Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 22
Nú ætla ég að taka út allan sykur, hveiti, kaffi, glútein, fitu … bla, bla bla. Margir ætla sér um of þegar þeir taka mataræðið í gegn. Gjarnan leiðir það til þess að þeir springa á limminu og fara í sama farið. Hafa ber í huga að góðir hlutir gerast hægt. Ef þú skrifar niður það sem þú borðar færðu betri yfirsýn yfir það hvernig þú getur bætt neysluvenjur þínar. Með þessu móti skapast með- vitund um hluti sem þú tókst ekki eftir áður. Öllum er hollt að horfast í augu við sjálfa sig og þó sumum gæti vaxið í augum að skrifa allt niður er ágætt að hafa í huga að þetta er góð byrj- un sem hægt er að vinna út frá. Vísindamaðurinn í þér horfir svo á blákaldar niðurstöðurnar og íhugar breytingar. Svo gætir þú gefið þér broskarl ef þú stendur þig vel. GERÐU MATARDAGBÓK Að horfast í augu við sjálfan sig 43 hjóluðu hjá á 20 mínútum Kl. 8.35-8.55 FÓLK Á LEIÐ TIL VINNU AÐ MORGNI Á HJÓLI ER SÍFELLT ALGENGARI SJÓN Í HÖFUÐ- BORGINNI. VIÐ HJÁ SUNNUDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS STILLTUM OKKUR UPP Á GÖNGU- OG HJÓLABRÚNNI YFIR KRINGLUMÝRARBRAUT AÐ MORGNI MIÐVIKUDAGS OG TÖLDUM HJÓLREIÐAMENN SEM EINHVERRA HLUTA VEGNA VORU ALLIR KARLMENN Texti: Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Ljósmyndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is Ljósabúnaður hjól- reiðamannanna var al- mennt til fyrirmyndar. Þessi kemst hrað- ar yfir en aðrir enda með raf- mótor á hjólinu. Hjálmurinn gleymdist heima. Skærlitaður hjólafatnaður hentar vel í skammdeginu. Borgarhjól sem eru létt og með- færileg eru ekki algeng sjón. Barnastóllinn fær að fylgja með. 43 einstaklingar hjóluðu undir eða yfir brúna 20 mínútur var heildartíminn sem ljósmyndari var á staðnum 14 manns hjóluðu hjá á fyrstu 13 mínútunum 29 manns hjóluðu framhjá á seinni 7 mínútunum 1 hjólreiðamaður var með rafmótor á reiðhjólinu sínu 1 hjólreiðamaður var hjálmlaus en aðrir vel varðir 4 til viðbótar við hjólreiðamennina sáust á göngu 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Hreyfing og heilsa Sætuefnið aspartam hefur verið mikið rann- sakað. Árið 2009 birtist rannsókn sem unnin var af alþjóðlegu krabbameinssamtökunum NCI (National cancer institude). Þar var því haldið fram að tengsl væru á milli neyslu gos- drykkja sem innihalda aspartam og hvít- blæðis. Harvard-háskóli birti nýlega rann- sókn sem sýndi svipaðar niðurstöður í tímaritinu American Journal of Nutrition. Hins vegar var það svo að skömmu áður en birta átti niðurstöðurnar á netinu, dró há- skólinn verulega úr fullyrðingum í upp- haflegu rannsóknarniðurstöðum sínum. Sögðu vísindamennirnir að betur athuguðu máli að tengslin væru í besta falli veik. Báð- ust vísindamennirnir sem rannsóknina gerðu og háskólinn afsökunar á því að hafa haldið öðru fram í upphafi. Gervisætuefnið aspartam finnst í fjölmörgum vörutegundum sem fyrir finnast á Íslandi. Morgunblaðið/ÞÖK VÍSINDAMENN VORU OF BRÁÐIR „Veik“ tengsl asp- artam við hvítblæði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.