ÞVÍ UM SÍÐUSTU HELGI EN FANNDÍS FRIÐRIKS- DÓTTIR OG STÖLLUR HENNAR Í KNATTSPYRNULANDSLIÐINU TRYGGÐU SÉR Í VIKUNNI SÆTI Á EM Í SVÍÞJÓÐ NÆSTA SUMAR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fótbolti og fimleikar eru kannski ekki svo ólíkar greinar eftir allt saman. Báðar krefjast fótafimi. Morgunblaðið/Kristinn *Æfðu báðar fimleika og fótbolta. Þegar kom að þvíað velja eina grein valdi Fanndís fótboltann en BirtaSól valdi fimleikana. Þær eru greinilega á réttri hillu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.